Hvar er best að búa? Staðan á draumahúsinu á Balí Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2019 10:30 Orri og Kristín byggja hús á Balí. Land er dýrt á Balí en byggingarkostnaður er mjög lágur, segir Orri Helgason og Kristín Maríella Friðjónsdóttir sem fylgst var með í 4. þætti af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í á sunnudagskvöldið. Orri slær á að byggingarkostnaður á Balí sé um það bil 20% af því sem hann er á Íslandi. Miðað við þær upplýsingar sem hægt er að nálgast hér á landi um byggingarkostnað sérbýla, án lóðar, í Reykjavík árið 2018, mætti leiða líkur að því að þau geti byggt sér þetta 220 fermetra hús með sundlaug á um 16 milljónir. Þegar Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður heimsóttu Kristínu og Orra um miðjan október stefndu þau á að flytja inn mánuði síðar. Það hefur ekki gengið eftir - enda voru æði mörg handtök þá eftir í húsinu - en eins og sjá má í myndskeiðinu sem hér fylgir þá hefur heilmikið gerst á þeim eina og hálfa mánuði sem liðinn er. Þau reikna þó fastlega með því að geta flutt inn fyrir jól. Klippa: Orri og Kristín byggja draumahúsið á Balí Þegar Lóa ræddi við fjölskylduna átti að vera um mánuður eftir af framkvæmdum á Balí. Það hefur örlítið dregist á langinn og vonast þau til að komast inn fyrir jól.Þátturinn var fjórði í röðinni af 8 þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir ásamt myndatökumanni, fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Næstu fjórir verða sýndir eftir jól, sá fyrsti 12. janúar. Í þáttunum sem eftir eru heimsækja þau Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Land er dýrt á Balí en byggingarkostnaður er mjög lágur, segir Orri Helgason og Kristín Maríella Friðjónsdóttir sem fylgst var með í 4. þætti af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í á sunnudagskvöldið. Orri slær á að byggingarkostnaður á Balí sé um það bil 20% af því sem hann er á Íslandi. Miðað við þær upplýsingar sem hægt er að nálgast hér á landi um byggingarkostnað sérbýla, án lóðar, í Reykjavík árið 2018, mætti leiða líkur að því að þau geti byggt sér þetta 220 fermetra hús með sundlaug á um 16 milljónir. Þegar Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður heimsóttu Kristínu og Orra um miðjan október stefndu þau á að flytja inn mánuði síðar. Það hefur ekki gengið eftir - enda voru æði mörg handtök þá eftir í húsinu - en eins og sjá má í myndskeiðinu sem hér fylgir þá hefur heilmikið gerst á þeim eina og hálfa mánuði sem liðinn er. Þau reikna þó fastlega með því að geta flutt inn fyrir jól. Klippa: Orri og Kristín byggja draumahúsið á Balí Þegar Lóa ræddi við fjölskylduna átti að vera um mánuður eftir af framkvæmdum á Balí. Það hefur örlítið dregist á langinn og vonast þau til að komast inn fyrir jól.Þátturinn var fjórði í röðinni af 8 þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir ásamt myndatökumanni, fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Næstu fjórir verða sýndir eftir jól, sá fyrsti 12. janúar. Í þáttunum sem eftir eru heimsækja þau Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00
Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15