„Þetta tímabil ætti að heita síðasti sénsinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. maí 2020 21:00 Það var létt yfir spekingunum í gær. visir/s2s Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Sigurvin Ólafsson fóru í Sportinu í kvöld yfir þá leikmenn sem gætu sprungið út í sumar eða þeir leikmenn sem áhorfendur ættu að hafa augun á. Nefnd voru nokkur nöfn í því samhengi og eitt þeirra nafna sem Guðmundur Benediktsson stakk inn í umræðuna var Kristinn Steindórsson sem var samningslaus hjá FH eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Blika. Þar er hann uppalinn og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2010. „Þetta poppaði upp í hugann á mér þegar ég var að gera þáttinn með Ólafi Kristjánssyni og var að skoða myndbönd frá 2010. Kristinn Steindórsson sem er kominn aftur heim,“ sagði Gummi áður en Hjörvar skaut inn í: „Síðasti sénsinn, ætti þetta tímabil að heita,“ en nú fer Síðasti dansinn (e. The last dance) með Michael Jordan eins og eldur um sinu Netflix. Má ætla að Hjörvar hafi með orðum sínum verið að vitna í það áður en Gummi tók aftur við boltanum: „Hæfileikarnir sem búa í þessum gæja. Ég yrði svo ánægður fyrir hans hönd og allra knattspyrnuunnenda því það er unun að fylgjast með honum þegar hann er í gírnum. Ég vona svo innilega að Kiddi Steindórs detti í þennan gír og skili því á heimavelli,“ sagði Gummi. Kristinn lék bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð eftir veru sína með Blikum áður en hann snéri heim og samdi við FH. Þar náði hann sér ekki á strik og er kominn í Kópavoginn á ný. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Kristinn Steindórsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Breiðablik Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Sigurvin Ólafsson fóru í Sportinu í kvöld yfir þá leikmenn sem gætu sprungið út í sumar eða þeir leikmenn sem áhorfendur ættu að hafa augun á. Nefnd voru nokkur nöfn í því samhengi og eitt þeirra nafna sem Guðmundur Benediktsson stakk inn í umræðuna var Kristinn Steindórsson sem var samningslaus hjá FH eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Blika. Þar er hann uppalinn og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2010. „Þetta poppaði upp í hugann á mér þegar ég var að gera þáttinn með Ólafi Kristjánssyni og var að skoða myndbönd frá 2010. Kristinn Steindórsson sem er kominn aftur heim,“ sagði Gummi áður en Hjörvar skaut inn í: „Síðasti sénsinn, ætti þetta tímabil að heita,“ en nú fer Síðasti dansinn (e. The last dance) með Michael Jordan eins og eldur um sinu Netflix. Má ætla að Hjörvar hafi með orðum sínum verið að vitna í það áður en Gummi tók aftur við boltanum: „Hæfileikarnir sem búa í þessum gæja. Ég yrði svo ánægður fyrir hans hönd og allra knattspyrnuunnenda því það er unun að fylgjast með honum þegar hann er í gírnum. Ég vona svo innilega að Kiddi Steindórs detti í þennan gír og skili því á heimavelli,“ sagði Gummi. Kristinn lék bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð eftir veru sína með Blikum áður en hann snéri heim og samdi við FH. Þar náði hann sér ekki á strik og er kominn í Kópavoginn á ný. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Kristinn Steindórsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Breiðablik Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira