Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:59 Börnin fundust yfirgefin í götunni Park Allé í Árósum. Østjyllands Politi Einn er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja ungra barna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Lögregla handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. Vegfarandi sem gekk fram á börnin lýsir því að þau hafi verið upplitsdjörf og klædd í fín og heil föt. Þá geti það varla verið að börnin hafi staðið lengi yfirgefin úti á götu. Lögreglu grunar að börnin, sem talin eru vera frá Afganistan, hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Þá hafi verið rætt við nokkrar manneskjur sem kunni að tengjast börnunum. Foreldrar þeirra hafa þó enn ekki fundist og þá hefur ekki fengist staðfest hvort börnin tengist fjölskylduböndum. Danska ríkisútvarpið DR ræðir við tvo menn, vinina Claus Vitved og Jens Andersen, sem gengu fram á börnin um klukkan hálf sjö síðdegis á laugardag. Vitved lýsir því að þeir hafi í raun verið komnir fram hjá börnunum þegar hann fékk bakþanka og ákvað að huga að þeim. Drengurinn er talinn um tveggja og hálfs árs en stúlkan er ársgömul. Vitved segir að drengurinn hafi verið að sniglast í kringum barnavagn sem stúlkan var í. Bæði hafi börnin litið vel út, virst vel upplögð og verið klædd í fín og heil föt. „Honum [drengnum] var mjög umhugað um litlu systur og gaf henni snuð. Ég held að það geti ekki verið að börnin hafi staðið þarna lengi, vegna þess að smábörn verða pirruð ef þau eru látin standa í tvo tíma.“ Vinirnir reyndu í kjölfarið að finna foreldra barnanna en án árangurs. Að endingu var hringt á lögreglu og börnunum síðar komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum. Þar dvelja þau nú í góðu yfirlæti, að sögn lögreglu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna málsins í Árósum nú síðdegis. Danmörk Tengdar fréttir Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Einn er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja ungra barna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Lögregla handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. Vegfarandi sem gekk fram á börnin lýsir því að þau hafi verið upplitsdjörf og klædd í fín og heil föt. Þá geti það varla verið að börnin hafi staðið lengi yfirgefin úti á götu. Lögreglu grunar að börnin, sem talin eru vera frá Afganistan, hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Þá hafi verið rætt við nokkrar manneskjur sem kunni að tengjast börnunum. Foreldrar þeirra hafa þó enn ekki fundist og þá hefur ekki fengist staðfest hvort börnin tengist fjölskylduböndum. Danska ríkisútvarpið DR ræðir við tvo menn, vinina Claus Vitved og Jens Andersen, sem gengu fram á börnin um klukkan hálf sjö síðdegis á laugardag. Vitved lýsir því að þeir hafi í raun verið komnir fram hjá börnunum þegar hann fékk bakþanka og ákvað að huga að þeim. Drengurinn er talinn um tveggja og hálfs árs en stúlkan er ársgömul. Vitved segir að drengurinn hafi verið að sniglast í kringum barnavagn sem stúlkan var í. Bæði hafi börnin litið vel út, virst vel upplögð og verið klædd í fín og heil föt. „Honum [drengnum] var mjög umhugað um litlu systur og gaf henni snuð. Ég held að það geti ekki verið að börnin hafi staðið þarna lengi, vegna þess að smábörn verða pirruð ef þau eru látin standa í tvo tíma.“ Vinirnir reyndu í kjölfarið að finna foreldra barnanna en án árangurs. Að endingu var hringt á lögreglu og börnunum síðar komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum. Þar dvelja þau nú í góðu yfirlæti, að sögn lögreglu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna málsins í Árósum nú síðdegis.
Danmörk Tengdar fréttir Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30