ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 10:42 Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. AP/Peter Dejong Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. Aðgerðir Bandaríkjanna, stjórnarhers Afganistan og Talibana verða rannsakaðar og þá sérstaklega ásakanir um stríðsglæpi. Bandaríkin eru þó ekki aðilar að ICC og viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins yfir bandarískum borgurum. Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. Þá sögðu þeir að þrátt fyrir að líklega hefðu stríðsglæpir verið framdir í Afganistan yrði nánast ómögulegt að sakfella einhvern þar sem enginn aðili að málinu myndi starfa með dómstólnum. Saksóknarar höfðu þá farið fram á umfangsmikla rannsókn á átökunum í Afganistan í kjölfar áratugslangrar undirbúningsrannsóknar. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita starfsmenn ICC refsiaðgerðum og jafnvel sækja þá til saka í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Mannréttindasamtök gagnrýndu þá ákvörðun harðlega. Með henni væri ICC að tryggja að ríki sem neita að viðurkenna dómstólinn og starfa með honum verði ekki dregin til ábyrgðar fyrir glæpi. Þar að auki væri verið að hunsa vilja fórnarlamba til að leita réttlætis. Niðurstöðunni var áfrýjað og nú hafa dómarar komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir sem tóku ákvörðunina í fyrra hafi stigið út fyrir valdsvið þeirra. Meðal annars eru Bandaríkjamenn sakaðir um pyntingar, kynferðisbrot og aðra glæpi sem aðallega má rekja til áranna 2003 og 2004. Talibanar eru sakaðir um að hafa myrt þúsundir almennra borgara og stjórnarherinn er meðal annars sakaður um að pynta fanga í haldi stjórnvalda. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. Aðgerðir Bandaríkjanna, stjórnarhers Afganistan og Talibana verða rannsakaðar og þá sérstaklega ásakanir um stríðsglæpi. Bandaríkin eru þó ekki aðilar að ICC og viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins yfir bandarískum borgurum. Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. Þá sögðu þeir að þrátt fyrir að líklega hefðu stríðsglæpir verið framdir í Afganistan yrði nánast ómögulegt að sakfella einhvern þar sem enginn aðili að málinu myndi starfa með dómstólnum. Saksóknarar höfðu þá farið fram á umfangsmikla rannsókn á átökunum í Afganistan í kjölfar áratugslangrar undirbúningsrannsóknar. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita starfsmenn ICC refsiaðgerðum og jafnvel sækja þá til saka í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Mannréttindasamtök gagnrýndu þá ákvörðun harðlega. Með henni væri ICC að tryggja að ríki sem neita að viðurkenna dómstólinn og starfa með honum verði ekki dregin til ábyrgðar fyrir glæpi. Þar að auki væri verið að hunsa vilja fórnarlamba til að leita réttlætis. Niðurstöðunni var áfrýjað og nú hafa dómarar komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir sem tóku ákvörðunina í fyrra hafi stigið út fyrir valdsvið þeirra. Meðal annars eru Bandaríkjamenn sakaðir um pyntingar, kynferðisbrot og aðra glæpi sem aðallega má rekja til áranna 2003 og 2004. Talibanar eru sakaðir um að hafa myrt þúsundir almennra borgara og stjórnarherinn er meðal annars sakaður um að pynta fanga í haldi stjórnvalda.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira