Sigurður hættir sem formaður: „Ég hef ekki verið að skella neinum hurðum“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 07:00 Sigurður Bjarnason, fráfarandi formaður aðalstjórnar Stjörnunnar, Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, og fyrrverandi stjórnarmennirnir Ásta Kristjánsdóttir, sem var varaformaður, Sigríður Dís Guðjónsdóttir og Kristján B. Thorlacius. VÍSIR/SAMSETT „Ég hef ekkert á móti þessu fólki sem að hætti í aðalstjórn,“ segir Sigurður Bjarnason, formaður aðalstjórnar Stjörnunnar til fimm ára, en þrír stjórnarmenn nefndu samskipti við Sigurð sem ástæðu þess að þeir sögðu sig úr stjórn fyrir skömmu. Sigurður ætlar að hætta sem formaður á aðalfundi á morgun. Eins og Vísir fjallaði um í lok apríl höfðu þá á einum mánuði þau Kristján B. Thorlacius, Ásta Kristjánsdóttir og Sigríður Dís Guðjónsdóttir tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Stjörnunnar. Öll nefndu þau sem ástæðu skort á trausti á milli formanns og stjórnarmanna, og í tölvupósti sem Ásta og Sigríður sendu á formenn deilda, starfsfólk Stjörnunnar og bæjarfulltrúa í Garðabæ, sagði að fagleg vinnubrögð væru ekki viðhöfð. Þá tók Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, sér veikindaleyfi um tíma í vetur og mun það meðal annars hafa verið vegna átaka við Sigurð formann. „Ég get ekki svarað fyrir það sem aðrir segja. Þau verða að útskýra það nánar fyrir ykkur fjölmiðlamönnum. Ég hef ekkert á móti þessu fólki sem að hætti í aðalstjórn. Ég valdi þau öll í aðalstjórn, til að vinna með mér, og hef ekkert á móti þeim,“ segir Sigurður við Vísi og telur ekki ástæðu til þess að svara fyrir ásakanir fyrrverandi stjórnarmanna í sinn garð: „Ég þarf svo sem ekki að svara fyrir neitt. Það hafa einhverjir ákveðið að hætta í aðalstjórn en það er bara þeirra ákvörðun. Þetta er bara sjálfboðaliðastarf þar sem að fólk hefur sínar skoðanir,“ segir Sigurður og fullyrðir að í sinni stjórnartíð hafi aldrei komið upp mál þar sem kjósa hafi þurft um niðurstöðuna. Einhugur hafi ríkt hjá stjórninni um þær ákvarðanir sem hafi verið teknar. Í tengslum við fréttir af stjórnarmálum Stjörnunnar hafa leikmenn úr Íslandsmeistaraliðinu frá árinu 2016 í fótbolta kvenna bent á að nú sé aðeins einn leikmaður úr meistaraliðinu enn hjá félaginu, og kallað eftir auknum jafnréttisáherslum innan Stjörnunnar. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir deildi færslu þess efnis á Twitter og lýsti því yfir að hún myndi mæta á aðalfundinn á morgun.VÍSIR/EYJÓLFUR Allt þetta mál skaðað okkur gríðarlega Um leið og Sigurður ítrekar að það sé hans gömlu félaga í stjórn að útskýra í hverju meintur skortur á trausti og faglegum samskiptum felist, segir hann engin sérstök átakamál hafa leitt til afsagna þríeykisins: „Nei. Það er bara þannig í stjórnum íþróttafélaga á Íslandi að það koma alls konar viðkvæm mál upp sem eru höndluð annað hvort í stjórnum deilda eða jafnvel í aðalstjórn, og það er tekið á þeim með ákveðnum hætti og ákvarðanir teknar á sameiginlegan hátt. Öll smáatriði í því hvernig við gerum það, og hvaða umræður hafa átt sér stað, eru trúnaðarmál. Og ég er ekki að fara að greina frá einhverjum trúnaðarmálum í fjölmiðlum. Það er fjarri lagi,“ segir Sigurður og bætir við: „Það er ekki nóg með að allt þetta mál hefur skaðað okkur gríðarlega, hvað varðar ímyndina út á við, og það að einhver nafnlaus aðili tjái sig og gefi upplýsingar um innanbúðarmál hjá Stjörnunni sem skaða félagið… það er einhver aðili sem er ekki að vinna af heilindum fyrir félagið. Ég er grjótharður Stjörnumaður, alinn upp hérna í félaginu, og geri ekkert nema það sem er til hagsbóta fyrir félagið og fyrir allar deildir. Sum mál þarf bara að leiða til lykta og þau eru leidd til lykta á ákveðinn hátt, út frá ákveðnum hagsmunum, og þannig störfum við hérna hjá Stjörnunni. Ég hef ekki verið að skella neinum hurðum.“ Karlalið Stjörnunnar í körfubolta varð í vetur deildar- og bikarmeistari. Kvennaliðið var dregið úr keppni síðasta sumar.VÍSIR/DANÍEL Engar biðraðir eftir því að komast í aðalstjórn Eins og fyrr segir hefur Sigurður verið formaður aðalstjórnar Stjörnunnar síðustu fimm ár, og var hann varaformaður í fjögur ár þar á undan. Nú ætlar hann að stíga til hliðar. „Það er svo sem ekki löngu ákveðið. Það er enginn að bíða í biðröðum eftir því að komast í aðalstjórn og við höfum bara verið að vinna í því að finna næstu stjórn, hvernig svo sem hún verður skipuð. Það hefur tekist þannig að við ætlum að halda áfram þannig. Ég er búinn að vera í aðalstjórnarstörfum fyrir Stjörnuna í níu ár og ég var í sjálfu sér snemma í vetur farinn að hugsa með mér að þetta væri orðið gott. Ég er búinn að eyða alveg gríðarlegum tíma fyrir félagið, safna miklum pening fyrir félagið, og nú er röðin komin að öðrum að taka ákvarðanir og búa til stefnu sem að hentar Stjörnunni,“ segir Sigurður en hann kveðst að sjálfsögðu áfram ætla að styðja við sitt félag: „Ég fer bara í framhaldinu í bakland Stjörnunnar og vinn að heilindum fyrir mitt félag eins og ég hef alltaf gert. Enda er ég alinn hérna upp og á félaginu að þakka allt mitt íþróttalíf, þannig að ég ber alveg gríðarlega virðingu fyrir félaginu og mun aldrei gera neitt til þess að skaða það.“ Stjarnan Garðabær Handbolti Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Fimleikar Tengdar fréttir Hætta eða fara í leyfi vegna átaka við formann Stjörnunnar Þrír stjórnarmenn Stjörnunnar hafa sagt sig úr stjórn og framkvæmdastjórinn fór í veikindaleyfi. Spjótin beinast að formanni Stjörnunnar sem ætlaði að stíga til hliðar en hætti við. 27. apríl 2020 13:53 Fyrrum leikmenn Stjörnunnar taka undir orð Mána Fyrrum leikmenn kvennaliðs Stjörnunnar benda á að aðeins sé einn leikmaður úr meistaraliðinu 2016 enn starfandi fyrir félagið. Reikna má með átakafundi í Garðabæ í komandi viku. 10. maí 2020 18:34 Máni um Stjörnuna: „Ástandið innan félagsins er í tómu rugli“ Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson segir að ástandið innan Stjörnunnar sé ekki gott. Félagið þurfi að ganga í gegnum naflaskoðun en þetta sagði hann í þættinum Sportið í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 7. maí 2020 21:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjá meira
