Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2019 13:30 Rannsókninni var hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. vísir/getty Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. Var rannsókninni hætt þar sem rannsakendur töldu það ekki siðferðislega verjandi að halda henni áfram í ljósi þess að börnin dóu. Að því er segir í umfjöllun Guardian er ekki til staðar neitt alþjóðlegt og almennt samkomulag varðandi það hvernig eigi að hafa umsjón með því þegar konur ganga fram yfir þegar ekki er um áhættumeðgöngu að ræða. Það er þó almennt talið að því fylgi aukin áhætta fyrir móður og barn ef meðgangan er lengri en 41 vika. Háskólasjúkrahúsið Sahlgrenska í Gautaborg leiddi rannsóknina. Var markmiðið að rannsaka 10 þúsund konur á fjórtán spítölum víðs vegar um landið.Vísindamennirnir ekki viljað tjá sig um málið Konum sem gengnar voru 40 vikur var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þær sem tóku þátt var síðan skipt handahófskennt í tvo hópa. Konurnar í öðrum hópnum voru settar af stað í byrjun viku 42 en konurnar í hinum hópnum á viku 43, ef þær voru þá þegar ekki farnar af stað. Þegar rannsókninni var hætt í október í fyrra hafði hún náð til 2.500 kvenna, sem er mun minna en lagt var upp með. Rannsakendur töldu engu að síður dauða barnanna sex gefa það sterklega til kynna að mikil aukin áhætta fylgdi því að láta meðgöngu halda áfram þar til á 43. viku. Engin börn létust í þeim hópi þar sem konur voru settar af stað í byrjun viku 42. Fyrst var fjallað um rannsóknina í sænskum fjölmiðlum í sumar en vísindamennirnir vilja ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en búið er að birta niðurstöðurnar í ritrýndu læknatímariti. Ýmislegt tengt rannsókninni má hins vegar finna í doktorsritgerð eins af rannsakendunum sem nýlega var birt á vef háskólans í Gautaborg. Höfundurinn telur að rannsóknin geti leitt til þess að ekki verði mælt með því að konur gangi með börn lengra fram yfir en eina viku. Þannig hefur Sahlgrenska-sjúkrahúsið, sem fór fyrir rannsókninni, ákveðið að breyta sínum viðmiðum og bjóða konum sem fara fram yfir að hefja fæðingu í viku 41, hafi þær ekki þá þegar fætt barnið. Svíþjóð Vísindi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. Var rannsókninni hætt þar sem rannsakendur töldu það ekki siðferðislega verjandi að halda henni áfram í ljósi þess að börnin dóu. Að því er segir í umfjöllun Guardian er ekki til staðar neitt alþjóðlegt og almennt samkomulag varðandi það hvernig eigi að hafa umsjón með því þegar konur ganga fram yfir þegar ekki er um áhættumeðgöngu að ræða. Það er þó almennt talið að því fylgi aukin áhætta fyrir móður og barn ef meðgangan er lengri en 41 vika. Háskólasjúkrahúsið Sahlgrenska í Gautaborg leiddi rannsóknina. Var markmiðið að rannsaka 10 þúsund konur á fjórtán spítölum víðs vegar um landið.Vísindamennirnir ekki viljað tjá sig um málið Konum sem gengnar voru 40 vikur var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þær sem tóku þátt var síðan skipt handahófskennt í tvo hópa. Konurnar í öðrum hópnum voru settar af stað í byrjun viku 42 en konurnar í hinum hópnum á viku 43, ef þær voru þá þegar ekki farnar af stað. Þegar rannsókninni var hætt í október í fyrra hafði hún náð til 2.500 kvenna, sem er mun minna en lagt var upp með. Rannsakendur töldu engu að síður dauða barnanna sex gefa það sterklega til kynna að mikil aukin áhætta fylgdi því að láta meðgöngu halda áfram þar til á 43. viku. Engin börn létust í þeim hópi þar sem konur voru settar af stað í byrjun viku 42. Fyrst var fjallað um rannsóknina í sænskum fjölmiðlum í sumar en vísindamennirnir vilja ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en búið er að birta niðurstöðurnar í ritrýndu læknatímariti. Ýmislegt tengt rannsókninni má hins vegar finna í doktorsritgerð eins af rannsakendunum sem nýlega var birt á vef háskólans í Gautaborg. Höfundurinn telur að rannsóknin geti leitt til þess að ekki verði mælt með því að konur gangi með börn lengra fram yfir en eina viku. Þannig hefur Sahlgrenska-sjúkrahúsið, sem fór fyrir rannsókninni, ákveðið að breyta sínum viðmiðum og bjóða konum sem fara fram yfir að hefja fæðingu í viku 41, hafi þær ekki þá þegar fætt barnið.
Svíþjóð Vísindi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira