Daníel Guðni: Vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi Smári Jökull Jónsson skrifar 25. október 2019 20:52 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“ Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira