Ejub flutti frá Reykjavík til Ólafsvíkur vegna spilafíknar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2019 08:00 Ejub kom fyrst hingað til lands 1992 og hefur verið hér síðan þá. vísir/bára Ejub Purisevic, sem hætti sem þjálfari Víkings Ó. í haust eftir að hafa starfað hjá félaginu síðan 2003, var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Ejub fór um víðan völl í viðtalinu og greindi m.a. frá því að hann hefði glímt við spilafíkn áður en hann fór til Ólafsvíkur. „Ég hef aldrei sagt frá þessu. Ég er þannig manneskja ég þurfti alltaf að finna lausnir á einhverjum hlutum. Á þessum tíma, sérstaklega eftir dvölina hjá Val, var ég rosalega mikið í spilakössum,“ sagði Ejub. „Ég spilaði rosalega mikið og ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað. Ég átti konu og litla stelpu og ákvað að fara frá Reykjavík. Það kom ekki til greina að fara í meðferð. Þetta veit enginn nema konan mín. Þetta var til að byrja með stærsta ástæðan af hverju ég fór frá Reykjavík til Ólafsvíkur.“ Ejub segist hafa náð bata eftir að hann kom til Ólafsvíkur og kveðst afar þakklátur samfélaginu þar. „Ég reyndi að laga hlutina. Það tók nokkurn tíma. Ég setti ekki krónu í spilakassa í 10-12 ár. Ég var rosalega ánægður að ég gat unnið í sjálfum mér og lagað hluti í kringum mig. Þetta var þess virði fyrir utan fótboltann. Ég á í dag þrjú börn og æðislega fjölskyldu,“ sagði Ejub. „Ég hugsaði að ég þyrfti að gera eitthvað og taka á málunum. Ég þurfti að halda utan fjölskylduna. Þegar ég horfi til baka er ég rosalega þakklátur konunni minni og samfélaginu í Ólafsvík.“ Brotið úr viðtalinu þar sem Ejub ræðir spilafíknina má hlusta á hér fyrir neðan. Klippa: Ejub ræðir spilafíkn Í viðtalinu ræðir Ejub einnig um ástæðu þess að hann kom til Íslands á sínum tíma, stríðið í gömlu Júgóslavíu, leikmannaferilinn, árin á Hornafirði og hjá Val og tímann hjá Víkingi Ó. Sem hann kom tvisvar upp í efstu deild. Ejub starfar í dag sem þjálfari 3. flokks karla hjá Stjörnunni auk þess að stýra hæfileikamótun 2.-4. flokks hjá félaginu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ejub Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Ejub Purisevic, sem hætti sem þjálfari Víkings Ó. í haust eftir að hafa starfað hjá félaginu síðan 2003, var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Ejub fór um víðan völl í viðtalinu og greindi m.a. frá því að hann hefði glímt við spilafíkn áður en hann fór til Ólafsvíkur. „Ég hef aldrei sagt frá þessu. Ég er þannig manneskja ég þurfti alltaf að finna lausnir á einhverjum hlutum. Á þessum tíma, sérstaklega eftir dvölina hjá Val, var ég rosalega mikið í spilakössum,“ sagði Ejub. „Ég spilaði rosalega mikið og ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað. Ég átti konu og litla stelpu og ákvað að fara frá Reykjavík. Það kom ekki til greina að fara í meðferð. Þetta veit enginn nema konan mín. Þetta var til að byrja með stærsta ástæðan af hverju ég fór frá Reykjavík til Ólafsvíkur.“ Ejub segist hafa náð bata eftir að hann kom til Ólafsvíkur og kveðst afar þakklátur samfélaginu þar. „Ég reyndi að laga hlutina. Það tók nokkurn tíma. Ég setti ekki krónu í spilakassa í 10-12 ár. Ég var rosalega ánægður að ég gat unnið í sjálfum mér og lagað hluti í kringum mig. Þetta var þess virði fyrir utan fótboltann. Ég á í dag þrjú börn og æðislega fjölskyldu,“ sagði Ejub. „Ég hugsaði að ég þyrfti að gera eitthvað og taka á málunum. Ég þurfti að halda utan fjölskylduna. Þegar ég horfi til baka er ég rosalega þakklátur konunni minni og samfélaginu í Ólafsvík.“ Brotið úr viðtalinu þar sem Ejub ræðir spilafíknina má hlusta á hér fyrir neðan. Klippa: Ejub ræðir spilafíkn Í viðtalinu ræðir Ejub einnig um ástæðu þess að hann kom til Íslands á sínum tíma, stríðið í gömlu Júgóslavíu, leikmannaferilinn, árin á Hornafirði og hjá Val og tímann hjá Víkingi Ó. Sem hann kom tvisvar upp í efstu deild. Ejub starfar í dag sem þjálfari 3. flokks karla hjá Stjörnunni auk þess að stýra hæfileikamótun 2.-4. flokks hjá félaginu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ejub
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira