Pétur Viðarsson hættur Anton Ingi Leifsson skrifar 12. nóvember 2019 10:15 Pétur ásamt miðverðinum Kassim Doumbia en þeir náðu afar vel saman í vörn FH er Malí-maðurinn lék með liðinu. vísir/andri marinó Pétur Viðarsson, knattspyrnumaður í FH, er hættur knattspyrnuiðkun en þetta staðfesti hann í samtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu í dag. Pétur, sem er fæddur árið 1987, lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk FH árið 2006 og hefur síðan þá verið mikilvægur hluti af FH-liðinu. Pétur hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil en en leikirnir í meistaraflokki urðu 250. Hann skoraði í þeim tólf mörk. „Þetta er búið að blunda í mér og ég held að þetta sé bara orðið gott. Þetta er búinn að vera ótrúlega skemmtilegur tími og frábær forréttindi að fá að spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í velgengninni sem hefur verið hjá félaginu,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef fengið að taka þátt í ótrúlegu ævintýri, Evrópuferðirnar allar og vinna marga titla með liðinu. Mér finnst eins og ég sé nýbyrjaður og fyndið að ég sé búinn að taka tólf tímabil með FH.“ Pétur er orðinn pulsusali en hann rekur einn elsta veitingastað í Hafnarfirði, Pylsubarinn, en hann hefur nú stýrt þar ferðinni í tæplega eitt og hálft ár. „Ég held að þetta sé rétti punkturinn að hætta. Ég gæti vel haldið áfram að spila en nú eru aðrir hlutir í forgangi hjá mér og það taka bara einhverjir aðrir við og leysa mig af hólmi. Ég skil mjög sáttur við ferilinn og er þakklátur öllu því fólki sem ég hef kynnst á þessum tíma og ekki síst liðsfélögunum í öll þessi ár. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og það er alls ekki sjálfgefið að taka þátt í velgengni eins og hefur verið hjá FH,“ sagði Pétur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Pétur Viðarsson, knattspyrnumaður í FH, er hættur knattspyrnuiðkun en þetta staðfesti hann í samtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu í dag. Pétur, sem er fæddur árið 1987, lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk FH árið 2006 og hefur síðan þá verið mikilvægur hluti af FH-liðinu. Pétur hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil en en leikirnir í meistaraflokki urðu 250. Hann skoraði í þeim tólf mörk. „Þetta er búið að blunda í mér og ég held að þetta sé bara orðið gott. Þetta er búinn að vera ótrúlega skemmtilegur tími og frábær forréttindi að fá að spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í velgengninni sem hefur verið hjá félaginu,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef fengið að taka þátt í ótrúlegu ævintýri, Evrópuferðirnar allar og vinna marga titla með liðinu. Mér finnst eins og ég sé nýbyrjaður og fyndið að ég sé búinn að taka tólf tímabil með FH.“ Pétur er orðinn pulsusali en hann rekur einn elsta veitingastað í Hafnarfirði, Pylsubarinn, en hann hefur nú stýrt þar ferðinni í tæplega eitt og hálft ár. „Ég held að þetta sé rétti punkturinn að hætta. Ég gæti vel haldið áfram að spila en nú eru aðrir hlutir í forgangi hjá mér og það taka bara einhverjir aðrir við og leysa mig af hólmi. Ég skil mjög sáttur við ferilinn og er þakklátur öllu því fólki sem ég hef kynnst á þessum tíma og ekki síst liðsfélögunum í öll þessi ár. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og það er alls ekki sjálfgefið að taka þátt í velgengni eins og hefur verið hjá FH,“ sagði Pétur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira