Segir frá reynslu sinni sem atvinnumaður í fótbolta á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 10:30 Camille Bassett. Skjámynd/Youtube Camille Bassett ákvað að deila með öllum upplifun sinni af því að spila sem atvinnumaður á Íslandi en þessi 22 ára sóknarmaður lék með Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Camille Bassett fór yfir reynslu sína af Íslandi og íslenskum fótbolta í myndbandi sem hún setti síðan inn á Youtube. Hún hóf þó myndbandið á því að segja að hún væri ekki vön að gera svona því hingað til hefur hún aðeins setti tilþrifamyndbönd og myndbönd af ferðalögum inn á Youtube síðuna sína. „Ég var bara á Íslandi í þrjá mánuði en þetta voru fyrstu kynni mín af atvinnumennsku sem og að ég fór til útlanda í fyrsta sinn,“ sagði Camille Bassett sem ákvað að henda í myndband í stað þess að vera að svara alltaf sömu spurningunum aftur og aftur. „Ég ákvað að tala um það sem mér fannst áhugaverðast og kannski getur þessi reynsla mín hjálpað ykkur sem eru að pæla í því að reyna fyrir ykkur sem atvinnumenn í fótbolta í Evrópu einhvern daginn,“ sagði Camille. Camille ræðir fyrst tungumálið og segir að það hafi ráðið miklu um hverjar urðu vinkonur hennar því það voru þær sem töluðu ensku við hana. „Ég reyndi að læra íslensku en það var alltof erfitt. Íslenskan er fallegt tungumál en mjög ólíkt ensku. Ég var bara í þrjá mánuði og lærði ekki mörg orð,“ sagði Camille. „Liðsfélagar mínir töluðu ensku en allar æfingarnar fóru fram á íslensku. Ég þurfti því að elta hinar stelpurnar eða spyrja þær hvað væri í gangi,“ sagði Camille sem viðurkennir að hafa oft ekki vitað hvað væri í gangi á æfingunni. Þjálfararnir voru greinilega ekkert að hafa áhyggjur af því að það skyldu ekki allar það sem þeir voru að segja.Skjámynd/YoutubeCamille saknaði líka að hafa sjúkraþjálfara á öllum æfingum og að það var allt í einu á hennar herðum að passa upp á líkamann sinn eftir æfingar. Hún var óvön því enda þegar hún spilaði í bandaríska háskólaboltanum þá var sjúkraþjálfari á öllum æfingum. „Hvað varðar fótboltann sjálfan þá var hann hraðari og harðari en ég var vön. Leikmenn voru líka með meiri tækni en ég er vön. Ég veit ekki hvort að þetta sé hinn dæmigerði evrópski fótbolti eða hvort að þetta sé bara íslenskur fótbolti en það var krafan að allir leikmenn áttu að reyna að komast fram hjá tveimur eða þremur leikmönnum,“ sagði Camille og bætti við: „Þetta var skrítið fyrir mig því ég vön því að senda boltann og spila í fáum snertingum. Þetta þvingaði mig til að læra meiri tækni en það er minn veikasti hlekkur sem fótboltakona,“ sagði Camille. Hún var mikið á varamannabekknum og nefnir það sérstaklega að varamennirnir hafi ekki fengið að hita upp með byrjunarliðinu. Í bandaríska háskólafótboltanum eru fleiri en þrjár skiptingar og þar geta leikmenn farið inn og út af vellinum eins og í körfubolta og handbolta. Camille Bassett kom til Stjörnunnar um mitt sumar og náði að spila átta leiki með liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Hún var þó aðeins í byrjunarliðinu í þremur leikjum, fyrsta leiknum eftir að hún kom og svo í tveimur síðustu leikjunum. Camille Bassett náði ekki að skora í Pepsi Max deildinni og átti heldur ekki stoðsendingu. Í lok myndbandsins fer hún yfir bæði það neikvæða og jákvæða við það að spila á Íslandi. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að spila mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður á Íslandi,“ sagði Camille. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira
Camille Bassett ákvað að deila með öllum upplifun sinni af því að spila sem atvinnumaður á Íslandi en þessi 22 ára sóknarmaður lék með Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Camille Bassett fór yfir reynslu sína af Íslandi og íslenskum fótbolta í myndbandi sem hún setti síðan inn á Youtube. Hún hóf þó myndbandið á því að segja að hún væri ekki vön að gera svona því hingað til hefur hún aðeins setti tilþrifamyndbönd og myndbönd af ferðalögum inn á Youtube síðuna sína. „Ég var bara á Íslandi í þrjá mánuði en þetta voru fyrstu kynni mín af atvinnumennsku sem og að ég fór til útlanda í fyrsta sinn,“ sagði Camille Bassett sem ákvað að henda í myndband í stað þess að vera að svara alltaf sömu spurningunum aftur og aftur. „Ég ákvað að tala um það sem mér fannst áhugaverðast og kannski getur þessi reynsla mín hjálpað ykkur sem eru að pæla í því að reyna fyrir ykkur sem atvinnumenn í fótbolta í Evrópu einhvern daginn,“ sagði Camille. Camille ræðir fyrst tungumálið og segir að það hafi ráðið miklu um hverjar urðu vinkonur hennar því það voru þær sem töluðu ensku við hana. „Ég reyndi að læra íslensku en það var alltof erfitt. Íslenskan er fallegt tungumál en mjög ólíkt ensku. Ég var bara í þrjá mánuði og lærði ekki mörg orð,“ sagði Camille. „Liðsfélagar mínir töluðu ensku en allar æfingarnar fóru fram á íslensku. Ég þurfti því að elta hinar stelpurnar eða spyrja þær hvað væri í gangi,“ sagði Camille sem viðurkennir að hafa oft ekki vitað hvað væri í gangi á æfingunni. Þjálfararnir voru greinilega ekkert að hafa áhyggjur af því að það skyldu ekki allar það sem þeir voru að segja.Skjámynd/YoutubeCamille saknaði líka að hafa sjúkraþjálfara á öllum æfingum og að það var allt í einu á hennar herðum að passa upp á líkamann sinn eftir æfingar. Hún var óvön því enda þegar hún spilaði í bandaríska háskólaboltanum þá var sjúkraþjálfari á öllum æfingum. „Hvað varðar fótboltann sjálfan þá var hann hraðari og harðari en ég var vön. Leikmenn voru líka með meiri tækni en ég er vön. Ég veit ekki hvort að þetta sé hinn dæmigerði evrópski fótbolti eða hvort að þetta sé bara íslenskur fótbolti en það var krafan að allir leikmenn áttu að reyna að komast fram hjá tveimur eða þremur leikmönnum,“ sagði Camille og bætti við: „Þetta var skrítið fyrir mig því ég vön því að senda boltann og spila í fáum snertingum. Þetta þvingaði mig til að læra meiri tækni en það er minn veikasti hlekkur sem fótboltakona,“ sagði Camille. Hún var mikið á varamannabekknum og nefnir það sérstaklega að varamennirnir hafi ekki fengið að hita upp með byrjunarliðinu. Í bandaríska háskólafótboltanum eru fleiri en þrjár skiptingar og þar geta leikmenn farið inn og út af vellinum eins og í körfubolta og handbolta. Camille Bassett kom til Stjörnunnar um mitt sumar og náði að spila átta leiki með liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Hún var þó aðeins í byrjunarliðinu í þremur leikjum, fyrsta leiknum eftir að hún kom og svo í tveimur síðustu leikjunum. Camille Bassett náði ekki að skora í Pepsi Max deildinni og átti heldur ekki stoðsendingu. Í lok myndbandsins fer hún yfir bæði það neikvæða og jákvæða við það að spila á Íslandi. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að spila mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður á Íslandi,“ sagði Camille. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira