Liverpool getur aftur stungið af Hjörvar Ólafsson skrifar 9. nóvember 2019 12:30 Klopp og Guardiola. vísir/getty Manchester City og Liverpool voru í algjörum sérflokki á síðasta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Baráttu liðanna um enska meistaratitilinn lauk í síðustu umferð deildarinnar síðasta vor þar sem Manchester City stóð uppi sem meistari. Liverpool var með forystu framan af tímabili í fyrra en sigur Manchester City í toppslag liðanna í janúarbyrjun reyndist vendipunktur á tímabilinu. Svipuð sviðsmynd er uppi núna þar sem Liverpool hefur sex stiga forskot á Manchester City fyrir leik liðanna í 12. umferð deildarinnar sem fram fer á Anfield á morgun. Liverpool hafði hins vegar sjö stiga forystu þegar leikurinn á Etihad-leikvanginum hófst á síðasta keppnistímabili. Leicester City og Chelsea eru svo í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni eins og sakir standa en ekki var búist við slíkum stórræðum af þeim liðum þegar yfirstandandi leiktíð hófst. Skotin hafa gengið á milli knattspyrnustjóra Manchester City og Liverpool en Pep Guardiola hóf vikuna á að saka Sadio Mané um leikaraskap og Jürgen Klopp svaraði þeim ummælum með því að væna Manchester City um að stunda taktísk brot með skipulögðum hætti. Þeir sögðu þó báðir að gagnkvæm virðing væri á milli þeirra og þeir hlökkuðu til þess að mætast um helgina. Manchester City er í vænlegri stöðu í riðli sínum í Meistaradeild Evrópu og gat farið nokkuð afslappað inn í leikinn gegn Atalanta í miðri viku. Púlsinn hefur samt líklega hækkað töluvert hjá Guardiola þegar hann sá aðalmarkvörð sinn, Ederson, rölta meiddan af velli í þeim leik. Ederson verður ekki klár í tæka tíð fyrir leik morgundagsins en líklega mun Claudio Bravo af þeim sökum standa á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Klopp gat aftur á móti leyft sér að hvíla Mohamed Salah sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur en hann fór af velli í upphafi síðari hálfleiks í sigrinum á móti Genk. Þá hefur Jordan Henderson hrist af sér veikindin sem urðu til þess að hann missti af leiknum við belgíska liðið. Einhverjar áhyggjuraddir sögðu Virgil van Dijk hafa meiðst en stuðningsmenn Liverpool geta sofið rólegir þar sem hann er klár í slaginn. Tölfræðin er á bandi Liverpool í þessum leik en liðið hefur einungis beðið ósigur einu sinni í síðustu 28 deildarleikjum liðanna á Anfield og Liverpool hefur ekki tapaði í 16 síðustu viðureignum liðanna í deildinni. Þegar litið er á síðustu fimm leiki liðanna í deildinni er jafnræði með þeim en ef 5-0 sigur Manchester City í leik þeirra í september árið 2017 er tekinn út fyrir sviga þá hefur hvort lið um sig haft betur í einum leik og tveimur leikjanna hefur lyktað með jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Manchester City og Liverpool voru í algjörum sérflokki á síðasta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Baráttu liðanna um enska meistaratitilinn lauk í síðustu umferð deildarinnar síðasta vor þar sem Manchester City stóð uppi sem meistari. Liverpool var með forystu framan af tímabili í fyrra en sigur Manchester City í toppslag liðanna í janúarbyrjun reyndist vendipunktur á tímabilinu. Svipuð sviðsmynd er uppi núna þar sem Liverpool hefur sex stiga forskot á Manchester City fyrir leik liðanna í 12. umferð deildarinnar sem fram fer á Anfield á morgun. Liverpool hafði hins vegar sjö stiga forystu þegar leikurinn á Etihad-leikvanginum hófst á síðasta keppnistímabili. Leicester City og Chelsea eru svo í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni eins og sakir standa en ekki var búist við slíkum stórræðum af þeim liðum þegar yfirstandandi leiktíð hófst. Skotin hafa gengið á milli knattspyrnustjóra Manchester City og Liverpool en Pep Guardiola hóf vikuna á að saka Sadio Mané um leikaraskap og Jürgen Klopp svaraði þeim ummælum með því að væna Manchester City um að stunda taktísk brot með skipulögðum hætti. Þeir sögðu þó báðir að gagnkvæm virðing væri á milli þeirra og þeir hlökkuðu til þess að mætast um helgina. Manchester City er í vænlegri stöðu í riðli sínum í Meistaradeild Evrópu og gat farið nokkuð afslappað inn í leikinn gegn Atalanta í miðri viku. Púlsinn hefur samt líklega hækkað töluvert hjá Guardiola þegar hann sá aðalmarkvörð sinn, Ederson, rölta meiddan af velli í þeim leik. Ederson verður ekki klár í tæka tíð fyrir leik morgundagsins en líklega mun Claudio Bravo af þeim sökum standa á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Klopp gat aftur á móti leyft sér að hvíla Mohamed Salah sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur en hann fór af velli í upphafi síðari hálfleiks í sigrinum á móti Genk. Þá hefur Jordan Henderson hrist af sér veikindin sem urðu til þess að hann missti af leiknum við belgíska liðið. Einhverjar áhyggjuraddir sögðu Virgil van Dijk hafa meiðst en stuðningsmenn Liverpool geta sofið rólegir þar sem hann er klár í slaginn. Tölfræðin er á bandi Liverpool í þessum leik en liðið hefur einungis beðið ósigur einu sinni í síðustu 28 deildarleikjum liðanna á Anfield og Liverpool hefur ekki tapaði í 16 síðustu viðureignum liðanna í deildinni. Þegar litið er á síðustu fimm leiki liðanna í deildinni er jafnræði með þeim en ef 5-0 sigur Manchester City í leik þeirra í september árið 2017 er tekinn út fyrir sviga þá hefur hvort lið um sig haft betur í einum leik og tveimur leikjanna hefur lyktað með jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira