Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 15:30 Lionel Messi er á eftir markameti Pele. Getty/Tim Clayton Lionel Messi hefur slegið ófá metin á glæsilegum ferli en Arnar Björnsson komst að því að fleiri met gætu fallið á nýju ári. Það eru fastir liðir eins og venjulega í spænska fótboltanum, Barcelona er á toppnum. Þetta er áttunda árið af síðustu tíu þar sem Katalónarnir eru í efsta sæti þegar nýtt ár gengur í garð. Sjö sinnum af þessum átta skiptum hefur liðið síðan orðið Spánarmeistari. Lionel Messi er markahæstur með 13 mörk, einu marki meira en Karim Benzema hjá Real Madríd og það þrátt fyrir að spila ekki fjóra fyrstu leikina vegna meiðsla. Árið var bara nokkuð þokkalegt hjá honum, hann skoraði 50 mörk. Það er hans næst slakasti árangur undanfarin 10 ár. Fyrir sjö árum skoraði sá argentínski 91 mark en árið áður helmingi færri. Þá urðu mörkin „aðeins“ 45. Messi er þegar búinn að bæta mörg met og það eru fleiri í sjónmáli. Argentínumaðurinn er búinn að skora 618 mörk fyrir Barcelona og vantar 26 í viðbót til að slá met Brasilíumannsins Pele sem skoraði 643 lið fyrir Santos 1956-1974. Messi vantar 62 leiki til að verða sá leikjahæsti í 120 ára sögu Barcelona. Xavi á metið en hann spilaði 767 leiki fyrir Katalóníufélagið. Líklegt má telja að Barcelona komist í meistaradeildina á næstu leiktíð, þá getur Messi jafnað við Ryan Giggs sem skoraði á sextán leiktíðum með Manchester United í deild þeirra bestu. Keppni í La Liga hefst á nýjan leik 4. janúar en þá verður grannaslagurinn í Katalóníu á heimavelli Espanol.Mörk Lionel Messi frá árinu 2010 2010 - 60 mörk = Barcelona (58) + Argentina (2) 2011 - 59 mörk = Barcelona (55) + Argentina (4) 2012 - 91 mark = Barcelona (79) + Argentína (12) 2013 - 45 mörk = Barcelona (39) + Argentína (6) 2014 - 58 mörk = Barcelona (50) + Argentína (8) 2015 - 52 mörk = Barcelona (48) + Argentína (4) 2016 - 59 mörk = Barcelona (51) + Argentína (8) 2017 - 54 mörk = Barcelona (50) + Argentína (4) 2018 - 51 mörk = Barcelona (47) + Argentína (4) 2019 - 50 mörk = Barcelona (45) + Argentína (5)Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um Lionel Messi hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
Lionel Messi hefur slegið ófá metin á glæsilegum ferli en Arnar Björnsson komst að því að fleiri met gætu fallið á nýju ári. Það eru fastir liðir eins og venjulega í spænska fótboltanum, Barcelona er á toppnum. Þetta er áttunda árið af síðustu tíu þar sem Katalónarnir eru í efsta sæti þegar nýtt ár gengur í garð. Sjö sinnum af þessum átta skiptum hefur liðið síðan orðið Spánarmeistari. Lionel Messi er markahæstur með 13 mörk, einu marki meira en Karim Benzema hjá Real Madríd og það þrátt fyrir að spila ekki fjóra fyrstu leikina vegna meiðsla. Árið var bara nokkuð þokkalegt hjá honum, hann skoraði 50 mörk. Það er hans næst slakasti árangur undanfarin 10 ár. Fyrir sjö árum skoraði sá argentínski 91 mark en árið áður helmingi færri. Þá urðu mörkin „aðeins“ 45. Messi er þegar búinn að bæta mörg met og það eru fleiri í sjónmáli. Argentínumaðurinn er búinn að skora 618 mörk fyrir Barcelona og vantar 26 í viðbót til að slá met Brasilíumannsins Pele sem skoraði 643 lið fyrir Santos 1956-1974. Messi vantar 62 leiki til að verða sá leikjahæsti í 120 ára sögu Barcelona. Xavi á metið en hann spilaði 767 leiki fyrir Katalóníufélagið. Líklegt má telja að Barcelona komist í meistaradeildina á næstu leiktíð, þá getur Messi jafnað við Ryan Giggs sem skoraði á sextán leiktíðum með Manchester United í deild þeirra bestu. Keppni í La Liga hefst á nýjan leik 4. janúar en þá verður grannaslagurinn í Katalóníu á heimavelli Espanol.Mörk Lionel Messi frá árinu 2010 2010 - 60 mörk = Barcelona (58) + Argentina (2) 2011 - 59 mörk = Barcelona (55) + Argentina (4) 2012 - 91 mark = Barcelona (79) + Argentína (12) 2013 - 45 mörk = Barcelona (39) + Argentína (6) 2014 - 58 mörk = Barcelona (50) + Argentína (8) 2015 - 52 mörk = Barcelona (48) + Argentína (4) 2016 - 59 mörk = Barcelona (51) + Argentína (8) 2017 - 54 mörk = Barcelona (50) + Argentína (4) 2018 - 51 mörk = Barcelona (47) + Argentína (4) 2019 - 50 mörk = Barcelona (45) + Argentína (5)Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um Lionel Messi hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli
Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira