Litla föndurhornið: Jólapinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. desember 2019 13:00 Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 11. desember sýnir hún hvernig á að gera krúttlega jólapinna. Við gefum Kristbjörgu orðið. Áður en þú lest lengra, þá er rétt að vara þig við. Það er glimmer sem fylgir þessu föndri, mikið glimmer. Þú getur að vísu sleppt því, en endanlega útkoman er miklu krúttlegri með smá glimmeri. En ef þú hefur hugrekkið til að halda áfram, gjörðu svo vel, þú munt ekki sjá eftir því. Ef það eru öryggismyndavélar í Tiger þá vil ég ekki sjá upptökuna af því þegar ég fann þetta apaspil. Ég hef aldrei spilað þetta spil, þetta gæti verið skemmtilegasta spil í heimi, en það var ekki ástæðan fyrir gleðidansinum mínum í miðri búðinni. Ástæðan fyrir honum var að ég vissi að þessir diskar væru fullkomnir i föndrið mitt. Ég byrjaði á að mála þá hvíta, held að það hafi tekið þrjár umferðir svo að apinn hætti að brosa á móti manni. Svo bað ég Google frænda um lollipop munstur, fann rétta munstrið og prentaði það út þannig að myndin var jafn stór disknum. Ég krassaði svo með blýanti aftan á myndina, lagði myndina yfir diskinn og fór með blýantinum yfir línurnar. Núna hljótið þið vera farin að þekkja þessa aðferð. Svo málaði ég annað hvert svæði rautt, og núna þurfti ég bara eina umferð. Þegar allt var orðið vel þurrt þá tók ég límlakkið mitt og fínan málingapensil og fór yfir öll rauðu svæðin. Og, hugrekkið munið þið, áður en lakkið þornaði þá stráði ég rauðu glimmeri yfir. Svo beið ég og beið og beið á meðan lakkið þornaði. Þá burstaði ég allt lausa glimmerið af, og vegna þess að það voru nokkrir helgidagar hjá mér þá endurtók ég þetta tvisvar í viðbót. Svo þegar rauðu svæðin eru þakin glimmeri þá er enn ein umferð af límlakki til að festa allt vel niður. Það næsta sem ég gerði var að taka fínan bor og boraði lítið gat í diskinn, Ég klippti niður grillpinna, setti smá trélím í gatið á diskinum og stakk pinnanum í gatið. Og, til að setja punktinn yfir i-ið, þá endaði ég á smá sellófani og rauðum og hvítum spotta. Svo krúttlegt ekki satt? Og alveg þess virði að leggja í hið stórhættulega efni, glimmer. Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 11. desember sýnir hún hvernig á að gera krúttlega jólapinna. Við gefum Kristbjörgu orðið. Áður en þú lest lengra, þá er rétt að vara þig við. Það er glimmer sem fylgir þessu föndri, mikið glimmer. Þú getur að vísu sleppt því, en endanlega útkoman er miklu krúttlegri með smá glimmeri. En ef þú hefur hugrekkið til að halda áfram, gjörðu svo vel, þú munt ekki sjá eftir því. Ef það eru öryggismyndavélar í Tiger þá vil ég ekki sjá upptökuna af því þegar ég fann þetta apaspil. Ég hef aldrei spilað þetta spil, þetta gæti verið skemmtilegasta spil í heimi, en það var ekki ástæðan fyrir gleðidansinum mínum í miðri búðinni. Ástæðan fyrir honum var að ég vissi að þessir diskar væru fullkomnir i föndrið mitt. Ég byrjaði á að mála þá hvíta, held að það hafi tekið þrjár umferðir svo að apinn hætti að brosa á móti manni. Svo bað ég Google frænda um lollipop munstur, fann rétta munstrið og prentaði það út þannig að myndin var jafn stór disknum. Ég krassaði svo með blýanti aftan á myndina, lagði myndina yfir diskinn og fór með blýantinum yfir línurnar. Núna hljótið þið vera farin að þekkja þessa aðferð. Svo málaði ég annað hvert svæði rautt, og núna þurfti ég bara eina umferð. Þegar allt var orðið vel þurrt þá tók ég límlakkið mitt og fínan málingapensil og fór yfir öll rauðu svæðin. Og, hugrekkið munið þið, áður en lakkið þornaði þá stráði ég rauðu glimmeri yfir. Svo beið ég og beið og beið á meðan lakkið þornaði. Þá burstaði ég allt lausa glimmerið af, og vegna þess að það voru nokkrir helgidagar hjá mér þá endurtók ég þetta tvisvar í viðbót. Svo þegar rauðu svæðin eru þakin glimmeri þá er enn ein umferð af límlakki til að festa allt vel niður. Það næsta sem ég gerði var að taka fínan bor og boraði lítið gat í diskinn, Ég klippti niður grillpinna, setti smá trélím í gatið á diskinum og stakk pinnanum í gatið. Og, til að setja punktinn yfir i-ið, þá endaði ég á smá sellófani og rauðum og hvítum spotta. Svo krúttlegt ekki satt? Og alveg þess virði að leggja í hið stórhættulega efni, glimmer.
Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira