„Neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 22:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Blikum í vetur en Róbert Orri Þorkellsson kom frá Aftureldingu í vetur. mynd/blikar Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson neitar að trúa því að Óskar Hrafn Þorvaldsson fari pressulaus inn í tímabilið sem þjálfari Blika en Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni í vetur sem hafði lent í 2. sæti síðustu tvö tímabil. Staða Blika var til umræðu í Sportinu í kvöld þar sem þeir Rikki G, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar fóru yfir stöðuna í íslenska fótboltanum en flautað verður til leiks þann 13. júní. Þegar talið barst að Blikum fengu spekingarnir þá spurningu hvort að Óskar væri pressulaus vegna þess leikstíls sem hann reynir nú að innleiða í Kópavogi. „Hann verður ekki stikkfrír. Hann fær afslátt. Menn trúa á hugmyndafræðina en ef þeir eru að fara gera einhverjar gloríur aftur og aftur í upphafi móts þá hljóta þeir að þurfa skoða sín mál. Það er krafa um árangur í Breiðabliki og ég neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil,“ sagði Atli Viðar áður en Máni tók við boltanum. „Þessi veirufaraldur hittir Blikana á mjög slæmum tíma. Þjálfarateymið vill drilla liðið sitt mjög vel. Þú sérð að þeir fara í leik gegn Skaganum og tapa 5-2 en rústa svo seinni leiknum sem þeir spila. Alveg sama hvernig þetta fer í sumar þá verða Blikarnir að hafa þolinmæði fyrir þessu.“ „Ég held algjörlega að Óskar og Halldór séu að koma með hugmyndafræði sem passar fyrir Breiðablik. Þegar verður búið að drilla þetta upp alla flokka þá er þetta eitthvað sem það sem koma skal. Þessi högg sem þeir fá þegar þeir missa leikmenn og annað, þeir munu geta lokað fyrir þau,“ sagði Máni. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Breiðablik Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira
Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson neitar að trúa því að Óskar Hrafn Þorvaldsson fari pressulaus inn í tímabilið sem þjálfari Blika en Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni í vetur sem hafði lent í 2. sæti síðustu tvö tímabil. Staða Blika var til umræðu í Sportinu í kvöld þar sem þeir Rikki G, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar fóru yfir stöðuna í íslenska fótboltanum en flautað verður til leiks þann 13. júní. Þegar talið barst að Blikum fengu spekingarnir þá spurningu hvort að Óskar væri pressulaus vegna þess leikstíls sem hann reynir nú að innleiða í Kópavogi. „Hann verður ekki stikkfrír. Hann fær afslátt. Menn trúa á hugmyndafræðina en ef þeir eru að fara gera einhverjar gloríur aftur og aftur í upphafi móts þá hljóta þeir að þurfa skoða sín mál. Það er krafa um árangur í Breiðabliki og ég neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil,“ sagði Atli Viðar áður en Máni tók við boltanum. „Þessi veirufaraldur hittir Blikana á mjög slæmum tíma. Þjálfarateymið vill drilla liðið sitt mjög vel. Þú sérð að þeir fara í leik gegn Skaganum og tapa 5-2 en rústa svo seinni leiknum sem þeir spila. Alveg sama hvernig þetta fer í sumar þá verða Blikarnir að hafa þolinmæði fyrir þessu.“ „Ég held algjörlega að Óskar og Halldór séu að koma með hugmyndafræði sem passar fyrir Breiðablik. Þegar verður búið að drilla þetta upp alla flokka þá er þetta eitthvað sem það sem koma skal. Þessi högg sem þeir fá þegar þeir missa leikmenn og annað, þeir munu geta lokað fyrir þau,“ sagði Máni. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Breiðablik Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira