„Vissum ekki hvort einhver ætlaði að vera fyndinn á okkar kostnað“ Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 08:30 Íslenska landsliðið í fyrri leiknum á móti Tyrkjum. Getty/Oliver Hardt Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, er ánægður með móttökur Tyrkja og segir alla leikmenn hafa verið undirbúnir að vera þolinmóðir á landamærunum. Víðir hefur haft í nægu að snúast í aðdraganda Tyrklandsferðarinnar sem og fyrstu dagana þegar íslensku landsliðsmennirnir hafa verið að tínast til Tyrklands. Tyrkir voru mjög ósáttir með að fá ekki sérstaka hraðferð í gegnum landamæraeftirlitið í Leifsstöð þegar þeir komu til Íslands í júní. Ekki létti belgíski burstinn heldur skap þeirra og hvað þá úrslit leiksins sem Ísland vann 2-1. Nú er komið að seinni leik þjóðanna út í Tyrklandi. Íslensku landsliðsmennirnir voru að koma til Tyrklands allt frá laugardegi til þriðjudags og sumir fengu mun nánari og ítarlegri vegabréfaskoðun en aðrir. „Leikmennirnir voru að koma alls staðar að og það voru miklar pælingar í að gera flugferðirnar sem einfaldastar þannig að menn yrðu ekki þreyttir eftir þær þegar þeir komu hingað. Það er stuttur tími til að undirbúa þannig að allt þarf að ganga vel upp,“ sagði Víðir Reynisson en leikurinn við Tyrki er strax á fimmtudaginn.Víðir Reynisson öryggisstjóri sýnir takta með boltann á HM í Rússlandi sumarið 2018.vísir/vilhelm„Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir það að koma hingað. Það var rosalega vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast. Við vorum því ekki með neinar áhyggjur af því. Hér hafa móttökurnar verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu og á æfingavellinum alveg til fyrirmyndar í öllu og dekra eiginlega við okkur,“ sagði Víðir. Það fór samt ekki á milli mála að sumir leikmenn íslenska liðsins lentu í því að þurfa bíða lengi í vegabréfsskoðuninni sem og að töskur þeirra voru skoðaðar rækilega. „Ég veit hvað það er en allir leikmenn fengu góða vegabréfaskoðun við landamærin. Þeir sögðu okkur að þetta væri bara hefðbundin skoðun og það er bara allt í lagi. Þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og bara brosum og höfum gaman af þessu,“ sagði Víðir. „Við vorum búnir að tala um það við þá að við vissum ekki hverjum við ættum von á eða hvort að það ætlaði einhver að vera fyndinn á okkar kostnað. Við vorum undirbúnir undir það og það voru allir rólegir á landamærunum. Ég held bara að þetta hafi gengið vel hjá öllum,“ sagði Víðir. EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, er ánægður með móttökur Tyrkja og segir alla leikmenn hafa verið undirbúnir að vera þolinmóðir á landamærunum. Víðir hefur haft í nægu að snúast í aðdraganda Tyrklandsferðarinnar sem og fyrstu dagana þegar íslensku landsliðsmennirnir hafa verið að tínast til Tyrklands. Tyrkir voru mjög ósáttir með að fá ekki sérstaka hraðferð í gegnum landamæraeftirlitið í Leifsstöð þegar þeir komu til Íslands í júní. Ekki létti belgíski burstinn heldur skap þeirra og hvað þá úrslit leiksins sem Ísland vann 2-1. Nú er komið að seinni leik þjóðanna út í Tyrklandi. Íslensku landsliðsmennirnir voru að koma til Tyrklands allt frá laugardegi til þriðjudags og sumir fengu mun nánari og ítarlegri vegabréfaskoðun en aðrir. „Leikmennirnir voru að koma alls staðar að og það voru miklar pælingar í að gera flugferðirnar sem einfaldastar þannig að menn yrðu ekki þreyttir eftir þær þegar þeir komu hingað. Það er stuttur tími til að undirbúa þannig að allt þarf að ganga vel upp,“ sagði Víðir Reynisson en leikurinn við Tyrki er strax á fimmtudaginn.Víðir Reynisson öryggisstjóri sýnir takta með boltann á HM í Rússlandi sumarið 2018.vísir/vilhelm„Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir það að koma hingað. Það var rosalega vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast. Við vorum því ekki með neinar áhyggjur af því. Hér hafa móttökurnar verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu og á æfingavellinum alveg til fyrirmyndar í öllu og dekra eiginlega við okkur,“ sagði Víðir. Það fór samt ekki á milli mála að sumir leikmenn íslenska liðsins lentu í því að þurfa bíða lengi í vegabréfsskoðuninni sem og að töskur þeirra voru skoðaðar rækilega. „Ég veit hvað það er en allir leikmenn fengu góða vegabréfaskoðun við landamærin. Þeir sögðu okkur að þetta væri bara hefðbundin skoðun og það er bara allt í lagi. Þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og bara brosum og höfum gaman af þessu,“ sagði Víðir. „Við vorum búnir að tala um það við þá að við vissum ekki hverjum við ættum von á eða hvort að það ætlaði einhver að vera fyndinn á okkar kostnað. Við vorum undirbúnir undir það og það voru allir rólegir á landamærunum. Ég held bara að þetta hafi gengið vel hjá öllum,“ sagði Víðir.
EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira