Drew Brees vann kapphlaupið við Brady og bætti eftirsótt met Manning í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 16:30 Þetta var einstaklega gott kvöld fyrir Drew Brees Getty/Jonathan Bachman Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill. NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill.
NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira