Langaði að sýna aðra týpu af kvenlíkama Björk Guðjónsdóttir skrifar 21. október 2019 06:00 Undanfarin vika var svo sannarlega stór hjá Jóhönnu Friðriku; frumsýning kvikmyndarinnar Agnes Joy þar sem hún er einn handritshöfunda og hún birtist í þættinum Pabbahelgar sem sýndur er á RÚV Fbl/valli Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir útskrifaðist sem leikkona árið 2005 en segir leiklistarferilinn hafa verið köflóttan. „Leiklistarferillinn minn er nú mun fyrirferðarminni en kokkaferillinn minn en eldamennska hefur tekið mikið pláss í mínu lífi og þannig hef ég unnið fyrir mér.“ Jóhanna ólst upp á Vík í Mýrdal og minnist þess að leikfélagið á Kirkjubæjarklaustri hafi reglulega komið í leikferðir þangað og sýnt verk í félagsheimilinu Leikskálum. „Þar átti ég uppáhaldsleikara sem mig langaði alltaf svo að líkjast af því mér fannst hann geta gert svo marga svipi og fannst hann svo fyndinn. En leiklistaráhuginn kviknaði ekki af alvöru fyrr en í Menntaskólanum á Laugarvatni þar sem ég áttaði mig á því að svona landsbyggðartútta eins og ég gæti raunverulega farið í leiklistarskólann sem ég hélt alltaf að væri bara fyrir leikarabörn úr Reykjavík. Því á Laugarvatni var ein bekkjarsystir bróður míns nýkomin inn í Leiklistarskólann.“Áhuginn færðist yfir í leikstjórn og skriftir Eftir útskriftina fór Jóhanna þó meira að leikstýra í menntaskólum og leikfélögum úti á landi en stóð ekki mikið sjálf á sviði. „Áhuginn færðist því fljótlega yfir í að leikstýra og út frá því að skrifa þar sem ég þurfti iðulega að skrifa verk fyrir leikfélögin eða aðlaga verk að hópum og þeim aðstæðum sem ég var að vinna með hverju sinni. Leiðin lá svo í ritlist í Háskóla Íslands þar sem ég útskrifaðist með master árið 2015 og hef mestmegnis verið að skrifa síðan þá en kvikmyndin Agnes Joy er sú fyrsta sem ég tek þátt í að skrifa. Hún var frumsýnd í síðustu viku við góðar undirtektir og hvet ég auðvitað alla til að skella sér í bíó,“ segir Jóhanna. Mikilvægt að gera það sem maður hræðist Það var eftir tveggja ára hlé í leikhúsinu að Jóhanna fór með hlutverk í verkinu Loaboratorium í Borgarleikhúsinu að Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur Pabbahelga, var áhorfandi á einni sýningunni. „Nanna sá mig þar og kallaði mig í kjölfarið í prufu fyrir þættina. Mér fannst handritið strax mjög spennandi og heildarhugmyndin öll en ég þurfti alveg að taka mér tíma til að hugsa málið vel þegar hún bauð mér hlutverkið. Þessir þættir eru svo dásamlega raunsæir sem getur verið svo hættulegt og þarna var mikil nekt og ég þurfti því að skoða hug minn vel, hvort ég hefði hugrekkið í þetta,“ segir Jóhanna einlæg. „En þar sem mér finnnst umfjöllunarefni þáttanna svo ferskt og af því að ég var alveg skíthrædd við að gera þetta ákvað ég að slá til, því það er svo mikilvægt að gera það sem maður er hræddur við.“ Nektarsenan auðveld þegar á hólminn var komið „Þar sem ég er svona týpa sem hef svo oft gagnrýnt hvað það er lítil fjölbreytni í því hvernig konur eru sýndar í nektarsenum þá fannst mér svo gott á mig að fá þetta tækifæri upp í hendurnar, tækifæri til að sýna aðra týpu af kvenlíkama en þá sem oftast birtist á skjánum. Þegar svo á hólminn var komið fannst mér hins vegar lítið mál að gera þetta sem hefur mest með dásamlegt samstarfsfólk að gera. Það eru allir svo miklir fagmenn á setti og umgangast svona tökur af svo mikilli virðingu. Ég held að það halli ekki á neinn þegar ég segi að mótleikari minn, Sveinn Ólafur Gunnarsson hafi átt stærstan þátt í því hvað þetta var jákvæð reynsla.“ Jóhanna viðurkennir þó að hafa ekki fundist sérlega þægilegt að sjá umræddar senur. „Mig langar ekkert að horfa á þetta oft en ég er ánægð með hvað þetta var vel gert. Þetta var hvorki teprulegt né heldur upphafið – bara raunverulegt. Sem mér finnst einmitt mesta snilldin við þessa þætti í heild. Hvernig þeir ná að dansa á þessari línu að vera raunsæir með öllu því óþægilega sem raunveruleikinn býður oft upp á. En er ekki eitthvað óþarflega framhleypið eða að verið sé að hneyksla eða vekja ógleði. Mér finnst líka svo vel gert að persónurnar eru skrifaðar þannig að maður sem áhorfandi tekur ekkert svo auðveldlega afstöðu með einni þeirra umfram aðra. Þær eru allar svo mannlegar, breiskar og dásamlegar til skiptis,“ segir Jóhanna að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir útskrifaðist sem leikkona árið 2005 en segir leiklistarferilinn hafa verið köflóttan. „Leiklistarferillinn minn er nú mun fyrirferðarminni en kokkaferillinn minn en eldamennska hefur tekið mikið pláss í mínu lífi og þannig hef ég unnið fyrir mér.“ Jóhanna ólst upp á Vík í Mýrdal og minnist þess að leikfélagið á Kirkjubæjarklaustri hafi reglulega komið í leikferðir þangað og sýnt verk í félagsheimilinu Leikskálum. „Þar átti ég uppáhaldsleikara sem mig langaði alltaf svo að líkjast af því mér fannst hann geta gert svo marga svipi og fannst hann svo fyndinn. En leiklistaráhuginn kviknaði ekki af alvöru fyrr en í Menntaskólanum á Laugarvatni þar sem ég áttaði mig á því að svona landsbyggðartútta eins og ég gæti raunverulega farið í leiklistarskólann sem ég hélt alltaf að væri bara fyrir leikarabörn úr Reykjavík. Því á Laugarvatni var ein bekkjarsystir bróður míns nýkomin inn í Leiklistarskólann.“Áhuginn færðist yfir í leikstjórn og skriftir Eftir útskriftina fór Jóhanna þó meira að leikstýra í menntaskólum og leikfélögum úti á landi en stóð ekki mikið sjálf á sviði. „Áhuginn færðist því fljótlega yfir í að leikstýra og út frá því að skrifa þar sem ég þurfti iðulega að skrifa verk fyrir leikfélögin eða aðlaga verk að hópum og þeim aðstæðum sem ég var að vinna með hverju sinni. Leiðin lá svo í ritlist í Háskóla Íslands þar sem ég útskrifaðist með master árið 2015 og hef mestmegnis verið að skrifa síðan þá en kvikmyndin Agnes Joy er sú fyrsta sem ég tek þátt í að skrifa. Hún var frumsýnd í síðustu viku við góðar undirtektir og hvet ég auðvitað alla til að skella sér í bíó,“ segir Jóhanna. Mikilvægt að gera það sem maður hræðist Það var eftir tveggja ára hlé í leikhúsinu að Jóhanna fór með hlutverk í verkinu Loaboratorium í Borgarleikhúsinu að Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur Pabbahelga, var áhorfandi á einni sýningunni. „Nanna sá mig þar og kallaði mig í kjölfarið í prufu fyrir þættina. Mér fannst handritið strax mjög spennandi og heildarhugmyndin öll en ég þurfti alveg að taka mér tíma til að hugsa málið vel þegar hún bauð mér hlutverkið. Þessir þættir eru svo dásamlega raunsæir sem getur verið svo hættulegt og þarna var mikil nekt og ég þurfti því að skoða hug minn vel, hvort ég hefði hugrekkið í þetta,“ segir Jóhanna einlæg. „En þar sem mér finnnst umfjöllunarefni þáttanna svo ferskt og af því að ég var alveg skíthrædd við að gera þetta ákvað ég að slá til, því það er svo mikilvægt að gera það sem maður er hræddur við.“ Nektarsenan auðveld þegar á hólminn var komið „Þar sem ég er svona týpa sem hef svo oft gagnrýnt hvað það er lítil fjölbreytni í því hvernig konur eru sýndar í nektarsenum þá fannst mér svo gott á mig að fá þetta tækifæri upp í hendurnar, tækifæri til að sýna aðra týpu af kvenlíkama en þá sem oftast birtist á skjánum. Þegar svo á hólminn var komið fannst mér hins vegar lítið mál að gera þetta sem hefur mest með dásamlegt samstarfsfólk að gera. Það eru allir svo miklir fagmenn á setti og umgangast svona tökur af svo mikilli virðingu. Ég held að það halli ekki á neinn þegar ég segi að mótleikari minn, Sveinn Ólafur Gunnarsson hafi átt stærstan þátt í því hvað þetta var jákvæð reynsla.“ Jóhanna viðurkennir þó að hafa ekki fundist sérlega þægilegt að sjá umræddar senur. „Mig langar ekkert að horfa á þetta oft en ég er ánægð með hvað þetta var vel gert. Þetta var hvorki teprulegt né heldur upphafið – bara raunverulegt. Sem mér finnst einmitt mesta snilldin við þessa þætti í heild. Hvernig þeir ná að dansa á þessari línu að vera raunsæir með öllu því óþægilega sem raunveruleikinn býður oft upp á. En er ekki eitthvað óþarflega framhleypið eða að verið sé að hneyksla eða vekja ógleði. Mér finnst líka svo vel gert að persónurnar eru skrifaðar þannig að maður sem áhorfandi tekur ekkert svo auðveldlega afstöðu með einni þeirra umfram aðra. Þær eru allar svo mannlegar, breiskar og dásamlegar til skiptis,“ segir Jóhanna að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira