Saman hjá Teymi, Basko og nú Skeljungi Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 10:12 Ólafur Þór Jóhannesson og Árni Pétur Jónsson þegar þeir störfuðu saman hjá Teymi. Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs, en stjórn félagsins ákvað í morgun að breyta skipuriti Skeljungs. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar er þess getið að ráðist hafi verið í breytingarnar að frumkvæði forstjórans, Árna Péturs Jónssonar, sem starfaði áður með fyrrnefndum Ólafi hjá Basko og Teymi.Greint var frá því í upphafi vikunnar að forveri Ólafs Þórs, Benedikt Ólafsson, hafi sagt upp störfum eftir fjögur ár sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Helstu breytingarnar eru þær að sölusviði Skeljungs hefur verið skipt upp í tvö svið, fyrirtækjasvið og einstaklingssvið. Þórður Guðjónsson mun áfram leiða fyrirtækjasviðið en forstjórinn Árni Pétur mun leiða einstaklingssvið Skeljungs. Már Erlingsson mun taka við stöðu aðstoðarforstjóra Skeljungs auk þess sem hann mun stýra rekstrarsviði félagsins. Undir það svið mun heyra mannauðs- og skrifstofumál, upplýsingatækni og bókhald Gró Björg Baldvinsdóttir, yfirlögfræðingur Skeljungs, mun aukinheldur taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Samhliða þessum tilfærslum hefur verið tekin ákvörðun um að leggja niður skrifstofu- og samskiptasvið. Við það færast markaðsmál til einstaklingssviðs, sem líkt og áður sagði er stýrt af forstjóra félagsins. Í tilkynningu Skeljungs til Kauphallarinnar er ferill hins nýja framkvæmdastjóra fjármálasviðs jafnframt rakinn:Ólafur hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi síðan 2018 og auk þess að sinna stjórnarstörfum í nokkrum félögum. Áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs og staðgengils forstjóra Basko ehf. eða frá 2012-2018. Þá var Ólafur framkvæmdastjóri Miðengis ehf., eignarhaldsfélags í eigu Íslandsbanka, frá 2010-2012. Á árunum 2006-2010 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs Teymis hf. sem var skráð félag í Kauphöll Íslands. Á árunum 1996-2006 starfaði Ólafur á endurskoðunarsviði PricewaterhouseCoopers og varð síðar eigandi. Auk þess sinnti hann kennslu í Háskólanum í Reykjavík við viðskiptadeild háskólans og starfaði fyrir prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Ólafur er með Cand.oecon próf í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Bensín og olía Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10 Benedikt hættir eftir fjögur ár hjá Skeljungi Benedikt Ólafsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs. 18. nóvember 2019 11:24 Olíufélögin í uppbyggingu Þrjú stærstu olíufélögin sitja á verðmætum lóðum og skoða tækifæri til uppbyggingar á fasteignum. Horfur á minnkandi olíunotkun á næstu áratugum eru að breyta landslaginu á markaðinum. Sala á olíu og dagvöru mun á endanum renna 26. júní 2019 07:45 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eiga í viðræðum við stjórnvöld um strandaglópa Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira
Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs, en stjórn félagsins ákvað í morgun að breyta skipuriti Skeljungs. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar er þess getið að ráðist hafi verið í breytingarnar að frumkvæði forstjórans, Árna Péturs Jónssonar, sem starfaði áður með fyrrnefndum Ólafi hjá Basko og Teymi.Greint var frá því í upphafi vikunnar að forveri Ólafs Þórs, Benedikt Ólafsson, hafi sagt upp störfum eftir fjögur ár sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Helstu breytingarnar eru þær að sölusviði Skeljungs hefur verið skipt upp í tvö svið, fyrirtækjasvið og einstaklingssvið. Þórður Guðjónsson mun áfram leiða fyrirtækjasviðið en forstjórinn Árni Pétur mun leiða einstaklingssvið Skeljungs. Már Erlingsson mun taka við stöðu aðstoðarforstjóra Skeljungs auk þess sem hann mun stýra rekstrarsviði félagsins. Undir það svið mun heyra mannauðs- og skrifstofumál, upplýsingatækni og bókhald Gró Björg Baldvinsdóttir, yfirlögfræðingur Skeljungs, mun aukinheldur taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Samhliða þessum tilfærslum hefur verið tekin ákvörðun um að leggja niður skrifstofu- og samskiptasvið. Við það færast markaðsmál til einstaklingssviðs, sem líkt og áður sagði er stýrt af forstjóra félagsins. Í tilkynningu Skeljungs til Kauphallarinnar er ferill hins nýja framkvæmdastjóra fjármálasviðs jafnframt rakinn:Ólafur hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi síðan 2018 og auk þess að sinna stjórnarstörfum í nokkrum félögum. Áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs og staðgengils forstjóra Basko ehf. eða frá 2012-2018. Þá var Ólafur framkvæmdastjóri Miðengis ehf., eignarhaldsfélags í eigu Íslandsbanka, frá 2010-2012. Á árunum 2006-2010 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs Teymis hf. sem var skráð félag í Kauphöll Íslands. Á árunum 1996-2006 starfaði Ólafur á endurskoðunarsviði PricewaterhouseCoopers og varð síðar eigandi. Auk þess sinnti hann kennslu í Háskólanum í Reykjavík við viðskiptadeild háskólans og starfaði fyrir prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Ólafur er með Cand.oecon próf í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi.
Bensín og olía Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10 Benedikt hættir eftir fjögur ár hjá Skeljungi Benedikt Ólafsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs. 18. nóvember 2019 11:24 Olíufélögin í uppbyggingu Þrjú stærstu olíufélögin sitja á verðmætum lóðum og skoða tækifæri til uppbyggingar á fasteignum. Horfur á minnkandi olíunotkun á næstu áratugum eru að breyta landslaginu á markaðinum. Sala á olíu og dagvöru mun á endanum renna 26. júní 2019 07:45 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eiga í viðræðum við stjórnvöld um strandaglópa Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira
Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10
Benedikt hættir eftir fjögur ár hjá Skeljungi Benedikt Ólafsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs. 18. nóvember 2019 11:24
Olíufélögin í uppbyggingu Þrjú stærstu olíufélögin sitja á verðmætum lóðum og skoða tækifæri til uppbyggingar á fasteignum. Horfur á minnkandi olíunotkun á næstu áratugum eru að breyta landslaginu á markaðinum. Sala á olíu og dagvöru mun á endanum renna 26. júní 2019 07:45