Á góðri leið með að verða fyrsta mamman til að keppa á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 23:00 Kara Saunders með stelpuna sína. Mynd/Instagram/karasaundo Kara Saunders ætlar sér að skrifa söguna á heimsleikunum í CrossFit á næsta ári. Hin ástralska Kara Saunders er að standa sig vel í CrossFit Open í ár og er á mjög góðri leið með að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í ágúst 2020. Kara Saunders hefur keppt á sjö heimsleikum til þessa og var meðal sjö efstu kvenna á fjórum heimsleikum í röð frá 2015 til 2018 þar á meðal í öðru sæti 2017. Kara keppti ekki á leikunum í ár enda með hina fullkomna afsökun. Hún var í barneignarfríi. Kara Saunders eignaðist Scotti fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en er engu að síður kominn í frábært form eins og hún hefur sýnst í fyrstu þremur hlutunum í CrossFit Open. Kara Saunders er eins og er í 23. sæti meðal CrossFit kvennanna eftir 20.3 en í fyrra komust 35 efstu konurnar áfram. Þetta lítur því mjög vel út hjá nýju mömmunni.Með því að tryggja sig inn á heimsleikana yrði hún fyrsta konan til að taka þátt í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit. Kara Saunders er líka í baráttu um landstitil Ástrala en þar er hún reyndar að keppa við þrefaldan heimsmeistara, Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey er með fimm stiga forskot eftir þrjá fyrstu hlutana af fimm. „Ég var með engar væntingar varðandi The Open enda átti ég mitt fyrsta barn fyrir aðeins fimm mánuðum,“ sagði Kara Saunders í viðtali við Morning Chalk Up.“She’s back! … This is (Kara Saunders’) first Open since giving birth, leaving many of us wondering how she’s approaching it and whether she’s trying to make it back to the Games.” —@TheWODLifehttps://t.co/A0pj5TIq2X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2019 „Ég hins vegar áttaði mig fljótt á því að ég er bara tengd á einn hátt. Ég þekki það ekki að dýfa litlu dá í. Ég elska að keppa og lét bara vaða á fullu,“ sagði Kara Saunders. Kara Saunders náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2018 en lét síðan vita af því fyrir Open í fyrra að hún og maðurinn hennar, Matt, ættu von á sínu fyrsta barni. Dóttirin Scotti Madison fæddist síðan í maí. „Ég hef ekki tekið neina áhættu eða gert eitthvað óskynsamlegt. Ég hef aftur á móti tekið vel á því og reynt mitt besta. Það kom mér á óvart hversu langt ég er komin á þessum tímapunkti en ég hefði heldur ekki sætt mig við neitt minna,“ sagði Kara Saunders í viðtalinu við Morning Chalk Up. CrossFit Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Kara Saunders ætlar sér að skrifa söguna á heimsleikunum í CrossFit á næsta ári. Hin ástralska Kara Saunders er að standa sig vel í CrossFit Open í ár og er á mjög góðri leið með að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í ágúst 2020. Kara Saunders hefur keppt á sjö heimsleikum til þessa og var meðal sjö efstu kvenna á fjórum heimsleikum í röð frá 2015 til 2018 þar á meðal í öðru sæti 2017. Kara keppti ekki á leikunum í ár enda með hina fullkomna afsökun. Hún var í barneignarfríi. Kara Saunders eignaðist Scotti fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en er engu að síður kominn í frábært form eins og hún hefur sýnst í fyrstu þremur hlutunum í CrossFit Open. Kara Saunders er eins og er í 23. sæti meðal CrossFit kvennanna eftir 20.3 en í fyrra komust 35 efstu konurnar áfram. Þetta lítur því mjög vel út hjá nýju mömmunni.Með því að tryggja sig inn á heimsleikana yrði hún fyrsta konan til að taka þátt í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit. Kara Saunders er líka í baráttu um landstitil Ástrala en þar er hún reyndar að keppa við þrefaldan heimsmeistara, Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey er með fimm stiga forskot eftir þrjá fyrstu hlutana af fimm. „Ég var með engar væntingar varðandi The Open enda átti ég mitt fyrsta barn fyrir aðeins fimm mánuðum,“ sagði Kara Saunders í viðtali við Morning Chalk Up.“She’s back! … This is (Kara Saunders’) first Open since giving birth, leaving many of us wondering how she’s approaching it and whether she’s trying to make it back to the Games.” —@TheWODLifehttps://t.co/A0pj5TIq2X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2019 „Ég hins vegar áttaði mig fljótt á því að ég er bara tengd á einn hátt. Ég þekki það ekki að dýfa litlu dá í. Ég elska að keppa og lét bara vaða á fullu,“ sagði Kara Saunders. Kara Saunders náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2018 en lét síðan vita af því fyrir Open í fyrra að hún og maðurinn hennar, Matt, ættu von á sínu fyrsta barni. Dóttirin Scotti Madison fæddist síðan í maí. „Ég hef ekki tekið neina áhættu eða gert eitthvað óskynsamlegt. Ég hef aftur á móti tekið vel á því og reynt mitt besta. Það kom mér á óvart hversu langt ég er komin á þessum tímapunkti en ég hefði heldur ekki sætt mig við neitt minna,“ sagði Kara Saunders í viðtalinu við Morning Chalk Up.
CrossFit Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira