Leikar fara að hefjast á heimsmeistaramótinu í Overwatch Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2019 12:24 Strákarnir í landsliði Íslands eru nú staddir í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem þeir munu keppa, fyrir Íslands hönd, á heimsmeistaramótinu í leiknum Overwatch. Þeir tryggðu sér rétt til að keppa á mótinu með því að vinna Evrópumótið í síðasta mánuði. Fyrsti leikur landsliðsins er á fimmtudaginn.Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).Þeir eru í riðli með liðum Ástralíu, Nýja-Sjálands og Taílands. Sigurvegari hvers riðils fer svo í úrslitakeppnina. Keppt er um fimm sæti í þeirri keppni en þegar eru Suður-Kórea, Kanada, Kína, Frakkland og Bandaríkin búin að tryggja sér sæti. Hægt verður að fylgjast með leikjum strákanna og verður það jafnvel hægt í Bíó Paradís á fimmtudaginn. Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti
Strákarnir í landsliði Íslands eru nú staddir í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem þeir munu keppa, fyrir Íslands hönd, á heimsmeistaramótinu í leiknum Overwatch. Þeir tryggðu sér rétt til að keppa á mótinu með því að vinna Evrópumótið í síðasta mánuði. Fyrsti leikur landsliðsins er á fimmtudaginn.Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).Þeir eru í riðli með liðum Ástralíu, Nýja-Sjálands og Taílands. Sigurvegari hvers riðils fer svo í úrslitakeppnina. Keppt er um fimm sæti í þeirri keppni en þegar eru Suður-Kórea, Kanada, Kína, Frakkland og Bandaríkin búin að tryggja sér sæti. Hægt verður að fylgjast með leikjum strákanna og verður það jafnvel hægt í Bíó Paradís á fimmtudaginn.
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti