Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 21:00 Þetta er fyrsta skiptið sem Hilkka kemur til Íslands en hún og maðurinn hennar ákváðu að skella sér á Airwaves. vísir/Hallgerður Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. Hilkka og maðurinn hennar eru á Íslandi í fyrsta skiptið og þau ákváðu að koma hingað sérstaklega til að fara á Iceland Airwaves. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves og fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands. Ég er meðlimur í Saga Club og þau sögðu okkur frá Iceland Airwaves. Ég og maðurinn minn hugsuðum með okkur: „Ó, þetta er einmitt staðurinn sem okkur langar að fara til vegna þess að við höfum aldrei komið þangað áður.“ Þau hjónin eru frá Finnlandi og segir Hilkka mikinn mun á Íslandi og Finnlandi. „Hjá okkur eru skógar og vötn, þúsundir vatna, og stórir skógar, hér er allt auðn. Landslagið er allt öðruvísi. Fjöllin eru bara í norður Finnlandi, ekki í suðrinu.“ SIGGY tónleikarnir voru þeir fyrstu sem þau hjón fóru á á hátíðinni og líkaði þeim vel. „Mér finnst Airwaves mjög skemmtilegt!“ Hilkka segist ekki þekkja neina tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni en það sé einmitt svo spennandi. „Við ætlum bara að rölta á milli, ég þekki enga listamenn sem eru að spila hérna og veit ekkert um íslenska tónlist. Við hjónin erum bæði komin á eftirlaun þannig að við ákváðum að skella okkur bara hingað.“Maðurinn hennar Hilkku stendur innar í salnum og fylgist vel með sviðinu. „Hann stendur þarna í bláu úlpunni,“ segir Hilkka og bendir blaðamanni á hann. „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni,“ bætir Hilkka við og hlær. „En það skiptir ekki máli, við erum bara hér til að skemmta okkur.“ Airwaves Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. Hilkka og maðurinn hennar eru á Íslandi í fyrsta skiptið og þau ákváðu að koma hingað sérstaklega til að fara á Iceland Airwaves. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves og fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands. Ég er meðlimur í Saga Club og þau sögðu okkur frá Iceland Airwaves. Ég og maðurinn minn hugsuðum með okkur: „Ó, þetta er einmitt staðurinn sem okkur langar að fara til vegna þess að við höfum aldrei komið þangað áður.“ Þau hjónin eru frá Finnlandi og segir Hilkka mikinn mun á Íslandi og Finnlandi. „Hjá okkur eru skógar og vötn, þúsundir vatna, og stórir skógar, hér er allt auðn. Landslagið er allt öðruvísi. Fjöllin eru bara í norður Finnlandi, ekki í suðrinu.“ SIGGY tónleikarnir voru þeir fyrstu sem þau hjón fóru á á hátíðinni og líkaði þeim vel. „Mér finnst Airwaves mjög skemmtilegt!“ Hilkka segist ekki þekkja neina tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni en það sé einmitt svo spennandi. „Við ætlum bara að rölta á milli, ég þekki enga listamenn sem eru að spila hérna og veit ekkert um íslenska tónlist. Við hjónin erum bæði komin á eftirlaun þannig að við ákváðum að skella okkur bara hingað.“Maðurinn hennar Hilkku stendur innar í salnum og fylgist vel með sviðinu. „Hann stendur þarna í bláu úlpunni,“ segir Hilkka og bendir blaðamanni á hann. „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni,“ bætir Hilkka við og hlær. „En það skiptir ekki máli, við erum bara hér til að skemmta okkur.“
Airwaves Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira