Sportpakkinn: Buffon jafnaði met en ótrúlegt NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 11:00 Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær. Getty/Paolo Rattini Cristiano Ronaldo hefur kannski verið óvenjulítið í umræðunni að undanförnu en það breyttist í gærkvöldi þegar magnað skallamark hans kom Juventus aftur í toppsæti deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði leikinn og þetta mark Cristiano Ronaldo sem svo margir eru að tala um. Gianluigi Buffon var með fyrirliðaband Juventus en hann jafnaði í gær leikjamet Paulo Maldini, lék 647. leikinn í serie A og bætti leikjamet Alessandro Del Piero hjá félaginu, en leikurinn í gær var númer 479 fyrir Juventus. Knattspyrnustjórarnir Maurizio Sarri og Claudio Ranieri féllust í faðma fyrir leik, þjálfaraferill beggja er orðinn langur. Ranieri tók við Sampdoria í október, þriðja liðið sem hann stýrir á þessu ári. Það var kraftur í Ítalíumeisturunum og á 19. mínútu sendi Alex Sandro á Paulo Dybala sem þrumaði boltanum í markið. Frábært mark hjá Argentínumanninum, hans fimmta í deildinni í vetur. Hann skoraði 5 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð en 22 í 33 leikjum á þar síðustu leiktíð. Tíu mínútum fyrir leikhlé var Alex Sandro fullkærulaus, Nicola Murru hirti boltann af honum og Gianluca Caprari jafnaði metin með föstu skoti úr vítateignum. Skömmu áður en flautað var til leikhlés skoraði Cristiano Ronaldo stórkostlegt mark. Alex Sandro sendi fyrir og Portúgalinn 71 sentimetra upp í loftið og þegar hann skallaði boltann var hann tveimur metrum og 56 sentimetrum frá jörðu og hékk í loftinu í eina og hálfa sekúndu. Eftir leikinn var hann spurður um markið, hann var undrandi á því lengi hann var í loftinu en kátur með að hafa hjálpað liðinu að ná í stigin þrjú. Claudio Ranieri sagðist aðeins sjá svona tilþrif í NBA körfuboltanum: „Það er ekkert hægt að segja annað en að óska honum til hamingju,“ sagði Ranieri. Ronaldo kom boltanum í markið á 89. mínútu en var dæmdur rangstæður og fékk því ekki 11. markið í deildinni skráð í kladdann. Í uppbótatíma var markaskorari Sampdoria, Gianluca Caprari rekinn af velli eftir að hafa gefið Merih Demiral olnbogaskot. Juventus mætir Lazio í ítalska ofurbikarnum í Riyad í Sádi Arabíu á sunnudag. Inter getur jafnað við Juventus með sigri á Genoa á laugardaginn. Það má frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur kannski verið óvenjulítið í umræðunni að undanförnu en það breyttist í gærkvöldi þegar magnað skallamark hans kom Juventus aftur í toppsæti deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði leikinn og þetta mark Cristiano Ronaldo sem svo margir eru að tala um. Gianluigi Buffon var með fyrirliðaband Juventus en hann jafnaði í gær leikjamet Paulo Maldini, lék 647. leikinn í serie A og bætti leikjamet Alessandro Del Piero hjá félaginu, en leikurinn í gær var númer 479 fyrir Juventus. Knattspyrnustjórarnir Maurizio Sarri og Claudio Ranieri féllust í faðma fyrir leik, þjálfaraferill beggja er orðinn langur. Ranieri tók við Sampdoria í október, þriðja liðið sem hann stýrir á þessu ári. Það var kraftur í Ítalíumeisturunum og á 19. mínútu sendi Alex Sandro á Paulo Dybala sem þrumaði boltanum í markið. Frábært mark hjá Argentínumanninum, hans fimmta í deildinni í vetur. Hann skoraði 5 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð en 22 í 33 leikjum á þar síðustu leiktíð. Tíu mínútum fyrir leikhlé var Alex Sandro fullkærulaus, Nicola Murru hirti boltann af honum og Gianluca Caprari jafnaði metin með föstu skoti úr vítateignum. Skömmu áður en flautað var til leikhlés skoraði Cristiano Ronaldo stórkostlegt mark. Alex Sandro sendi fyrir og Portúgalinn 71 sentimetra upp í loftið og þegar hann skallaði boltann var hann tveimur metrum og 56 sentimetrum frá jörðu og hékk í loftinu í eina og hálfa sekúndu. Eftir leikinn var hann spurður um markið, hann var undrandi á því lengi hann var í loftinu en kátur með að hafa hjálpað liðinu að ná í stigin þrjú. Claudio Ranieri sagðist aðeins sjá svona tilþrif í NBA körfuboltanum: „Það er ekkert hægt að segja annað en að óska honum til hamingju,“ sagði Ranieri. Ronaldo kom boltanum í markið á 89. mínútu en var dæmdur rangstæður og fékk því ekki 11. markið í deildinni skráð í kladdann. Í uppbótatíma var markaskorari Sampdoria, Gianluca Caprari rekinn af velli eftir að hafa gefið Merih Demiral olnbogaskot. Juventus mætir Lazio í ítalska ofurbikarnum í Riyad í Sádi Arabíu á sunnudag. Inter getur jafnað við Juventus með sigri á Genoa á laugardaginn. Það má frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira