Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2019 09:57 Joe Biden, Bernie Sanders og Kamala Harris í kappræðunum í nótt. AP Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í Georgíuríki í nótt. Umræður um sjúkratryggingar voru sem fyrr áberandi í umræðum. Kappræðurnar hófust hins vegar á umræðum um ákæruferlið á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem frambjóðendurnir skiptust á að lýsa yfir óánægju með starfshætti og hegðun forsetans. Öll voru þau sammála um að nauðsynlegt væri að fá nýjan forseta kjörinn í kosningunum í nóvember á næsta ári. „Hann er líklega spilltasti forsetinn í sögunni,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders. Hann sagði þó einnig að nauðsynlegt væri fyrir Demókrata að einblína á eitthvað annað en Trump. „Vitið þið það, að ef við gerum það þá munum við tapa kosningunum,“ sagði forsetinn. Þegar frambjóðendurnir voru búnir að gagnrýna Trump barst talið, líkt og í fyrri kappræðum, að sjúkratryggingum, efnahagsmálum og umhverfis- og loftslagsmálum.Afstaða til sjúkratrygginga er líka eitt það helsta sem skilur frambjóðendur Demókrata að. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren talaði fyrir nauðsyn þess að hverfa frá kerfi sem virki „betur fyrir þá ríku og eru með góð tengsl, og verr fyrir alla aðra“. „Ég er orðin þreytt á milljarðamæringum sem lifa á öðrum,“ sagði Warren. Washington Post segir frá því að Warren hafi talað mest í kappræðum gærdagsins, 13,4 mínútur. Pete Buttigieg, bæjarstjóri South Bend, talaði í 12,8 mínútur og fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden í 12,6 mínútur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í Georgíuríki í nótt. Umræður um sjúkratryggingar voru sem fyrr áberandi í umræðum. Kappræðurnar hófust hins vegar á umræðum um ákæruferlið á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem frambjóðendurnir skiptust á að lýsa yfir óánægju með starfshætti og hegðun forsetans. Öll voru þau sammála um að nauðsynlegt væri að fá nýjan forseta kjörinn í kosningunum í nóvember á næsta ári. „Hann er líklega spilltasti forsetinn í sögunni,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders. Hann sagði þó einnig að nauðsynlegt væri fyrir Demókrata að einblína á eitthvað annað en Trump. „Vitið þið það, að ef við gerum það þá munum við tapa kosningunum,“ sagði forsetinn. Þegar frambjóðendurnir voru búnir að gagnrýna Trump barst talið, líkt og í fyrri kappræðum, að sjúkratryggingum, efnahagsmálum og umhverfis- og loftslagsmálum.Afstaða til sjúkratrygginga er líka eitt það helsta sem skilur frambjóðendur Demókrata að. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren talaði fyrir nauðsyn þess að hverfa frá kerfi sem virki „betur fyrir þá ríku og eru með góð tengsl, og verr fyrir alla aðra“. „Ég er orðin þreytt á milljarðamæringum sem lifa á öðrum,“ sagði Warren. Washington Post segir frá því að Warren hafi talað mest í kappræðum gærdagsins, 13,4 mínútur. Pete Buttigieg, bæjarstjóri South Bend, talaði í 12,8 mínútur og fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden í 12,6 mínútur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19