Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:59 Börnin fundust yfirgefin í götunni Park Allé í Árósum. Østjyllands Politi Einn er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja ungra barna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Lögregla handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. Vegfarandi sem gekk fram á börnin lýsir því að þau hafi verið upplitsdjörf og klædd í fín og heil föt. Þá geti það varla verið að börnin hafi staðið lengi yfirgefin úti á götu. Lögreglu grunar að börnin, sem talin eru vera frá Afganistan, hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Þá hafi verið rætt við nokkrar manneskjur sem kunni að tengjast börnunum. Foreldrar þeirra hafa þó enn ekki fundist og þá hefur ekki fengist staðfest hvort börnin tengist fjölskylduböndum. Danska ríkisútvarpið DR ræðir við tvo menn, vinina Claus Vitved og Jens Andersen, sem gengu fram á börnin um klukkan hálf sjö síðdegis á laugardag. Vitved lýsir því að þeir hafi í raun verið komnir fram hjá börnunum þegar hann fékk bakþanka og ákvað að huga að þeim. Drengurinn er talinn um tveggja og hálfs árs en stúlkan er ársgömul. Vitved segir að drengurinn hafi verið að sniglast í kringum barnavagn sem stúlkan var í. Bæði hafi börnin litið vel út, virst vel upplögð og verið klædd í fín og heil föt. „Honum [drengnum] var mjög umhugað um litlu systur og gaf henni snuð. Ég held að það geti ekki verið að börnin hafi staðið þarna lengi, vegna þess að smábörn verða pirruð ef þau eru látin standa í tvo tíma.“ Vinirnir reyndu í kjölfarið að finna foreldra barnanna en án árangurs. Að endingu var hringt á lögreglu og börnunum síðar komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum. Þar dvelja þau nú í góðu yfirlæti, að sögn lögreglu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna málsins í Árósum nú síðdegis. Danmörk Tengdar fréttir Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Einn er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja ungra barna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Lögregla handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. Vegfarandi sem gekk fram á börnin lýsir því að þau hafi verið upplitsdjörf og klædd í fín og heil föt. Þá geti það varla verið að börnin hafi staðið lengi yfirgefin úti á götu. Lögreglu grunar að börnin, sem talin eru vera frá Afganistan, hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Þá hafi verið rætt við nokkrar manneskjur sem kunni að tengjast börnunum. Foreldrar þeirra hafa þó enn ekki fundist og þá hefur ekki fengist staðfest hvort börnin tengist fjölskylduböndum. Danska ríkisútvarpið DR ræðir við tvo menn, vinina Claus Vitved og Jens Andersen, sem gengu fram á börnin um klukkan hálf sjö síðdegis á laugardag. Vitved lýsir því að þeir hafi í raun verið komnir fram hjá börnunum þegar hann fékk bakþanka og ákvað að huga að þeim. Drengurinn er talinn um tveggja og hálfs árs en stúlkan er ársgömul. Vitved segir að drengurinn hafi verið að sniglast í kringum barnavagn sem stúlkan var í. Bæði hafi börnin litið vel út, virst vel upplögð og verið klædd í fín og heil föt. „Honum [drengnum] var mjög umhugað um litlu systur og gaf henni snuð. Ég held að það geti ekki verið að börnin hafi staðið þarna lengi, vegna þess að smábörn verða pirruð ef þau eru látin standa í tvo tíma.“ Vinirnir reyndu í kjölfarið að finna foreldra barnanna en án árangurs. Að endingu var hringt á lögreglu og börnunum síðar komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum. Þar dvelja þau nú í góðu yfirlæti, að sögn lögreglu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna málsins í Árósum nú síðdegis.
Danmörk Tengdar fréttir Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30