Britta Nielsen mun ekki bera vitni Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2019 12:22 Öll börn Brittu Nielsen eru flækt í svik móður sinnar. AP/Themba Hadebe Danski fjársvikarinn Britta Nielsen mun að óbreyttu ekki bera vitni á meðan á réttarhöldum stendur. Frá þessu greindi verjandi hennar í dómsal í dag, en Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. Nima Nabipour, verjandi Nielsen, sagði skjólstæðing sinn hafa verið reiðubúin að skila skýrslu, en þar sem hann hafi ekki öll gögn í málinu geti hann ekki ráðlagt Nielsen að bera vitni. Réttarhöldin í máli hinnar 65 ára Nielsen hefur vakið mikla athygli í Danmörku sem og víðar. Hlé var gert í morgun eftir að Nabipour krafðist þess að réttarhöldum yrði frestað. Þeirri beiðni var þó hafnað. Nabipour segist ekki geta ráðlagt Nielsen að bera vitni þar sem hann telur saksóknara ekki hafa skýrt almennilega hvað hafi komið fram í framsalssamningi danskra yfirvalda við yfirvöld í Suður-Afríku, en Nielsen var handtekin í Jóhannesarborg á síðasta ári. Plaggið sem hún hafi undirritað þá kunni að hafa þýðingu við ákvörðun refsingar. Játaði sekt Nielsen hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Hún neiti þó að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðgerðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen, auk þriggja uppkominna barna sinna og tengdasonar eru ákærð í málinu. Vitað er að Britta og börn hennar hafi meðal annars nýtt féð í að fjárfesta í dýrum fasteignum, hrossum, bílum og skartgripum. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50 Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Danski fjársvikarinn Britta Nielsen mun að óbreyttu ekki bera vitni á meðan á réttarhöldum stendur. Frá þessu greindi verjandi hennar í dómsal í dag, en Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. Nima Nabipour, verjandi Nielsen, sagði skjólstæðing sinn hafa verið reiðubúin að skila skýrslu, en þar sem hann hafi ekki öll gögn í málinu geti hann ekki ráðlagt Nielsen að bera vitni. Réttarhöldin í máli hinnar 65 ára Nielsen hefur vakið mikla athygli í Danmörku sem og víðar. Hlé var gert í morgun eftir að Nabipour krafðist þess að réttarhöldum yrði frestað. Þeirri beiðni var þó hafnað. Nabipour segist ekki geta ráðlagt Nielsen að bera vitni þar sem hann telur saksóknara ekki hafa skýrt almennilega hvað hafi komið fram í framsalssamningi danskra yfirvalda við yfirvöld í Suður-Afríku, en Nielsen var handtekin í Jóhannesarborg á síðasta ári. Plaggið sem hún hafi undirritað þá kunni að hafa þýðingu við ákvörðun refsingar. Játaði sekt Nielsen hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Hún neiti þó að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðgerðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen, auk þriggja uppkominna barna sinna og tengdasonar eru ákærð í málinu. Vitað er að Britta og börn hennar hafi meðal annars nýtt féð í að fjárfesta í dýrum fasteignum, hrossum, bílum og skartgripum.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50 Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13
Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50
Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45