Spilaði ekki landsleik í rúma sautján mánuði eftir tapið á móti Íslandi 2017 Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 16:00 Markvörðurinn Onur Kvrak og Emre Belozoglu geta hér ekki leynt vonbrigðum sínum í landsleik á móti Íslandi. Getty/Mustafa Yalcin Emre Belözoglu er reynslumesti leikmaður tyrkneska landsliðsins en það er ekki langt síðan að hann komst yfir hundrað leikja múrinn. Lágpunkturinn á landsliðsferlinum var þó án efa síðasti heimaleikur Tyrkja á móti Íslendingum. Belözoglu var fyrirliði tyrkneska landsliðsins sem tapaði 3-0 á heimavelli á móti Íslandi 6. október 2017. Þetta var 95. landsleikur Belözoglu og hann var farinn að sjá fyrir sér hundraðasta landsleikinn í náinni framtíð. Biðin eftir 96. landsleiknum var hins vegar löng og ströng því Emre lék ekki aftur fyrir landsliðið fyrr en 22. mars á þessu ári. Emre Belözoglu fékk að heyra það í tyrknesku fjölmiðlunum eftir skellinn á móti Íslandi mörgum fannst kominn tími á þennan þá 37 ára gamla leikmann Það þurfti nýjan landsliðsþjálfara og rúma sautján mánuði til að Emre fengi tækifæri á nýjan leik. Emre Belözoglu hafði fengið fyrsta tækifærið með tyrkneska landsliðinu þegar hann ekki orðinn tvítugur en þjálfari liðsins þá var Mustafa Denizli. Senol Günes setti hann aftur í fyrsta sinn í byrjunarliðið og það var umræddur Günes sem kallaði aftur á nú hinn reynslumikla Emre Belözoglu eftir þessa löngu fjarveru frá landsliðinu. Emre Belözogl náði því síðan að spila hundrasta landsleikinn sinn í 1-0 sigri á Andorra í september. Hann hefur spilað síðustu heimaleiki tyrkneska liðsins en var sem dæmi ekki í liðinu í útileiknum í Frakklandi eða á Laugardalsvelli. Ísland mætir Tyrkjum í Istanbul á fimmtudagskvöldið og verður íslenska liðið að vinna leikinn til að eiga möguleika á því að ná Tyrkjum og komast upp úr riðlinum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Emre Belözoglu er reynslumesti leikmaður tyrkneska landsliðsins en það er ekki langt síðan að hann komst yfir hundrað leikja múrinn. Lágpunkturinn á landsliðsferlinum var þó án efa síðasti heimaleikur Tyrkja á móti Íslendingum. Belözoglu var fyrirliði tyrkneska landsliðsins sem tapaði 3-0 á heimavelli á móti Íslandi 6. október 2017. Þetta var 95. landsleikur Belözoglu og hann var farinn að sjá fyrir sér hundraðasta landsleikinn í náinni framtíð. Biðin eftir 96. landsleiknum var hins vegar löng og ströng því Emre lék ekki aftur fyrir landsliðið fyrr en 22. mars á þessu ári. Emre Belözoglu fékk að heyra það í tyrknesku fjölmiðlunum eftir skellinn á móti Íslandi mörgum fannst kominn tími á þennan þá 37 ára gamla leikmann Það þurfti nýjan landsliðsþjálfara og rúma sautján mánuði til að Emre fengi tækifæri á nýjan leik. Emre Belözoglu hafði fengið fyrsta tækifærið með tyrkneska landsliðinu þegar hann ekki orðinn tvítugur en þjálfari liðsins þá var Mustafa Denizli. Senol Günes setti hann aftur í fyrsta sinn í byrjunarliðið og það var umræddur Günes sem kallaði aftur á nú hinn reynslumikla Emre Belözoglu eftir þessa löngu fjarveru frá landsliðinu. Emre Belözogl náði því síðan að spila hundrasta landsleikinn sinn í 1-0 sigri á Andorra í september. Hann hefur spilað síðustu heimaleiki tyrkneska liðsins en var sem dæmi ekki í liðinu í útileiknum í Frakklandi eða á Laugardalsvelli. Ísland mætir Tyrkjum í Istanbul á fimmtudagskvöldið og verður íslenska liðið að vinna leikinn til að eiga möguleika á því að ná Tyrkjum og komast upp úr riðlinum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira