Enn stefnt að því að Ísland mæti Englandi í haust Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 21:00 Kolbeinn Sigþórsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga að mæta stórþjóðum í Þjóðadeildinni í haust. VÍSIR/VILHELM Enn stendur til að Ísland mæti Englandi, Belgíu og Danmörku í haust í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett mótahald um alla Evrópu úr skorðum. Þetta segja enskir miðlar á borð við The Telegraph og Daily Mirror. Landsliðsmótanefnd UEFA fundaði í dag og mun þar hafa rætt um möguleikann á að landsliðin leiki þrjá leiki í hverjum „landsleikjaglugga“ í haust, í stað tveggja áður. Ísland mun líkt og aðrar þjóðir í A-deild Þjóðadeildarinnar leika þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli, eða sex leiki alls, og hefur hingað til staðið til að leikið yrði í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Fyrsti leikur Íslands er við England 5. september á Laugardalsvelli, ef ekkert breytist. Óttast hefur verið að Þjóðadeildinni verði aflýst svo að hægt verði að skapa pláss í leikjadagskrá haustsins, til að mynda fyrir Meistaradeildina, en það er ekki stefna UEFA sem þarf einnig að koma fyrir EM-umspilinu sem Ísland tekur þátt í. Til stóð að lokakeppni Þjóðadeildarinnar færi fram sumarið 2021 en nú hefur lokakeppni EM verið sett á frá 11. júní til 11. júlí. UEFA mun enn vonast til að úrslit Þjóðadeildarinnar ráðist á næsta ári, og þá væntanlega í október eða nóvember. UEFA EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Mun UEFA drepa Englandsdrauminn í dag? UEFA mun í dag funda með sínum 55 aðildarlöndum að sambandinu en þar mun evrópska knattspyrnusambandið fara yfir hvernig knattspyrnuárið mun líta út. Það hefur tekið miklum breytingum vegna kórónuveirunnar. 11. maí 2020 08:30 Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar. 14. apríl 2020 12:00 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Enn stendur til að Ísland mæti Englandi, Belgíu og Danmörku í haust í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett mótahald um alla Evrópu úr skorðum. Þetta segja enskir miðlar á borð við The Telegraph og Daily Mirror. Landsliðsmótanefnd UEFA fundaði í dag og mun þar hafa rætt um möguleikann á að landsliðin leiki þrjá leiki í hverjum „landsleikjaglugga“ í haust, í stað tveggja áður. Ísland mun líkt og aðrar þjóðir í A-deild Þjóðadeildarinnar leika þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli, eða sex leiki alls, og hefur hingað til staðið til að leikið yrði í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Fyrsti leikur Íslands er við England 5. september á Laugardalsvelli, ef ekkert breytist. Óttast hefur verið að Þjóðadeildinni verði aflýst svo að hægt verði að skapa pláss í leikjadagskrá haustsins, til að mynda fyrir Meistaradeildina, en það er ekki stefna UEFA sem þarf einnig að koma fyrir EM-umspilinu sem Ísland tekur þátt í. Til stóð að lokakeppni Þjóðadeildarinnar færi fram sumarið 2021 en nú hefur lokakeppni EM verið sett á frá 11. júní til 11. júlí. UEFA mun enn vonast til að úrslit Þjóðadeildarinnar ráðist á næsta ári, og þá væntanlega í október eða nóvember.
UEFA EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Mun UEFA drepa Englandsdrauminn í dag? UEFA mun í dag funda með sínum 55 aðildarlöndum að sambandinu en þar mun evrópska knattspyrnusambandið fara yfir hvernig knattspyrnuárið mun líta út. Það hefur tekið miklum breytingum vegna kórónuveirunnar. 11. maí 2020 08:30 Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar. 14. apríl 2020 12:00 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Mun UEFA drepa Englandsdrauminn í dag? UEFA mun í dag funda með sínum 55 aðildarlöndum að sambandinu en þar mun evrópska knattspyrnusambandið fara yfir hvernig knattspyrnuárið mun líta út. Það hefur tekið miklum breytingum vegna kórónuveirunnar. 11. maí 2020 08:30
Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00
Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar. 14. apríl 2020 12:00