„Ég hef ekkert á móti þessu fólki sem að hætti í aðalstjórn,“ segir Sigurður Bjarnason, formaður aðalstjórnar Stjörnunnar til fimm ára, en þrír stjórnarmenn nefndu samskipti við Sigurð sem ástæðu þess að þeir sögðu sig úr stjórn fyrir skömmu. Sigurður ætlar að hætta sem formaður á aðalfundi á morgun. Eins og Vísir fjallaði um í lok apríl höfðu þá á einum mánuði þau Kristján B. Thorlacius, Ásta Kristjánsdóttir og Sigríður Dís Guðjónsdóttir tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Stjörnunnar. Öll nefndu þau sem ástæðu skort á trausti á milli formanns og stjórnarmanna, og í tölvupósti sem Ásta og Sigríður sendu á formenn deilda, starfsfólk Stjörnunnar og bæjarfulltrúa í Garðabæ, sagði að fagleg vinnubrögð væru ekki viðhöfð. Þá tók Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, sér veikindaleyfi um tíma í vetur og mun það meðal annars hafa verið vegna átaka við Sigurð formann. „Ég get ekki svarað fyrir það sem aðrir segja. Þau verða að útskýra það nánar fyrir ykkur fjölmiðlamönnum. Ég hef ekkert á móti þessu fólki sem að hætti í aðalstjórn. Ég valdi þau öll í aðalstjórn, til að vinna með mér, og hef ekkert á móti þeim,“ segir Sigurður við Vísi og telur ekki ástæðu til þess að svara fyrir ásakanir fyrrverandi stjórnarmanna í sinn garð: „Ég þarf svo sem ekki að svara fyrir neitt. Það hafa einhverjir ákveðið að hætta í aðalstjórn en það er bara þeirra ákvörðun. Þetta er bara sjálfboðaliðastarf þar sem að fólk hefur sínar skoðanir,“ segir Sigurður og fullyrðir að í sinni stjórnartíð hafi aldrei komið upp mál þar sem kjósa hafi þurft um niðurstöðuna. Einhugur hafi ríkt hjá stjórninni um þær ákvarðanir sem hafi verið teknar. Í tengslum við fréttir af stjórnarmálum Stjörnunnar hafa leikmenn úr Íslandsmeistaraliðinu frá árinu 2016 í fótbolta kvenna bent á að nú sé aðeins einn leikmaður úr meistaraliðinu enn hjá félaginu, og kallað eftir auknum jafnréttisáherslum innan Stjörnunnar. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir deildi færslu þess efnis á Twitter og lýsti því yfir að hún myndi mæta á aðalfundinn á morgun.VÍSIR/EYJÓLFUR Allt þetta mál skaðað okkur gríðarlega Um leið og Sigurður ítrekar að það sé hans gömlu félaga í stjórn að útskýra í hverju meintur skortur á trausti og faglegum samskiptum felist, segir hann engin sérstök átakamál hafa leitt til afsagna þríeykisins: „Nei. Það er bara þannig í stjórnum íþróttafélaga á Íslandi að það koma alls konar viðkvæm mál upp sem eru höndluð annað hvort í stjórnum deilda eða jafnvel í aðalstjórn, og það er tekið á þeim með ákveðnum hætti og ákvarðanir teknar á sameiginlegan hátt. Öll smáatriði í því hvernig við gerum það, og hvaða umræður hafa átt sér stað, eru trúnaðarmál. Og ég er ekki að fara að greina frá einhverjum trúnaðarmálum í fjölmiðlum. Það er fjarri lagi,“ segir Sigurður og bætir við: „Það er ekki nóg með að allt þetta mál hefur skaðað okkur gríðarlega, hvað varðar ímyndina út á við, og það að einhver nafnlaus aðili tjái sig og gefi upplýsingar um innanbúðarmál hjá Stjörnunni sem skaða félagið… það er einhver aðili sem er ekki að vinna af heilindum fyrir félagið. Ég er grjótharður Stjörnumaður, alinn upp hérna í félaginu, og geri ekkert nema það sem er til hagsbóta fyrir félagið og fyrir allar deildir. Sum mál þarf bara að leiða til lykta og þau eru leidd til lykta á ákveðinn hátt, út frá ákveðnum hagsmunum, og þannig störfum við hérna hjá Stjörnunni. Ég hef ekki verið að skella neinum hurðum.“ Karlalið Stjörnunnar í körfubolta varð í vetur deildar- og bikarmeistari. Kvennaliðið var dregið úr keppni síðasta sumar.VÍSIR/DANÍEL Engar biðraðir eftir því að komast í aðalstjórn Eins og fyrr segir hefur Sigurður verið formaður aðalstjórnar Stjörnunnar síðustu fimm ár, og var hann varaformaður í fjögur ár þar á undan. Nú ætlar hann að stíga til hliðar. „Það er svo sem ekki löngu ákveðið. Það er enginn að bíða í biðröðum eftir því að komast í aðalstjórn og við höfum bara verið að vinna í því að finna næstu stjórn, hvernig svo sem hún verður skipuð. Það hefur tekist þannig að við ætlum að halda áfram þannig. Ég er búinn að vera í aðalstjórnarstörfum fyrir Stjörnuna í níu ár og ég var í sjálfu sér snemma í vetur farinn að hugsa með mér að þetta væri orðið gott. Ég er búinn að eyða alveg gríðarlegum tíma fyrir félagið, safna miklum pening fyrir félagið, og nú er röðin komin að öðrum að taka ákvarðanir og búa til stefnu sem að hentar Stjörnunni,“ segir Sigurður en hann kveðst að sjálfsögðu áfram ætla að styðja við sitt félag: „Ég fer bara í framhaldinu í bakland Stjörnunnar og vinn að heilindum fyrir mitt félag eins og ég hef alltaf gert. Enda er ég alinn hérna upp og á félaginu að þakka allt mitt íþróttalíf, þannig að ég ber alveg gríðarlega virðingu fyrir félaginu og mun aldrei gera neitt til þess að skaða það.“
Stjarnan Garðabær Handbolti Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Fimleikar Tengdar fréttir Hætta eða fara í leyfi vegna átaka við formann Stjörnunnar Þrír stjórnarmenn Stjörnunnar hafa sagt sig úr stjórn og framkvæmdastjórinn fór í veikindaleyfi. Spjótin beinast að formanni Stjörnunnar sem ætlaði að stíga til hliðar en hætti við. 27. apríl 2020 13:53 Fyrrum leikmenn Stjörnunnar taka undir orð Mána Fyrrum leikmenn kvennaliðs Stjörnunnar benda á að aðeins sé einn leikmaður úr meistaraliðinu 2016 enn starfandi fyrir félagið. Reikna má með átakafundi í Garðabæ í komandi viku. 10. maí 2020 18:34 Máni um Stjörnuna: „Ástandið innan félagsins er í tómu rugli“ Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson segir að ástandið innan Stjörnunnar sé ekki gott. Félagið þurfi að ganga í gegnum naflaskoðun en þetta sagði hann í þættinum Sportið í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 7. maí 2020 21:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjá meira
Hætta eða fara í leyfi vegna átaka við formann Stjörnunnar Þrír stjórnarmenn Stjörnunnar hafa sagt sig úr stjórn og framkvæmdastjórinn fór í veikindaleyfi. Spjótin beinast að formanni Stjörnunnar sem ætlaði að stíga til hliðar en hætti við. 27. apríl 2020 13:53
Fyrrum leikmenn Stjörnunnar taka undir orð Mána Fyrrum leikmenn kvennaliðs Stjörnunnar benda á að aðeins sé einn leikmaður úr meistaraliðinu 2016 enn starfandi fyrir félagið. Reikna má með átakafundi í Garðabæ í komandi viku. 10. maí 2020 18:34
Máni um Stjörnuna: „Ástandið innan félagsins er í tómu rugli“ Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson segir að ástandið innan Stjörnunnar sé ekki gott. Félagið þurfi að ganga í gegnum naflaskoðun en þetta sagði hann í þættinum Sportið í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 7. maí 2020 21:00