Teiknaði upp tíu sviðsmyndir af fótboltasumrinu: „Væri hissa ef þetta rennur smurt í gegn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 22:00 Birkir fer yfir hvernig fótboltasumarið 2020 muni fara fram. vísir/s2s KSÍ hélt í gær blaðamananfund fyrir knattspyrnusumarið 2020 þar sem var tilkynnt hvernig sambandið hugsaði sér að koma þeim tæplega fimm þúsund leikjum fyrir í sumar. Það hefur verið nóg að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, undanfarna dagar og vikur en hann hefur þurft að setja upp ansi margar sviðsmyndir á skrifstofunni undanfarnar vikur. En hvað hafa þær verið margar þessar myndir? „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég var að vinna með tíu útgáfur framan af. Þetta er vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er tarnavinna,“ sagði Birkir í Sportinu í dag. „Þetta var spurning sem ég var að vonast til að fá ekki. Við höfum rætt þetta og við erum meðvituð um það að við verðum að vera tilbúin ef og þegar þetta gerist.“ „Þetta snýst um að spila fótboltaleiki. Þó að ég hafi varpað að við spilum 4950 leiki yfir sumarið þá erum við auðvitað með fleiri leiki. Þarna var ekki Lengjubikar, Reykjavíkurmót eða Faxaflóamót. Ég lagði einhverntímann í þá vinnu að fara yfir þá leliki sem fara fram á Íslandi og mér sýnist að þeir séu í kringum 17 þúsund leikir. Helmingurinn væri skipulagður af KSÍ en hinn helmingur af leikjunum sjálfum. Þetta er gríðarlegt magn.“ Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir hversu langt á að líða frá því að þeir megi æfa og hvenær byrja eigi að spila. Birkir segir að vikurnar þrjár hafi verið hálfgerð málamiðlun. „Við reyndum að afla okkur upplýsinga frá félögunum hvenær þau voru tilbúin. Frá því að þau fengu að æfa og hvenær þau væru klár í að spila. Málamiðlunin var þrjár vikur,“ en félögin hafa frest til 12. maí. Hann býst við að fá einhverja tölvupósta og hringingar. „Ég væri mjög hissa ef þetta myndi renna alveg smurt í gegn. Það væri eitthvað alveg nýtt,“ sagði Birkir. Viðtali við Birki má sjá hér að neðan sem og viðtal við formanninn Guðna Bergsson. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergsson og Birkir Sveinsson Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
KSÍ hélt í gær blaðamananfund fyrir knattspyrnusumarið 2020 þar sem var tilkynnt hvernig sambandið hugsaði sér að koma þeim tæplega fimm þúsund leikjum fyrir í sumar. Það hefur verið nóg að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, undanfarna dagar og vikur en hann hefur þurft að setja upp ansi margar sviðsmyndir á skrifstofunni undanfarnar vikur. En hvað hafa þær verið margar þessar myndir? „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég var að vinna með tíu útgáfur framan af. Þetta er vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er tarnavinna,“ sagði Birkir í Sportinu í dag. „Þetta var spurning sem ég var að vonast til að fá ekki. Við höfum rætt þetta og við erum meðvituð um það að við verðum að vera tilbúin ef og þegar þetta gerist.“ „Þetta snýst um að spila fótboltaleiki. Þó að ég hafi varpað að við spilum 4950 leiki yfir sumarið þá erum við auðvitað með fleiri leiki. Þarna var ekki Lengjubikar, Reykjavíkurmót eða Faxaflóamót. Ég lagði einhverntímann í þá vinnu að fara yfir þá leliki sem fara fram á Íslandi og mér sýnist að þeir séu í kringum 17 þúsund leikir. Helmingurinn væri skipulagður af KSÍ en hinn helmingur af leikjunum sjálfum. Þetta er gríðarlegt magn.“ Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir hversu langt á að líða frá því að þeir megi æfa og hvenær byrja eigi að spila. Birkir segir að vikurnar þrjár hafi verið hálfgerð málamiðlun. „Við reyndum að afla okkur upplýsinga frá félögunum hvenær þau voru tilbúin. Frá því að þau fengu að æfa og hvenær þau væru klár í að spila. Málamiðlunin var þrjár vikur,“ en félögin hafa frest til 12. maí. Hann býst við að fá einhverja tölvupósta og hringingar. „Ég væri mjög hissa ef þetta myndi renna alveg smurt í gegn. Það væri eitthvað alveg nýtt,“ sagði Birkir. Viðtali við Birki má sjá hér að neðan sem og viðtal við formanninn Guðna Bergsson. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergsson og Birkir Sveinsson Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira