Fæla nýnasista frá fæðingarstað Hitlers með því að breyta honum í lögreglustöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 23:30 Þessu húsi verður breytt í lögreglustöð. Vísir/Getty Húsið þar sem Adolf Hitler, kanslari Þýskalands á árunum 1933-1945 og einn aldræmdasti stjórnmálaleiðtogi sögunnar, fæddist í verður breytt í lögreglustöð. Yfirvöld í Austurríki telja að með þessu sé sem best að hægt að koma í veg fyrir að húsið verði að áfangastað í pílagrímsferð nýnasista. Reuters greinir frá. Yfirvöld í Austurríki tóku húsið eignarnámi en það er staðsett í Braunau am Inn, landamærabæ á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Hitler fæddist þar árið 1889. Arkítektar munu fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir og tillögur hvernig best megi laga húsið að nýrri starfsemi, sem yfirvöld telja sem fyrr segir að muni koma í veg fyrir að húsið verði að einhvers konar minnisvarða nýnasista.Myndband frá 2016 þar sem íbúar Braunau am Inn lýstu því hversu þreyttir þær væru á að bærinn væri þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður Hitlers.„Framtíðarnotkun hússins sem lögreglustöð gefur skýrt merki um að þessi bygging verður aldrei aftur notuð til þess að halda á lofti minningu nasismans,“ sagði Wolfgang Peschorn, innanríkisráðherra Austurríkis. Búist er við að vinningstillagan verði valin á næsta ári. Húsið hefur lítið verið nýtt undanfarin ár en fimm ár eru síðan frá því að austurríska þingið ákvað að húsið yrði tekið eignarnámi. Lagadeila hófst við eiganda hússins um hversu háar eignarnámsbætur hann ætti að fá. Úr þeirri deilu var leyst fyrir skömmu. Upphaflega var talið líklegt að yfirvöld myndu láta rífa húsið en nú er talið að lögreglustöð muni virka fráhrindandi á þá nýnasista sem vilji minnast Hitlers með því að heimsækja fæðingarstað hans. Hitler var leiðtogi Nasistaflokksins í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Valdatíð hans varð til þess að minnst 5,5 milljón gyðinga voru drepnir á kerfisbundin hátt í Helförinni, auk milljóna annarra. Austurríki Tengdar fréttir Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52 Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40 Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00 Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Húsið þar sem Adolf Hitler, kanslari Þýskalands á árunum 1933-1945 og einn aldræmdasti stjórnmálaleiðtogi sögunnar, fæddist í verður breytt í lögreglustöð. Yfirvöld í Austurríki telja að með þessu sé sem best að hægt að koma í veg fyrir að húsið verði að áfangastað í pílagrímsferð nýnasista. Reuters greinir frá. Yfirvöld í Austurríki tóku húsið eignarnámi en það er staðsett í Braunau am Inn, landamærabæ á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Hitler fæddist þar árið 1889. Arkítektar munu fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir og tillögur hvernig best megi laga húsið að nýrri starfsemi, sem yfirvöld telja sem fyrr segir að muni koma í veg fyrir að húsið verði að einhvers konar minnisvarða nýnasista.Myndband frá 2016 þar sem íbúar Braunau am Inn lýstu því hversu þreyttir þær væru á að bærinn væri þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður Hitlers.„Framtíðarnotkun hússins sem lögreglustöð gefur skýrt merki um að þessi bygging verður aldrei aftur notuð til þess að halda á lofti minningu nasismans,“ sagði Wolfgang Peschorn, innanríkisráðherra Austurríkis. Búist er við að vinningstillagan verði valin á næsta ári. Húsið hefur lítið verið nýtt undanfarin ár en fimm ár eru síðan frá því að austurríska þingið ákvað að húsið yrði tekið eignarnámi. Lagadeila hófst við eiganda hússins um hversu háar eignarnámsbætur hann ætti að fá. Úr þeirri deilu var leyst fyrir skömmu. Upphaflega var talið líklegt að yfirvöld myndu láta rífa húsið en nú er talið að lögreglustöð muni virka fráhrindandi á þá nýnasista sem vilji minnast Hitlers með því að heimsækja fæðingarstað hans. Hitler var leiðtogi Nasistaflokksins í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Valdatíð hans varð til þess að minnst 5,5 milljón gyðinga voru drepnir á kerfisbundin hátt í Helförinni, auk milljóna annarra.
Austurríki Tengdar fréttir Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52 Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40 Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00 Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52
Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40
Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00
Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15