Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 20:31 Afganskur hermaður heldur á ungbarni við sjúkrahús Lækna án landamæra í Kabúl í morgun. Ekki er ljóst hvort að barnið var sært en tvö börn voru drepin og ellefu konur. Vísir/EPA Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. Fimmtán til viðbótar eru sárir, þar á meðal nokkur börn, en sérsveitir afganska hersins bjargaði um hundrað konum og börnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðasamtökin Læknar án landamæra reka fæðingardeildina og eru sumir þeirra sem þar starfa erlendir. Nokkrir byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á sjúkrahúsið um klukkan tíu að staðartíma. Þá voru um 140 manns á sjúkrahúsinu. Vitni lýsa því að alger ringlureið hafi gripið um sig. Byssumennirnir hafi skotið á fólk að því er virtist að handahófi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en talibanar hafna því að hafa komið nærri henni. Engu að síður sagði Ashraf Ghani, forseti, að herinn myndi halda áfram árásum á talibana og aðra uppreisnarhópa í kjölfar árásarinnar í dag. Talibanar hafa áður þrætt fyrir aðild að árásum sem þeir eru sakaðir um. Að minnsta kosti 24 féllu í annarri árás þegar sprengja sprakk við útför lögreglustjóra í Nangarhar-héraði í austanverðu landinu. Þúsundir manna voru viðstaddir útförina en héraðsstjórnarmaður er sagður á meðal þeirra föllnu. Tala látinna í árásinni er talin enn getað hækkað en 68 manns særðust í henni. Afganistan Tengdar fréttir Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21 Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. Fimmtán til viðbótar eru sárir, þar á meðal nokkur börn, en sérsveitir afganska hersins bjargaði um hundrað konum og börnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðasamtökin Læknar án landamæra reka fæðingardeildina og eru sumir þeirra sem þar starfa erlendir. Nokkrir byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á sjúkrahúsið um klukkan tíu að staðartíma. Þá voru um 140 manns á sjúkrahúsinu. Vitni lýsa því að alger ringlureið hafi gripið um sig. Byssumennirnir hafi skotið á fólk að því er virtist að handahófi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en talibanar hafna því að hafa komið nærri henni. Engu að síður sagði Ashraf Ghani, forseti, að herinn myndi halda áfram árásum á talibana og aðra uppreisnarhópa í kjölfar árásarinnar í dag. Talibanar hafa áður þrætt fyrir aðild að árásum sem þeir eru sakaðir um. Að minnsta kosti 24 féllu í annarri árás þegar sprengja sprakk við útför lögreglustjóra í Nangarhar-héraði í austanverðu landinu. Þúsundir manna voru viðstaddir útförina en héraðsstjórnarmaður er sagður á meðal þeirra föllnu. Tala látinna í árásinni er talin enn getað hækkað en 68 manns særðust í henni.
Afganistan Tengdar fréttir Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21 Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21
Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51