Baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. nóvember 2019 08:00 Auður er dyggur stuðningsmaður UN Women á Íslandi. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Ljósaganga UN Women fer fram í dag en gangan er 25. nóvember ár hvert á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Að sögn Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningarstýru UN Women, markar gangan upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women og fjöldi annarra félagasamtaka eru í forsvari fyrir. „Þetta 16 daga átak hefst á þessum baráttudegi og endar 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þetta er sem sagt mjög táknrænn, sterkur og fallegur viðburður,“ segir Marta í samtali við Fréttablaðið en gangan hefst klukkan 17.00 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.Appelsínugul Harpa Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og mun Drífa Snædal, forseti Alþýþusambands Íslands, leiða gönguna og halda barátturæðu. „Okkur fannst kjörið að beina sjónum að þessum hóp núna og vekja athygli á hlutverki kvenna sem leiða þessa baráttu,“ segir Marta. „Við löbbum niður Arnarhól og Lækjargötu og endum á Bríetartorgi þar sem kór Kársnesskóla mun syngja nokkur lög og ungmennaráðið okkar afhendir kakó,“ segir Marta og bætir við að í tilefni dagsins verði Harpa lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Þá verður einnig viðburður seinna í kvöld í Hannesarholti þar sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, kemur fram. „Hann er mjög velviljaður UN Women, hefur starfað hjá okkur og styrkt starf okkar áður. Hann hafði samband við UN Women og vildi endilega halda styrktartónleika fyrir UN Women,“ segir Marta en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. „Við erum náttúrulega í skýjunum með það og stuðning Auðuns þannig að það er okkur mikill heiður að hann skuli halda tónleika til styrktar verkefnum UN Women,“ segir Marta en einungis örfáir miðar eru eftir. Tekið er við frjálsum framlögum og hægt er að velja sér miðaverð, að minnsta kosti fimm þúsund og í mesta lagi tíu þúsund. „Þetta er algjörlega einstakt, þar sem þetta fer fram í Hannesarholti og þetta verður sitjandi. Það er náttúrulega gríðarlega fallegur hljómburður í Hannesarholti og sérhannaður salur upp á hljómgæðin að gera,“ segir Marta en auk Auðuns mun Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari leika á Steinway-flygilinn sem er í Hannesarholti, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir spilar á slagverk og Matthildur Hafliðadóttir sér um meðsöng og bakraddir. „Við hvetjum öll til að mæta og sýna stuðning,“ segir Marta að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Ljósaganga UN Women fer fram í dag en gangan er 25. nóvember ár hvert á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Að sögn Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningarstýru UN Women, markar gangan upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women og fjöldi annarra félagasamtaka eru í forsvari fyrir. „Þetta 16 daga átak hefst á þessum baráttudegi og endar 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þetta er sem sagt mjög táknrænn, sterkur og fallegur viðburður,“ segir Marta í samtali við Fréttablaðið en gangan hefst klukkan 17.00 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.Appelsínugul Harpa Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og mun Drífa Snædal, forseti Alþýþusambands Íslands, leiða gönguna og halda barátturæðu. „Okkur fannst kjörið að beina sjónum að þessum hóp núna og vekja athygli á hlutverki kvenna sem leiða þessa baráttu,“ segir Marta. „Við löbbum niður Arnarhól og Lækjargötu og endum á Bríetartorgi þar sem kór Kársnesskóla mun syngja nokkur lög og ungmennaráðið okkar afhendir kakó,“ segir Marta og bætir við að í tilefni dagsins verði Harpa lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Þá verður einnig viðburður seinna í kvöld í Hannesarholti þar sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, kemur fram. „Hann er mjög velviljaður UN Women, hefur starfað hjá okkur og styrkt starf okkar áður. Hann hafði samband við UN Women og vildi endilega halda styrktartónleika fyrir UN Women,“ segir Marta en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. „Við erum náttúrulega í skýjunum með það og stuðning Auðuns þannig að það er okkur mikill heiður að hann skuli halda tónleika til styrktar verkefnum UN Women,“ segir Marta en einungis örfáir miðar eru eftir. Tekið er við frjálsum framlögum og hægt er að velja sér miðaverð, að minnsta kosti fimm þúsund og í mesta lagi tíu þúsund. „Þetta er algjörlega einstakt, þar sem þetta fer fram í Hannesarholti og þetta verður sitjandi. Það er náttúrulega gríðarlega fallegur hljómburður í Hannesarholti og sérhannaður salur upp á hljómgæðin að gera,“ segir Marta en auk Auðuns mun Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari leika á Steinway-flygilinn sem er í Hannesarholti, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir spilar á slagverk og Matthildur Hafliðadóttir sér um meðsöng og bakraddir. „Við hvetjum öll til að mæta og sýna stuðning,“ segir Marta að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira