Gamli Man United maðurinn varði framkomu Neymar og Mbappe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2020 15:30 Ander Herrera fagnar hér marki fyrir Manchester United á móti Chelsea. EPA-EFE/ANDY RAIN Mörgum þótti ekki mikið til þess koma þegar stórstjörnur franska liðsins fögnuðu sigri á Borussia Dortmund með því að reyna að gera lítið úr fagni nítján ára gamals leikmanns þýska liðsins. Paris Saint Germain komst loksins í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar rétt áður en allri knattspyrnuiðkunn var hætt vegna kórónuveirunnar. PSG tryggði sér sætið með því að vinna Borussia Dortmund 2-0 í seinni leiknum eftir að þýska liðið hafði unnið fyrri leikinn. Erling Braut Håland skoraði tvisvar fyrir Dortmund í 2-1 sigri í fyrri leiknum. Hann er þekktur fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara í jóga stöðu. Það pirraði greinilega stórstjörnurnar í PSG-liðinu. Ander Herrera on why PSG mocked Haaland's celebration after knocking Dortmund out of the #UCL ?? pic.twitter.com/g2O0Ynsa3w— B/R Football (@brfootball) May 10, 2020 Ander Herrera kom til Paris Saint Germain síðasta sumar á frjálsri sölu en hann hafði spilað með Manchester United frá árinu 2014. Ander Herrera talaði um það við spænska miðilinn Tiempo de Juego af hverju stórstjörnurnar Neymar og Kylian Mbappé höfðu fagnað með því að apa eftir Erling Braut Håland eftir sigurinn í seinni leiknum. „Eftir fyrri leikinn þá fögnuðu þeir opinberlega og birtu nokkrar óheppilegar Twitter-færslur á opinberum Twitter-reikningi félagsins,“ sagði Ander Herrera og hélt áfram: „Það særði stolt okkar að lesa það að þeir væru félag sem framleiddi sínar stjörnur í stað þess að kaupa þær,“ sagði Ander Herrera en þar var á ferðinni augljóst skot hjá Borussia Dortmund á Paris Saint Germain sem hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn á síðustu árum. „Það er aldrei gott að pirra Neymar og Mbappé,“ sagði Ander Herrera. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Mörgum þótti ekki mikið til þess koma þegar stórstjörnur franska liðsins fögnuðu sigri á Borussia Dortmund með því að reyna að gera lítið úr fagni nítján ára gamals leikmanns þýska liðsins. Paris Saint Germain komst loksins í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar rétt áður en allri knattspyrnuiðkunn var hætt vegna kórónuveirunnar. PSG tryggði sér sætið með því að vinna Borussia Dortmund 2-0 í seinni leiknum eftir að þýska liðið hafði unnið fyrri leikinn. Erling Braut Håland skoraði tvisvar fyrir Dortmund í 2-1 sigri í fyrri leiknum. Hann er þekktur fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara í jóga stöðu. Það pirraði greinilega stórstjörnurnar í PSG-liðinu. Ander Herrera on why PSG mocked Haaland's celebration after knocking Dortmund out of the #UCL ?? pic.twitter.com/g2O0Ynsa3w— B/R Football (@brfootball) May 10, 2020 Ander Herrera kom til Paris Saint Germain síðasta sumar á frjálsri sölu en hann hafði spilað með Manchester United frá árinu 2014. Ander Herrera talaði um það við spænska miðilinn Tiempo de Juego af hverju stórstjörnurnar Neymar og Kylian Mbappé höfðu fagnað með því að apa eftir Erling Braut Håland eftir sigurinn í seinni leiknum. „Eftir fyrri leikinn þá fögnuðu þeir opinberlega og birtu nokkrar óheppilegar Twitter-færslur á opinberum Twitter-reikningi félagsins,“ sagði Ander Herrera og hélt áfram: „Það særði stolt okkar að lesa það að þeir væru félag sem framleiddi sínar stjörnur í stað þess að kaupa þær,“ sagði Ander Herrera en þar var á ferðinni augljóst skot hjá Borussia Dortmund á Paris Saint Germain sem hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn á síðustu árum. „Það er aldrei gott að pirra Neymar og Mbappé,“ sagði Ander Herrera.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira