Strákunum boðinn fundur vegna launaskerðingar en stelpurnar lækkaðar án samráðs Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2020 09:45 Arnar Sveinn Geirsson er forseti leikmannasamtakanna. mynd/s2s Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, segir að það sé dæmi um að leikmenn hafi verið lækkaðir í launum hér á landi án samráðs. Arnar Sveinn, sem er einnig leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, var í viðtali hjá RÚV í gær þar sem hann fór yfir launamál leikmanna vegna kórónuveirunnar en margir hafa þurft að taka á sig skerðingu. „Liðin hafa verið að tríta við þessa samninga sem einhliða. Að liðin láti vita að það er verið að lækka um x prósentu á tvíhliða samning er það ekki hægt, og það má ekki. Þannig að til þess að leikmaður lækki launin þarftu að ná samkomulagi við leikmanninn. Það er skrýtið að það er ekki verið að gera í öllum tilvikum og það er aðallega að koma inn á borðið hjá okkur að leikmenn eru ekki að fá greidd full laun jafnvel þó það sé ekkert samkomulag í höfn um neitt annað.“ Hann segir að félögin hafi ekki rétt á því að lækka samninga án samráðs en hvetur hann þó leikmenn til þess að sýna tillitsemi í viðræðunum og reyna að komast á móts við félögin. „Staðan er bara þannig að það er réttur leikmanna er sá að fá laun sín greidd. Staðan er erfið hjá mörgum félögum og leikmenn þurfa að sýna því ákveðna tillitsemi og reyna að finna lausnir með félaginu en að leita til okkar og athuga málin, því nú erum við komin með ágætis yfirsýn yfir málin hjá flestum félögum svo það er um að gera að heyra í okkur.“ Hann segir að nokkur dæmin sem hann hafi heyrt af séu verr og miður, þar á meðal hjá liði sem eiga lið í efstu deild karla og kvenna. „Í því tilfelli sem við þekkjum er körlunum boðinn fundur og rætt við karlaliðið; útskýrt hvernig málin er og staðan tekin. Á meðan kvennamegin fékk enginn neina tilkynningu um eitt eða neitt heldur bara lækkun á samningi og þær höfðu í rauninni ekkert um það að segja, þó þær hafi allt um það að segja.“ „Það er auðvitað mjög miður. Mig langar ekki að segja þetta sé viljandi gert heldur hafi gerst óvart. Ég vona það innilega og að þetta verði leiðrétt en það er auðvitað bara glórulaust,“ sagði Arnar Sveinn. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, segir að það sé dæmi um að leikmenn hafi verið lækkaðir í launum hér á landi án samráðs. Arnar Sveinn, sem er einnig leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, var í viðtali hjá RÚV í gær þar sem hann fór yfir launamál leikmanna vegna kórónuveirunnar en margir hafa þurft að taka á sig skerðingu. „Liðin hafa verið að tríta við þessa samninga sem einhliða. Að liðin láti vita að það er verið að lækka um x prósentu á tvíhliða samning er það ekki hægt, og það má ekki. Þannig að til þess að leikmaður lækki launin þarftu að ná samkomulagi við leikmanninn. Það er skrýtið að það er ekki verið að gera í öllum tilvikum og það er aðallega að koma inn á borðið hjá okkur að leikmenn eru ekki að fá greidd full laun jafnvel þó það sé ekkert samkomulag í höfn um neitt annað.“ Hann segir að félögin hafi ekki rétt á því að lækka samninga án samráðs en hvetur hann þó leikmenn til þess að sýna tillitsemi í viðræðunum og reyna að komast á móts við félögin. „Staðan er bara þannig að það er réttur leikmanna er sá að fá laun sín greidd. Staðan er erfið hjá mörgum félögum og leikmenn þurfa að sýna því ákveðna tillitsemi og reyna að finna lausnir með félaginu en að leita til okkar og athuga málin, því nú erum við komin með ágætis yfirsýn yfir málin hjá flestum félögum svo það er um að gera að heyra í okkur.“ Hann segir að nokkur dæmin sem hann hafi heyrt af séu verr og miður, þar á meðal hjá liði sem eiga lið í efstu deild karla og kvenna. „Í því tilfelli sem við þekkjum er körlunum boðinn fundur og rætt við karlaliðið; útskýrt hvernig málin er og staðan tekin. Á meðan kvennamegin fékk enginn neina tilkynningu um eitt eða neitt heldur bara lækkun á samningi og þær höfðu í rauninni ekkert um það að segja, þó þær hafi allt um það að segja.“ „Það er auðvitað mjög miður. Mig langar ekki að segja þetta sé viljandi gert heldur hafi gerst óvart. Ég vona það innilega og að þetta verði leiðrétt en það er auðvitað bara glórulaust,“ sagði Arnar Sveinn.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira