Hátt settur starfsmaður Instagram bjargaði Audda úr klóm hakkara Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2019 12:30 Auðunn Blöndal og Ríkharður Óskar Guðnason á haustkynningu Stöðvar 2 á dögunum. Vísir/daníel þór Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal lenti í því í vikunni að Instagram-reikningur hans var hakkaður en hann ræddi um málið í Brennslunni á FM957 í gær. „Reikningum var í rauninni bara stolið og það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auddi sem er með yfir 35 þúsund fylgjendur á miðlinum.„Ég get alveg viðurkennt fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan. Ég vaknaði um morguninn og fer ekkert beint á Instagram. Síðan kíki ég þegar ég er mættur í vinnuna og þá kom bara eins og ég hafi verið skráður út. Síðan þegar ég reyni að skrá mig inn kemur bara nýr reikningur, Blöndal Auðunn og ég ekki að elta neinn og enginn að elta mig. Þetta var það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mínum reikningi og bjó til nýjan fyrir mig.“ Auðunn segist hafa farið beint til þeirra sem starfa hjá tölvudeild Vodafone. „Þeir voru með mér í svona þrjá tíma. Þetta var ekki eins og ég og pabbi hefðum verið í þessu. Hann var búinn að breyta tölvupóstfanginu á Instagraminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum þannig að þetta var mjög steikt.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að átta sig á því hvert hann ætti að snúa sér. „Maður er gjörsamlega varnarlaus og ég var búinn að hafa samband við nokkra út í bæ. Þetta hefði tekið mun lengri tíma en konan mín þekkir einstakling úti í New York sem þekkir einstakling sem er hátt settur hjá Instagram. Það var það sem bjargaði þessu, því þá var hægt að tala við einhvern í síma,“ segir Auðunn en kærasta hans er Rakel Þormarsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni á næstunni.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal lenti í því í vikunni að Instagram-reikningur hans var hakkaður en hann ræddi um málið í Brennslunni á FM957 í gær. „Reikningum var í rauninni bara stolið og það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auddi sem er með yfir 35 þúsund fylgjendur á miðlinum.„Ég get alveg viðurkennt fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan. Ég vaknaði um morguninn og fer ekkert beint á Instagram. Síðan kíki ég þegar ég er mættur í vinnuna og þá kom bara eins og ég hafi verið skráður út. Síðan þegar ég reyni að skrá mig inn kemur bara nýr reikningur, Blöndal Auðunn og ég ekki að elta neinn og enginn að elta mig. Þetta var það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mínum reikningi og bjó til nýjan fyrir mig.“ Auðunn segist hafa farið beint til þeirra sem starfa hjá tölvudeild Vodafone. „Þeir voru með mér í svona þrjá tíma. Þetta var ekki eins og ég og pabbi hefðum verið í þessu. Hann var búinn að breyta tölvupóstfanginu á Instagraminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum þannig að þetta var mjög steikt.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að átta sig á því hvert hann ætti að snúa sér. „Maður er gjörsamlega varnarlaus og ég var búinn að hafa samband við nokkra út í bæ. Þetta hefði tekið mun lengri tíma en konan mín þekkir einstakling úti í New York sem þekkir einstakling sem er hátt settur hjá Instagram. Það var það sem bjargaði þessu, því þá var hægt að tala við einhvern í síma,“ segir Auðunn en kærasta hans er Rakel Þormarsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni á næstunni.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Sjá meira