Litla föndurhornið: Þrívíddarrammi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2019 10:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 6. desember sýnir hún hvernig á að gera jólalegan þrívíddarramma. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirOk, ég veit að nafnið hljómar eins og þetta föndurverkefni sé rosalega flókið en trúið mér, þetta er einfaldara en þið haldið. Fyrir einhverju síðan, reyndar fyrir frekar löngu síðan, þá var Rúmfatalagerinn með þessa ramma á útsölu, og ég greip tækifærið. Þetta var svona þrívíddarrammi, með gati ofan á, hannaður til að geyma korktappa úr vínflöskum. Ég drekk varla og aldrei rauðvín eða hvítvín og hafði þess vegna ekki mikið að gera með korktappageymslu, en ég sá möguleikana sem fólust í þessu, hugsa út fyrir rammann krakkar.Ég skrapaði textann og vínglösin af rammanum, tók pínu tíma en ég vildi alls ekki skemma glerið. Svo fann ég fallegan gjafapoka og litla seríu, og parýtið gat byrjað.Ég þurfti bara aðra hliðina á pokanum sem ég klippti til, ég notaði bakið á rammanum sem viðmið. Ég hjó göt í myndina þar sem ég vildi að ljósin kæmu í gegn, snéri pokanum við, notaði límband til að festa sériuna niður við bakið á myndinni. Hafið þið notað svona ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla það en þetta er límband sem er með lími báðum megin en það er þykkt, notað til að skapa þrívíddaráhrif. Ég setti svona límband hér og þar á bakið á myndinni og festi hana svo á bakið á rammanum.Myndin var aðeins minni en bakið á rammanum þannig að ég setti þennan ótrúlega fallega borða utan um myndina. Ég bjó til ramma utan um myndina áður en ég setti hana í rammann, bíddu hljómar þetta flókið?Batteríspakkann þræddi ég í gegnum gatið á rammanum (þið munið korktappanir), kom myndinni fyrir í rammann og notaði límbyssuna til að festa batteríspakkann aftan á rammann (passið bara að snúa honum rétt, svo að þið getið skipt um batterí).Ég átti gervisnjó sem ég lét falla í gegnum gatið, og til að hálf loka gatinu og fela það þá límdi ég nokkrar gervigreinar þar ofan á og svo fugl ofan á það. Berin settu svo punktinn yfir i-ið. Ég setti svo smá greni, ber og slaufu og rauðum og hvítum borða í hornin og búin! Sko, hafði ég ekki rétt fyrir mér, var þetta ekki auðveldara en þið hélduð? Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Snjókorn Jólaföndur dagsins 5. desember. 5. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 6. desember sýnir hún hvernig á að gera jólalegan þrívíddarramma. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirOk, ég veit að nafnið hljómar eins og þetta föndurverkefni sé rosalega flókið en trúið mér, þetta er einfaldara en þið haldið. Fyrir einhverju síðan, reyndar fyrir frekar löngu síðan, þá var Rúmfatalagerinn með þessa ramma á útsölu, og ég greip tækifærið. Þetta var svona þrívíddarrammi, með gati ofan á, hannaður til að geyma korktappa úr vínflöskum. Ég drekk varla og aldrei rauðvín eða hvítvín og hafði þess vegna ekki mikið að gera með korktappageymslu, en ég sá möguleikana sem fólust í þessu, hugsa út fyrir rammann krakkar.Ég skrapaði textann og vínglösin af rammanum, tók pínu tíma en ég vildi alls ekki skemma glerið. Svo fann ég fallegan gjafapoka og litla seríu, og parýtið gat byrjað.Ég þurfti bara aðra hliðina á pokanum sem ég klippti til, ég notaði bakið á rammanum sem viðmið. Ég hjó göt í myndina þar sem ég vildi að ljósin kæmu í gegn, snéri pokanum við, notaði límband til að festa sériuna niður við bakið á myndinni. Hafið þið notað svona ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla það en þetta er límband sem er með lími báðum megin en það er þykkt, notað til að skapa þrívíddaráhrif. Ég setti svona límband hér og þar á bakið á myndinni og festi hana svo á bakið á rammanum.Myndin var aðeins minni en bakið á rammanum þannig að ég setti þennan ótrúlega fallega borða utan um myndina. Ég bjó til ramma utan um myndina áður en ég setti hana í rammann, bíddu hljómar þetta flókið?Batteríspakkann þræddi ég í gegnum gatið á rammanum (þið munið korktappanir), kom myndinni fyrir í rammann og notaði límbyssuna til að festa batteríspakkann aftan á rammann (passið bara að snúa honum rétt, svo að þið getið skipt um batterí).Ég átti gervisnjó sem ég lét falla í gegnum gatið, og til að hálf loka gatinu og fela það þá límdi ég nokkrar gervigreinar þar ofan á og svo fugl ofan á það. Berin settu svo punktinn yfir i-ið. Ég setti svo smá greni, ber og slaufu og rauðum og hvítum borða í hornin og búin! Sko, hafði ég ekki rétt fyrir mér, var þetta ekki auðveldara en þið hélduð?
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Snjókorn Jólaföndur dagsins 5. desember. 5. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00
Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00