Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 20:00 Megan Rapinoe í sigurskrúðgöngunni í New York. Getty/Brian Ach Arnar Björnsson fór betur yfir magnað ár hjá hinni bandarísku Megan Rapinoe sem á árinu 2019 vann allar viðurkenningar sem hún gat unnið á þessu magnaða ári sínu. Þar á meðal er Gullboltann sem hún fékk í gær. Það kom fáum á óvart að Megan Rapinoe fyrirliði bandaríska landsliðsins yrði valinn besta knattspyrnukona heims. Hún fór fyrir liðinu sem vann heimsmeistaratitilinn og skoraði 6 mörk í keppninni. Rapinoe er ekki dæmigerða íþróttakona sem lætur verkin tala á vellinum. Hún er ötull liðsmaður í baráttu fyrir mannréttindum. Hún stóð í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið vegna þess að sambandið borgaði knattspyrnukörlum meira en konunum. Rapinoe neitaði að sækja Donald Trump heim í Hvíta húsið eftir sigurinn á HM Norski framherjinn, Ada Hegerberg, sem spilar með Lyon í Frakklandi varð í fjórða sæti í valinu á bestu knattspyrnukonu heims, hún vann gullboltann í fyrra. Hún segir að Megan Rapinoe hafi verið frábær á heimsmeistaramótinu. Hún er ekki bara góð í fótbolta heldur eru áhrif hennar á íþróttina mikil. Hegerberg segir að Rapinoe hafi farið með kvennafótboltann í rétta átt. „Hún er ekki hrædd við að segja sína skoðun. Hún talar ekki um sjálfa sig heldur okkur allar sem eru í fótboltanum. Hún er ófeimin við að segja sína skoðun sem er ekki alltaf sjálfgefið þegar menn standa á hátindi ferilsins. Við getum lært margt af henni“.Lokastaðan í kjöri kvenna um Gullboltann: 1. Megan Rapinoe (Reign FC, Bandaríkin) 2. Lucy Bronze (Lyon, England) 3. Alex Morgan (Orlando Pride, Bandaríkin) 4. Ada Hegerberg (Lyon, Noregur) 5. Vivianne Miedema (Arsenal, Holland) 6. Wendie Renard (Lyon, Frakkland) 7. Sam Kerr (Chelsea, Ástralía) 8. Rose Lavelle (Washington Spirit, Bandaríkin) 9. Ellen White (Manchester City, England) 10. Dzsenifer Marozsan (Lyon, Þýskaland) 11. Amandine Henry (Lyon, Frakkland) 12. Sari van Veenendaal (Atletico Madrid, Holland) 13. Tobin Heath (Portland Thorns, Bandaríkin) 14. Pernille Harder (Wolfsburg, Danmörk) 15. Lieke Martens (Barcelona, Holland) 16. Kosovare Asllani (Tacon, Svíþjóð) 17. Nilla Fischer (Linköpings, Svíþjóð 18. Marta (Orlando Pride, Brasilía) 19. Sofia Jakobsson (Tacon, Svíþjóð) 20. Sarah Bouhaddi (Lyon, Frakkland) Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um kjör Megan Rapinoe í gær.Klippa: Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt HM 2019 í Frakklandi Sportpakkinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Arnar Björnsson fór betur yfir magnað ár hjá hinni bandarísku Megan Rapinoe sem á árinu 2019 vann allar viðurkenningar sem hún gat unnið á þessu magnaða ári sínu. Þar á meðal er Gullboltann sem hún fékk í gær. Það kom fáum á óvart að Megan Rapinoe fyrirliði bandaríska landsliðsins yrði valinn besta knattspyrnukona heims. Hún fór fyrir liðinu sem vann heimsmeistaratitilinn og skoraði 6 mörk í keppninni. Rapinoe er ekki dæmigerða íþróttakona sem lætur verkin tala á vellinum. Hún er ötull liðsmaður í baráttu fyrir mannréttindum. Hún stóð í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið vegna þess að sambandið borgaði knattspyrnukörlum meira en konunum. Rapinoe neitaði að sækja Donald Trump heim í Hvíta húsið eftir sigurinn á HM Norski framherjinn, Ada Hegerberg, sem spilar með Lyon í Frakklandi varð í fjórða sæti í valinu á bestu knattspyrnukonu heims, hún vann gullboltann í fyrra. Hún segir að Megan Rapinoe hafi verið frábær á heimsmeistaramótinu. Hún er ekki bara góð í fótbolta heldur eru áhrif hennar á íþróttina mikil. Hegerberg segir að Rapinoe hafi farið með kvennafótboltann í rétta átt. „Hún er ekki hrædd við að segja sína skoðun. Hún talar ekki um sjálfa sig heldur okkur allar sem eru í fótboltanum. Hún er ófeimin við að segja sína skoðun sem er ekki alltaf sjálfgefið þegar menn standa á hátindi ferilsins. Við getum lært margt af henni“.Lokastaðan í kjöri kvenna um Gullboltann: 1. Megan Rapinoe (Reign FC, Bandaríkin) 2. Lucy Bronze (Lyon, England) 3. Alex Morgan (Orlando Pride, Bandaríkin) 4. Ada Hegerberg (Lyon, Noregur) 5. Vivianne Miedema (Arsenal, Holland) 6. Wendie Renard (Lyon, Frakkland) 7. Sam Kerr (Chelsea, Ástralía) 8. Rose Lavelle (Washington Spirit, Bandaríkin) 9. Ellen White (Manchester City, England) 10. Dzsenifer Marozsan (Lyon, Þýskaland) 11. Amandine Henry (Lyon, Frakkland) 12. Sari van Veenendaal (Atletico Madrid, Holland) 13. Tobin Heath (Portland Thorns, Bandaríkin) 14. Pernille Harder (Wolfsburg, Danmörk) 15. Lieke Martens (Barcelona, Holland) 16. Kosovare Asllani (Tacon, Svíþjóð) 17. Nilla Fischer (Linköpings, Svíþjóð 18. Marta (Orlando Pride, Brasilía) 19. Sofia Jakobsson (Tacon, Svíþjóð) 20. Sarah Bouhaddi (Lyon, Frakkland) Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um kjör Megan Rapinoe í gær.Klippa: Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt
HM 2019 í Frakklandi Sportpakkinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira