Sara og Björgvin óstöðvandi saman CrossFit móti á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 09:00 Sara Sigmundsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Leonardo Grottino mynduðu saman liðið "TeamFoodspring.“ Mynd/Instagram/sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram í CrossFit keppnunum um helgina og að þessu sinni við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar í liðakeppni á móti í Mílanó á Ítalíu. Sara og Björgvin Karl stoppuðu á Ítalíu á leið sinni heim frá Dúbaí þar sem þau kepptu á Dubai CrossFit Championship þar sem Sara fagnaði glæsilegum sigri en Björgvin varð í fjórða sæti. Mótið heitir Fallseries Throwdown og er elsta CrossFit mót Ítalíu en það hefur farið fram frá árinu 2012. Fyrir fram lítur lið með Björgvin Karl Guðmundsson og Söru Sigmundsdóttur afar vel út og að auki höfðu þau efnilegasta Ítalann, Leonardo Grottino, með sér í liði. Hann er aðeins sautján ára gamall en stóð sig mjög vel. Þau þrjú kepptu undir merkjum „TeamFoodspring“ en öll eru þau á samning hjá næringavöru framleiðandanum Foodspring. Það er óhætt að fullyrða að lið Söru og Björgvins hafi rústað þessu CrossFit móti á Ítalíu. Liðið endaði með 10 stig úr átta greinum þar sem markmiðið var að vera með sem lægst stig. Lið Söru og Björgvin vann sex af átta greinum í Elítu keppni liða og endaði síðan í öðru sæti í hinum tveimur greinunum. Næsta lið á eftir var lið „Marta Piu Due“ sem fékk 35 stig. Marta Piu Due liðið náði þrisvar öðru sæti en var neðar en það í hinum fimm greinunum. Liðið sem endaði í þriðja sæti, „Stranger Things“ náði heldur ekki að vinna grein en endaði með 39 stig eftir að hafa náð öðru sæti í tveimur greinum. Eina liðið sem náði að vinna grein á móti liði Söru og Björgvins var liðið „I Gomorroidi“ sem varð engu að síður að sætta sig við fimmta sætið þrátt fyrir að hafa unnið tvær greinar í keppninni. CrossFit Tengdar fréttir Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00 Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30 Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00 Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram í CrossFit keppnunum um helgina og að þessu sinni við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar í liðakeppni á móti í Mílanó á Ítalíu. Sara og Björgvin Karl stoppuðu á Ítalíu á leið sinni heim frá Dúbaí þar sem þau kepptu á Dubai CrossFit Championship þar sem Sara fagnaði glæsilegum sigri en Björgvin varð í fjórða sæti. Mótið heitir Fallseries Throwdown og er elsta CrossFit mót Ítalíu en það hefur farið fram frá árinu 2012. Fyrir fram lítur lið með Björgvin Karl Guðmundsson og Söru Sigmundsdóttur afar vel út og að auki höfðu þau efnilegasta Ítalann, Leonardo Grottino, með sér í liði. Hann er aðeins sautján ára gamall en stóð sig mjög vel. Þau þrjú kepptu undir merkjum „TeamFoodspring“ en öll eru þau á samning hjá næringavöru framleiðandanum Foodspring. Það er óhætt að fullyrða að lið Söru og Björgvins hafi rústað þessu CrossFit móti á Ítalíu. Liðið endaði með 10 stig úr átta greinum þar sem markmiðið var að vera með sem lægst stig. Lið Söru og Björgvin vann sex af átta greinum í Elítu keppni liða og endaði síðan í öðru sæti í hinum tveimur greinunum. Næsta lið á eftir var lið „Marta Piu Due“ sem fékk 35 stig. Marta Piu Due liðið náði þrisvar öðru sæti en var neðar en það í hinum fimm greinunum. Liðið sem endaði í þriðja sæti, „Stranger Things“ náði heldur ekki að vinna grein en endaði með 39 stig eftir að hafa náð öðru sæti í tveimur greinum. Eina liðið sem náði að vinna grein á móti liði Söru og Björgvins var liðið „I Gomorroidi“ sem varð engu að síður að sætta sig við fimmta sætið þrátt fyrir að hafa unnið tvær greinar í keppninni.
CrossFit Tengdar fréttir Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00 Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30 Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00 Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00
Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30
Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00
Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30