Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2019 23:15 Samherjafólk skálar fyrir namibískum gestum sínum í Íslandsferð í október árið 2012. Wikileaks Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins, þar sem Íslendingar koma við sögu eins og afhjúpað var í kvöld. Þar verður mútuþægni namibískra embættismanna í forgrunni, ekki síst dómsmálaráðherrans Sacky Shangala og sjávarútvegsráðherrans Benhard Esau en þeir ásamt athafnamanninum James Hatuiklipi eru sagðir hafa þegið um 150 milljónir namibíudala undir borðið. The Namibian er einn þeirra miðla sem hefur unnið úr gögnunum sem Jóhannes Stefánsson lak til Wikileaks og þarlendra stjórnvalda, en þau síðarnefndu rannsaka nú myndina sem þar er teiknuð upp. Gögnin hafa fengið heitið Fishrot Files, sem er einmitt yfirskrift fréttar á vef The Namibian þar sem greint er frá forsíðuumfjöllun morgundagsins. Á forsíðunni er slegið upp fyrirsögninni Kickback Kings, sem einfaldast væri að þýða sem Mútukóngarnir og er þar vísað til fyrrnefnda tríósins. Auk myndar úr einni af Íslandsheimsóknum Namibíumannanna, sem Samherji er sagður hafa greitt milljónir fyrir til að styrkja tengslin við namibíska ráðamenn, eru myndir af helstu persónum og leikendum í fiskveiðifléttunni. Þeirra á meðal eru Shangala, Esau og Hatuiklipi, en einnig Victória de Barros Neto, sjávarútvegsráðherra Angóla, og athafnamaðurinn Ricardo Gustavo. Íslendingar eiga jafnframt sína fulltrúa á forsíðunni; þá Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og uppljóstrarann Jóhannes, sem var stjórnandi Samherja í Namibíu. Forsíðu The Namibian á morgun má sjá hér að neðan. Tomorrow's front page: pic.twitter.com/n4SNOaSOxr— The Namibian (@TheNamibian) November 12, 2019 Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins, þar sem Íslendingar koma við sögu eins og afhjúpað var í kvöld. Þar verður mútuþægni namibískra embættismanna í forgrunni, ekki síst dómsmálaráðherrans Sacky Shangala og sjávarútvegsráðherrans Benhard Esau en þeir ásamt athafnamanninum James Hatuiklipi eru sagðir hafa þegið um 150 milljónir namibíudala undir borðið. The Namibian er einn þeirra miðla sem hefur unnið úr gögnunum sem Jóhannes Stefánsson lak til Wikileaks og þarlendra stjórnvalda, en þau síðarnefndu rannsaka nú myndina sem þar er teiknuð upp. Gögnin hafa fengið heitið Fishrot Files, sem er einmitt yfirskrift fréttar á vef The Namibian þar sem greint er frá forsíðuumfjöllun morgundagsins. Á forsíðunni er slegið upp fyrirsögninni Kickback Kings, sem einfaldast væri að þýða sem Mútukóngarnir og er þar vísað til fyrrnefnda tríósins. Auk myndar úr einni af Íslandsheimsóknum Namibíumannanna, sem Samherji er sagður hafa greitt milljónir fyrir til að styrkja tengslin við namibíska ráðamenn, eru myndir af helstu persónum og leikendum í fiskveiðifléttunni. Þeirra á meðal eru Shangala, Esau og Hatuiklipi, en einnig Victória de Barros Neto, sjávarútvegsráðherra Angóla, og athafnamaðurinn Ricardo Gustavo. Íslendingar eiga jafnframt sína fulltrúa á forsíðunni; þá Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og uppljóstrarann Jóhannes, sem var stjórnandi Samherja í Namibíu. Forsíðu The Namibian á morgun má sjá hér að neðan. Tomorrow's front page: pic.twitter.com/n4SNOaSOxr— The Namibian (@TheNamibian) November 12, 2019
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14