Sportpakkinn: „Of spennandi tækifæri til að sleppa því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 15:55 Ólafur var léttur þegar Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. mynd/stöð 2 Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Hann verður aðalþjálfari með Rúnari Páli Sigmundssyni sem er að hefja sitt sjöunda ár sem þjálfari Stjörnunnar. Ólafur hætti í haust að þjálfa Val. Hann var í fimm ár með Valsmenn og undir hans stjórn urðu þeir tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þar áður gerði Ólafur FH þrisvar að Íslandsmeisturum. Arnar Björnsson ræddi við Ólaf eftir að hann var kynntur sem þjálfari Stjörnunnar í dag. „Þegar þetta tækifæri kom upp í hendurnar að þá fannst mér það spennandi að ég gat ekki sleppt því. Þetta er geggjuð íþrótt og gaman að starfa við hana. Ég held að það séu forréttindi,“ sagði Ólafur. Hann segir að fleiri lið hafi haft samband. Hann ákvað að leggjast undir feld, taka sér gott frí og skoða málin eftir það. Ólafur segir að hugmyndin um að hann færi til Stjörnunnar hafi verið rædd fyrir nokkru. „Við Rúnar verðum saman með liðið, hlutverkaskipti eru klár milli okkar. Við vinnum þetta saman.“ En eruð þið Rúnar ekki báðir erfiðir í skapinu, gengur ykkur eitthvað að vinna saman? „Ég held að það sé góður plús þegar menn eru hálfklikkaðir eins og við báðir. Það hjálpar,“ svaraði Ólafur. Hvaða möguleika telur Ólafur að Stjarnan eigi í titilbaráttunni næsta sumar? „Stjarnan er ungt félag og hefur staðið sig vel undir stjórn Rúnars undanfarin 6-7 ár. Við erum bjartsýnir og ætlum að byrja að æfa eftir helgi. Auðvitað þekki ég knattspyrnugetu þessara knattspyrnumanna. En aðra hluti þarf ég að kynna mér betur.“ En er ekki stefnan að vinna Val í báðum leikjunum næsta sumar? „Nei, nei, helst að vinna alla. Það er best. Ég er hrikalega spenntur. Þetta verður gaman. Ég veit það,“ sagði nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Jóhannesson. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Óli Jóh kominn til Stjörnunnar Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55 Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Hann verður aðalþjálfari með Rúnari Páli Sigmundssyni sem er að hefja sitt sjöunda ár sem þjálfari Stjörnunnar. Ólafur hætti í haust að þjálfa Val. Hann var í fimm ár með Valsmenn og undir hans stjórn urðu þeir tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þar áður gerði Ólafur FH þrisvar að Íslandsmeisturum. Arnar Björnsson ræddi við Ólaf eftir að hann var kynntur sem þjálfari Stjörnunnar í dag. „Þegar þetta tækifæri kom upp í hendurnar að þá fannst mér það spennandi að ég gat ekki sleppt því. Þetta er geggjuð íþrótt og gaman að starfa við hana. Ég held að það séu forréttindi,“ sagði Ólafur. Hann segir að fleiri lið hafi haft samband. Hann ákvað að leggjast undir feld, taka sér gott frí og skoða málin eftir það. Ólafur segir að hugmyndin um að hann færi til Stjörnunnar hafi verið rædd fyrir nokkru. „Við Rúnar verðum saman með liðið, hlutverkaskipti eru klár milli okkar. Við vinnum þetta saman.“ En eruð þið Rúnar ekki báðir erfiðir í skapinu, gengur ykkur eitthvað að vinna saman? „Ég held að það sé góður plús þegar menn eru hálfklikkaðir eins og við báðir. Það hjálpar,“ svaraði Ólafur. Hvaða möguleika telur Ólafur að Stjarnan eigi í titilbaráttunni næsta sumar? „Stjarnan er ungt félag og hefur staðið sig vel undir stjórn Rúnars undanfarin 6-7 ár. Við erum bjartsýnir og ætlum að byrja að æfa eftir helgi. Auðvitað þekki ég knattspyrnugetu þessara knattspyrnumanna. En aðra hluti þarf ég að kynna mér betur.“ En er ekki stefnan að vinna Val í báðum leikjunum næsta sumar? „Nei, nei, helst að vinna alla. Það er best. Ég er hrikalega spenntur. Þetta verður gaman. Ég veit það,“ sagði nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Jóhannesson. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Óli Jóh kominn til Stjörnunnar
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55 Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55
Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08