Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. desember 2019 13:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 17. desember sýnir hún hvernig á að gera ótrúlega einfaldar skreytingar með krukkum og könglum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.Mynd/Vísir Munið þið hvernig það var þegar þið voruð krakkar, þegar það fór að nálgast jólin og hver klukkustund virtist líða eins og heill dagur? Jæja, ég man eftir því og þess vegna ætla ég að hjálpa ykkur að hjálpa krökkunum til að eyða smá tíma. Það helsta sem þú þarft fyrir þetta föndur eru könglar, gervisnjór, smá spotti, skraut, límbyssan, límlakk (Mod podge) og batterískerti. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju en það kemur bara í ljós. Byrjum á aflöngu krukkunni. Ég setti límlakk á efri helming krukkurnar og stráði svo sykri yfir. Já, þið lásuð rétt, ég sagði sykur. Ég hefði viljað glimmer en ég átti ekkert hvítt glimmer þannig að ég tók það næst besta. Ég tók spotta og vafði nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni og batt svo hnút. Ég valdi tvo köngla af minni gerðinni og límdi þá á sinn hvorn endann á reipinu. Svo bætti ég við smá skrauti. Æi, fyrirgefið, ég er orðin svo vön því að nota límbyssuna mína að ég man ekki eftir því að taka það fram að ég er að nota hana. Svo setti ég smá gervisnjó í botninn á krukkunni áður en ég stakk batterískertinu þangað. Dálítið sætt ekki satt? Og tók enga stund, ekki satt? Allt í lagi, krukka tvö. Þetta er jafnvel ennþá auðveldara ef þið getið trúað því. Ég byrjaði á því að mála lokið á krukkunni hvítt. Ég mæli með kalkmálningu fyrir þetta, eða spreymálningu (venjuleg acryl málning tollir ekki vel við málmlokið). Svo, á meðan ég hafði ennþá smá málningu á penslinum þá fór ég létt yfir köngulinn, eins og snjór. Ég límdi svo köngulinn á mitt innanvert lokið og setti gervisnjó í krukkuna. Ég lokaði svo krukkunni, sneri henni við, batt reipi nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni, bjó til slaufu og þú ert kominn með köngul í snjóstormi. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 17. desember sýnir hún hvernig á að gera ótrúlega einfaldar skreytingar með krukkum og könglum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.Mynd/Vísir Munið þið hvernig það var þegar þið voruð krakkar, þegar það fór að nálgast jólin og hver klukkustund virtist líða eins og heill dagur? Jæja, ég man eftir því og þess vegna ætla ég að hjálpa ykkur að hjálpa krökkunum til að eyða smá tíma. Það helsta sem þú þarft fyrir þetta föndur eru könglar, gervisnjór, smá spotti, skraut, límbyssan, límlakk (Mod podge) og batterískerti. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju en það kemur bara í ljós. Byrjum á aflöngu krukkunni. Ég setti límlakk á efri helming krukkurnar og stráði svo sykri yfir. Já, þið lásuð rétt, ég sagði sykur. Ég hefði viljað glimmer en ég átti ekkert hvítt glimmer þannig að ég tók það næst besta. Ég tók spotta og vafði nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni og batt svo hnút. Ég valdi tvo köngla af minni gerðinni og límdi þá á sinn hvorn endann á reipinu. Svo bætti ég við smá skrauti. Æi, fyrirgefið, ég er orðin svo vön því að nota límbyssuna mína að ég man ekki eftir því að taka það fram að ég er að nota hana. Svo setti ég smá gervisnjó í botninn á krukkunni áður en ég stakk batterískertinu þangað. Dálítið sætt ekki satt? Og tók enga stund, ekki satt? Allt í lagi, krukka tvö. Þetta er jafnvel ennþá auðveldara ef þið getið trúað því. Ég byrjaði á því að mála lokið á krukkunni hvítt. Ég mæli með kalkmálningu fyrir þetta, eða spreymálningu (venjuleg acryl málning tollir ekki vel við málmlokið). Svo, á meðan ég hafði ennþá smá málningu á penslinum þá fór ég létt yfir köngulinn, eins og snjór. Ég límdi svo köngulinn á mitt innanvert lokið og setti gervisnjó í krukkuna. Ég lokaði svo krukkunni, sneri henni við, batt reipi nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni, bjó til slaufu og þú ert kominn með köngul í snjóstormi.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00
Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45