Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 16:30 Mohamed Salah var valinn maður leiksins en hér fagnar hann öðru markinu með liðsfélögum sínum í Liverpool. Getty/Marcio Machado Liverpool varð í gær fyrsta enska félagið til að komast í tvo úrslitaleiki í heimsmeistarakeppni félagsliða og er einu skrefi nær því að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn. Arnar Björnsson skoðaði viðtöl við nokkra Liverpool menn eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum á móti Monterrey. „Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist að leikurinn færi í framlengingu en var kátur þegar Bobby skoraði,“ sagði Jürgen Klopp, kátur knattspyrnustjóri Liverpool eftir 2-1 sigur á mexíkóska liðinu Monterrey. Naby Keita kom Liverpool yfir á 12. mínútu. „Naby getur skorað. Hann hefur ekki spilað það marga leiki fyrir okkur en hann er búinn að skora nokkur þýðingarmikil mörk. Markið hans var frábært og ég er viss um að hann á eftir að skora mörg í viðbót,“ sagði Jürgen Klopp. Mohamed Salah var valinn maður leiksins. „Ég held að það hafi bara verið Egyptar á vellinum, ég gat ekki betur heyrt annað í dag. Þegar ég finn stuðning þeirra þá er ég ánægður og ég er glaður þegar ég heyri stuðningsmennina kalla nafnið mitt,“ sagði Mohamed Salah. Alisson Becker varði vel í markinu. „Ég varði nokkrum sinnum en það er jú hlutverk mitt. Við áttum í smá basli vegna þess að margir leikmenn eru meiddir. Það er erfitt fyrir miðjumann að spila í miðvarðarstöðunni en mér fannst Jordan Henderson standa sig vel. Úrslitaleikurinn verður öðruvísi. Við vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum. Við viljum vinna heimsmeistaratitilinn, hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Alisson Becker. Fabinho og Georginio Wijnaldum eru sjúkralistanum og Jordan Henderson þurfti að leysa Virgil van Dijk af í miðvarðarstöðunni og Alex Oxlade-Chamberlain lék á miðjunni. „Þetta var erfiður leikur. Andlega urðum við að vera klárir og máttum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni. Þetta er undarleg staða, fullt af leikjum í úrvalsdeildinni í rigningu og skítakulda. Koma svo hingað í hlýrra veður í viku, þetta er meira eins og á undirbúningstímanum. Auðvitað ætluðum við að vinna Monterrey en við vissum að það yrði ekki auðvelt,“ sagði Alex Oxlade-Chamberlain. Liverpool hefur oft skorað sigurmarkið í lok leikja, eins og raunin varð á í gær. „Við höfum gert þetta margoft. Það hjálpar að hafa Sadio Mane, Roberto Firmino og Trent Alexander á bekknum. Þeir komu inn á og það hjálpar og sjálfstraustið verður meira. Með svona gæða leikmenn vitum við að eitt færi gæti dugað og Bobby kláraði þetta í dag. Það stóðu sig allir vel í leiknum en hrós á Monterrey. Þetta var ekki auðvelt og erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Oxlade-Chamberlain. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira
Liverpool varð í gær fyrsta enska félagið til að komast í tvo úrslitaleiki í heimsmeistarakeppni félagsliða og er einu skrefi nær því að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn. Arnar Björnsson skoðaði viðtöl við nokkra Liverpool menn eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum á móti Monterrey. „Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist að leikurinn færi í framlengingu en var kátur þegar Bobby skoraði,“ sagði Jürgen Klopp, kátur knattspyrnustjóri Liverpool eftir 2-1 sigur á mexíkóska liðinu Monterrey. Naby Keita kom Liverpool yfir á 12. mínútu. „Naby getur skorað. Hann hefur ekki spilað það marga leiki fyrir okkur en hann er búinn að skora nokkur þýðingarmikil mörk. Markið hans var frábært og ég er viss um að hann á eftir að skora mörg í viðbót,“ sagði Jürgen Klopp. Mohamed Salah var valinn maður leiksins. „Ég held að það hafi bara verið Egyptar á vellinum, ég gat ekki betur heyrt annað í dag. Þegar ég finn stuðning þeirra þá er ég ánægður og ég er glaður þegar ég heyri stuðningsmennina kalla nafnið mitt,“ sagði Mohamed Salah. Alisson Becker varði vel í markinu. „Ég varði nokkrum sinnum en það er jú hlutverk mitt. Við áttum í smá basli vegna þess að margir leikmenn eru meiddir. Það er erfitt fyrir miðjumann að spila í miðvarðarstöðunni en mér fannst Jordan Henderson standa sig vel. Úrslitaleikurinn verður öðruvísi. Við vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum. Við viljum vinna heimsmeistaratitilinn, hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Alisson Becker. Fabinho og Georginio Wijnaldum eru sjúkralistanum og Jordan Henderson þurfti að leysa Virgil van Dijk af í miðvarðarstöðunni og Alex Oxlade-Chamberlain lék á miðjunni. „Þetta var erfiður leikur. Andlega urðum við að vera klárir og máttum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni. Þetta er undarleg staða, fullt af leikjum í úrvalsdeildinni í rigningu og skítakulda. Koma svo hingað í hlýrra veður í viku, þetta er meira eins og á undirbúningstímanum. Auðvitað ætluðum við að vinna Monterrey en við vissum að það yrði ekki auðvelt,“ sagði Alex Oxlade-Chamberlain. Liverpool hefur oft skorað sigurmarkið í lok leikja, eins og raunin varð á í gær. „Við höfum gert þetta margoft. Það hjálpar að hafa Sadio Mane, Roberto Firmino og Trent Alexander á bekknum. Þeir komu inn á og það hjálpar og sjálfstraustið verður meira. Með svona gæða leikmenn vitum við að eitt færi gæti dugað og Bobby kláraði þetta í dag. Það stóðu sig allir vel í leiknum en hrós á Monterrey. Þetta var ekki auðvelt og erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Oxlade-Chamberlain. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn