Vill að Biden taki lygapróf vegna ásakana um kynferðisofbeldi Sylvía Hall skrifar 9. maí 2020 14:52 Tara Reade ræddi við Megyn Kelly um ásakanir hennar á hendur Joe Biden. Skjáskot Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Joe Biden, segist hafa orðið fyrir árásum stuðningsmanna hans eftir að hún steig fram og greindi frá meintu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Ofbeldið á að hafa átt sér stað þegar hún starfaði fyrir varaforsetann fyrrverandi fyrir 27 árum, en hann var á þeim tíma öldungardeildarþingmaður Delaware. Í viðtali við Megyn Kelly ræddi Reade um málið, eftirmála þess og næstu skref. Hún segist hafa átt erfitt uppdráttar eftir að hafa stigið fram, því hafi fylgt árásir á netinu og hún hafi meðal annars verið sökuð um að vera rússneskur njósnari. Þá hafi fjölmiðlar margir hverjir skipað sér í lið með Biden og dregið upp sögur sem hafi ekkert með málið að gera. „Raddir þeirra sem hafa eitthvað gegn mér, fyrrverandi kærasti eða leigusali, hafa fengið að heyrast frekar en mín eigin. Tala um hluti sem hafa ekkert með 1993 að gera,“ segir Reade. Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Þann 1. maí síðastliðinn tjáði Biden sig um ásakanirnar í fyrsta sinn opinberlega og vísaði þeim á bug. Hann krafðist þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu en Reade segist hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni til starfsmannastjóra og starfsmannaskrifstofu þingsins. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Hann lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Hún segist helst vilja sjá hann draga framboð sitt til baka. Hún hafi enga trú á því að hann muni gera það, en henni þykir skjóta skökku við að hann sé að bjóða sig fram til forseta þegar hann hafi enga siðferðilega innistæðu til þess. Hún segir þó of seint að fá afsökunarbeiðni núna, 27 árum seinna. Hún væri tilbúin til þess að svara spurningum eiðsvarin og mæta fyrir nefnd, en hún myndi ekki taka lygapróf nema hann gerði slíkt hið sama. „Hvers konar fordæmi setur það fyrir fórnarlömb ofbeldis? Þýðir það að það sé gengið út frá því að við séum sek og við þurfum að taka lygapróf?“ spurði Reade og bætti við: „Ég mun taka lygapróf ef Joe Biden tekur lygapróf. En ég er ekki glæpamaður.“ Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Tengdar fréttir Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47 Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Joe Biden, segist hafa orðið fyrir árásum stuðningsmanna hans eftir að hún steig fram og greindi frá meintu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Ofbeldið á að hafa átt sér stað þegar hún starfaði fyrir varaforsetann fyrrverandi fyrir 27 árum, en hann var á þeim tíma öldungardeildarþingmaður Delaware. Í viðtali við Megyn Kelly ræddi Reade um málið, eftirmála þess og næstu skref. Hún segist hafa átt erfitt uppdráttar eftir að hafa stigið fram, því hafi fylgt árásir á netinu og hún hafi meðal annars verið sökuð um að vera rússneskur njósnari. Þá hafi fjölmiðlar margir hverjir skipað sér í lið með Biden og dregið upp sögur sem hafi ekkert með málið að gera. „Raddir þeirra sem hafa eitthvað gegn mér, fyrrverandi kærasti eða leigusali, hafa fengið að heyrast frekar en mín eigin. Tala um hluti sem hafa ekkert með 1993 að gera,“ segir Reade. Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Þann 1. maí síðastliðinn tjáði Biden sig um ásakanirnar í fyrsta sinn opinberlega og vísaði þeim á bug. Hann krafðist þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu en Reade segist hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni til starfsmannastjóra og starfsmannaskrifstofu þingsins. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Hann lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Hún segist helst vilja sjá hann draga framboð sitt til baka. Hún hafi enga trú á því að hann muni gera það, en henni þykir skjóta skökku við að hann sé að bjóða sig fram til forseta þegar hann hafi enga siðferðilega innistæðu til þess. Hún segir þó of seint að fá afsökunarbeiðni núna, 27 árum seinna. Hún væri tilbúin til þess að svara spurningum eiðsvarin og mæta fyrir nefnd, en hún myndi ekki taka lygapróf nema hann gerði slíkt hið sama. „Hvers konar fordæmi setur það fyrir fórnarlömb ofbeldis? Þýðir það að það sé gengið út frá því að við séum sek og við þurfum að taka lygapróf?“ spurði Reade og bætti við: „Ég mun taka lygapróf ef Joe Biden tekur lygapróf. En ég er ekki glæpamaður.“
Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Tengdar fréttir Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47 Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47
Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50