Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2019 20:45 Jólaföndur dagsins 14.desember. Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 14. desember sýnir hún hvernig á að gera þrjár einfaldar heimagerðar jólagjafir. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég elska að fá heimagerðar jólagjafir og í dag ætla ég að sýna ykkur þrjár jólagjafir sem taka engan tíma að útbúa og eru mjög þægilegar fyrir veskið. Það fyrsta sem við ætlum að útbúa er súkkulaðikanna. Það eina sem þú þarft er súkkulaði, sælgætisstafi sem er búið að mylja niður, litla sykurpúða (ég fann ekki litla þannig að ég tók stóra og skar þá niður), siliconform (ég notaði form sem var í laginu eins og jólatré) og litla skeið. Þú bræðir súkkulaðið og setur það í formið, bætir sykurpúðunum og sælgætisstafamulningum við súkkulaðið og stingur skeiðinni svo í miðjuna. Svo þurfa jólatrén að heimsækja ísskápinn í smá stund. Svo er bara að finna sæta jólakönnu, stinga einu jólatré ofan í könnuna, smá sellofan og slaufa. Núna þarf hin heppni viðtakandi bara að hita mjólk, hræra jólatrénu saman við heita mjólkina og voila, heitt súkkulaði. Næsta gjöf sem ég ætla að kenna ykkur að gera er líka heitt súkkulaði en aðeins öðruvísi. Þú þarft þrjár krukkur mismunandi stórar, heitt súkkulaðiduft (til dæmis Swiss Miss), sælgætisstafamulning og sykurpúða. Þú setur mulninginn í minnstu krukkuna, sykurpúðana í næstu krukku og í stærstu krukkuna setur þú súkkulaðiduftið. Ég staflaði krukkunum upp, festi þær saman með heitu límbyssunni minni og skreytti með sellófani og einum sælgætisstaf. Krúttlegt ekki sagt? Síðasta gjöfin sem við ætlum að gera er baðsalt. Það eina sem þú þarft er Epson salt og krukka. Þú setur saltið í krukkuna, og skreytir með skeið. Auðveldari verða gjafirnar ekki. Jæja, ég sagði það, jafnvel þú að þú sért týpan sem reddar öllum jólagjöfunum á aðfangadagsmorgun þá hefur þú samt tíma til að gera að minnsta kosti eina af þessum gjöfum. Hvaða gjöf myndir þú vilja fá? Fyrir mig þá væri það baðsaltið, ég hreinlega dýrka að kveikja á kertum, láta renna í bað, smá baðsalt, himnaríki. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 14. desember sýnir hún hvernig á að gera þrjár einfaldar heimagerðar jólagjafir. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég elska að fá heimagerðar jólagjafir og í dag ætla ég að sýna ykkur þrjár jólagjafir sem taka engan tíma að útbúa og eru mjög þægilegar fyrir veskið. Það fyrsta sem við ætlum að útbúa er súkkulaðikanna. Það eina sem þú þarft er súkkulaði, sælgætisstafi sem er búið að mylja niður, litla sykurpúða (ég fann ekki litla þannig að ég tók stóra og skar þá niður), siliconform (ég notaði form sem var í laginu eins og jólatré) og litla skeið. Þú bræðir súkkulaðið og setur það í formið, bætir sykurpúðunum og sælgætisstafamulningum við súkkulaðið og stingur skeiðinni svo í miðjuna. Svo þurfa jólatrén að heimsækja ísskápinn í smá stund. Svo er bara að finna sæta jólakönnu, stinga einu jólatré ofan í könnuna, smá sellofan og slaufa. Núna þarf hin heppni viðtakandi bara að hita mjólk, hræra jólatrénu saman við heita mjólkina og voila, heitt súkkulaði. Næsta gjöf sem ég ætla að kenna ykkur að gera er líka heitt súkkulaði en aðeins öðruvísi. Þú þarft þrjár krukkur mismunandi stórar, heitt súkkulaðiduft (til dæmis Swiss Miss), sælgætisstafamulning og sykurpúða. Þú setur mulninginn í minnstu krukkuna, sykurpúðana í næstu krukku og í stærstu krukkuna setur þú súkkulaðiduftið. Ég staflaði krukkunum upp, festi þær saman með heitu límbyssunni minni og skreytti með sellófani og einum sælgætisstaf. Krúttlegt ekki sagt? Síðasta gjöfin sem við ætlum að gera er baðsalt. Það eina sem þú þarft er Epson salt og krukka. Þú setur saltið í krukkuna, og skreytir með skeið. Auðveldari verða gjafirnar ekki. Jæja, ég sagði það, jafnvel þú að þú sért týpan sem reddar öllum jólagjöfunum á aðfangadagsmorgun þá hefur þú samt tíma til að gera að minnsta kosti eina af þessum gjöfum. Hvaða gjöf myndir þú vilja fá? Fyrir mig þá væri það baðsaltið, ég hreinlega dýrka að kveikja á kertum, láta renna í bað, smá baðsalt, himnaríki.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00