20 mínútna hreyfing á dag stórminnkar líkur á blöðruhálskrabbameini Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2019 20:00 Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið sem karlmenn glíma við á Íslandi. Getty/James Benet Tuttugu mínútna hreyfing á dag getur minnkað líkur á því að karlmenn þrói með sér krabbamein í blöðruhálskirtli um 51 prósent samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Aldrei of seint að byrja að hreyfa sig segir doktor í lýðheilsu og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu um rannsóknina.Fjallað var um rannsóknina í Reykjavík síðdegis í dag en hún birtist fyrr í mánuðinum í International Journal of Epidemiology, alþjóðlegu fræðitímariti faraldsfræðinga. Jóhanna Eyrún Torfadóttir doktor í lýðheilsu og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu var fengin til að ræða rannsóknina.„Þeir eru að sérstaklega skoða þá sem hreyfa sig mikið á móti þeim sem hreyfa sig mjög lítið,“ sagði Jóhanna. Niðurstöðurnar væru þær að þeir sem eru í hópnum sem hreyfa sig mikið minnka líkurnar á því að fá blöðruhálskrabbamein, algengasta krabbamein í körlum á Íslandi, um 51 prósent. Svo virðist sem að ekki þurfi mjög mikla hreyfingu til. „Þetta eru karlar á miðjum aldri og hreyfing. Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari. Þetta er svona ca. 20 mínútur á dag. Bara að ganga, þessi hóflega hreyfing sem er bara mælt með,“ segir Jóhanna. Aðspurð um hvað það væri við hreyfinguna sem gæti haft þessi áhrif sagði Jóhanna að ýmsir þættir kæmu til.„Til dæmis það að það eru minni bólgur í líkamanum ef við hreyfum okkur reglulega,“ sagði hún. „Svo hefur þetta þessu óbeinu áhrif á þyngdina okkar. Það hefur verið það eiginleg það eina lífstílstengda sem hefur verið tengd við krabbamein í blöðruhálskirtli, er einmitt að vera of þungur.“Hafa verður þó í huga að tuttugu mínútna hreyfing gulltryggi ekki að karlmenn geti verið óttalausir gagnvart blöðruhálskrabbameini.„Það er aldrei þannig að við getum sagt að ef þú gerir þetta þá muntu ekki krabbamein. Það eru minni líkur og þetta er alltaf rannsóknarhópur fólks. Við sjáum auðvitað líka að þeir sem eru að hreyfa sig eru líka að fá krabbamein en það eru færri í þeim hópi, mun færri,“ segir hún.Engu að síður sýni rannsóknin að hreyfing sé af hinu góða.„Þetta er bresk rannsókn. Þar er venjujulega einn á móti sex sem eru að fá krabbamein í blöðruhálskirtli einhvern tímann um ævina. En ef að þú værir með hóp af mönnum sem væru allir að hreyfa sig mikið þá er það einn á móti tólf.“ Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Tuttugu mínútna hreyfing á dag getur minnkað líkur á því að karlmenn þrói með sér krabbamein í blöðruhálskirtli um 51 prósent samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Aldrei of seint að byrja að hreyfa sig segir doktor í lýðheilsu og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu um rannsóknina.Fjallað var um rannsóknina í Reykjavík síðdegis í dag en hún birtist fyrr í mánuðinum í International Journal of Epidemiology, alþjóðlegu fræðitímariti faraldsfræðinga. Jóhanna Eyrún Torfadóttir doktor í lýðheilsu og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu var fengin til að ræða rannsóknina.„Þeir eru að sérstaklega skoða þá sem hreyfa sig mikið á móti þeim sem hreyfa sig mjög lítið,“ sagði Jóhanna. Niðurstöðurnar væru þær að þeir sem eru í hópnum sem hreyfa sig mikið minnka líkurnar á því að fá blöðruhálskrabbamein, algengasta krabbamein í körlum á Íslandi, um 51 prósent. Svo virðist sem að ekki þurfi mjög mikla hreyfingu til. „Þetta eru karlar á miðjum aldri og hreyfing. Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari. Þetta er svona ca. 20 mínútur á dag. Bara að ganga, þessi hóflega hreyfing sem er bara mælt með,“ segir Jóhanna. Aðspurð um hvað það væri við hreyfinguna sem gæti haft þessi áhrif sagði Jóhanna að ýmsir þættir kæmu til.„Til dæmis það að það eru minni bólgur í líkamanum ef við hreyfum okkur reglulega,“ sagði hún. „Svo hefur þetta þessu óbeinu áhrif á þyngdina okkar. Það hefur verið það eiginleg það eina lífstílstengda sem hefur verið tengd við krabbamein í blöðruhálskirtli, er einmitt að vera of þungur.“Hafa verður þó í huga að tuttugu mínútna hreyfing gulltryggi ekki að karlmenn geti verið óttalausir gagnvart blöðruhálskrabbameini.„Það er aldrei þannig að við getum sagt að ef þú gerir þetta þá muntu ekki krabbamein. Það eru minni líkur og þetta er alltaf rannsóknarhópur fólks. Við sjáum auðvitað líka að þeir sem eru að hreyfa sig eru líka að fá krabbamein en það eru færri í þeim hópi, mun færri,“ segir hún.Engu að síður sýni rannsóknin að hreyfing sé af hinu góða.„Þetta er bresk rannsókn. Þar er venjujulega einn á móti sex sem eru að fá krabbamein í blöðruhálskirtli einhvern tímann um ævina. En ef að þú værir með hóp af mönnum sem væru allir að hreyfa sig mikið þá er það einn á móti tólf.“
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira