Alonso sakar Hamilton um hræsni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2019 15:30 Alonso og Hamilton hafa samtals sjö sinnum orðið heimsmeistarar í Formúlu 1. vísir/getty Spænski ökuþórinn Fernando Alonso hefur sakað Lewis Hamilton, heimsmeistarann í Formúlu 1, um hræsni þegar kemur að umhverfismálum. Hamilton er vegan og í síðustu viku hvatti hann aðra til að hætta að borða kjöt í innilegri færslu á Instagram. Hann eyddi henni síðan. Alonso, sem varð tvisvar sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, segir tvískinnung í málflutningi Hamiltons. Annað í lífi hans gefi ekki til kynna að honum sé annt um umhverfið. „Ég myndi halda matarræðinu mínu fyrir mig. Ég hefði aldrei sent frá mér svona færslu eins og Lewis,“ sagði Alonso við útvarpsstöð á Spáni. „Við vitum öll hvernig lífsstíll hans er og ökuþórar í Formúlu 1 fljúga 200 sinnum á ári. Þá geturðu ekki sagt fólki að sleppa því að borða kjöt.“ Hamilton er með örugga forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1. Hann getur tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Mexíkó á sunnudaginn þar sem átjánda keppni tímabilsins fer fram. Formúla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spænski ökuþórinn Fernando Alonso hefur sakað Lewis Hamilton, heimsmeistarann í Formúlu 1, um hræsni þegar kemur að umhverfismálum. Hamilton er vegan og í síðustu viku hvatti hann aðra til að hætta að borða kjöt í innilegri færslu á Instagram. Hann eyddi henni síðan. Alonso, sem varð tvisvar sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, segir tvískinnung í málflutningi Hamiltons. Annað í lífi hans gefi ekki til kynna að honum sé annt um umhverfið. „Ég myndi halda matarræðinu mínu fyrir mig. Ég hefði aldrei sent frá mér svona færslu eins og Lewis,“ sagði Alonso við útvarpsstöð á Spáni. „Við vitum öll hvernig lífsstíll hans er og ökuþórar í Formúlu 1 fljúga 200 sinnum á ári. Þá geturðu ekki sagt fólki að sleppa því að borða kjöt.“ Hamilton er með örugga forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1. Hann getur tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Mexíkó á sunnudaginn þar sem átjánda keppni tímabilsins fer fram.
Formúla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira