Met Nicklaus það eina sem Tiger vantar Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. október 2019 08:00 Tiger Woods ungur og brosmildur eftir að hafa unnið sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni í Las Vegas árið 1996, þá nýorðinn tvítugur, rétt rúmum sex vikum eftir að hann ákvað að gerast atvinnukylfingur. Nordicphotos/Getty Um 23 árum eftir að Tiger Woods vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni sem tvítugt ungstirni tókst honum að jafna met Sams Snead um helgina þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í 82. sinn á PGA-mótaröðinni á löngum og farsælum ferli. Þetta var fyrsta mót Tigers í tæpa tvo mánuði eftir að hann gekkst undir aðgerð á hné í fimmta sinn á ferlinum og tókst honum að halda aftur af heimamanninum Hideki Matsuyama á lokakaflanum. Tiger leiddi með þremur höggum fyrir lokahringinn og í 25. sinn á ferlinum tókst honum að breyta þriggja högga forskoti í sigur, til þessa hefur engum öðrum tekist að vinna mót þegar Tiger leiðir með þremur höggum eða meira fyrir lokahringinn. Tiger var ekki búinn að ná að fylgja eftir Masters-titlinum í vor og voru sjö mánuðir liðnir síðan hann kom í hús á 67 höggum eða minna þegar kom að mótinu í Japan. Tiger virtist oft þreytulegur og fór undir hnífinn í lok ágúst eftir að tímabilinu lauk á PGA-mótaröðinni til að leysa vandamál með vinstra hnéð.Tiger í Japan.vísir/gettyMótið í Japan var því frumraun hans á þessu tímabili og stóðst hann væntingar og gott betur en það. Tiger lék stöðugt og gott golf alla fjóra hringina þrátt fyrir að úrhellisrigning hafi sett strik í reikninginn og gert það að verkum að hann lék 26 holur á sunnudeginum og síðustu átta holurnar á mánudegi. Tiger var skiljanlega stoltur af afrekinu þegar hann var spurður að því hvað sigurinn í Japan þýddi. „Það er ótrúlegt að hafa náð þessu, þetta eru ansi mörg mót. Þetta var langt mót, fimm dagar og ég fann fyrir pressunni,“ sagði Tiger léttur, aðspurður út í 82. sigurinn eftir mótið. „Sam var ennþá að á sextugsaldri, ég er á fimmtugsaldri og það sem þetta snýst um er stöðugleiki til margra ára,“ sagði Tiger um Snead sem hann hitti fyrst sem fimm ára gutti. Það verður að teljast ansi líklegt miðað við spilamennsku síðasta árs að Tiger muni taka fram úr Snead og setja met sem verður ef til vill aldrei bætt. Tiger, sem er af flestum talinn einn besti kylfingur allra tíma, vantar eitt met til að sitja einn að krúnunni, með þremur risamótstitlum í viðbót jafnar hann met Jacks Nicklaus sem vann á sínum tíma átján risameistaratitla. T akist Tiger að jafna „Gullbjörninn“ getur enginn efast um að Tiger er einn besti kylfingur allra tíma. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Um 23 árum eftir að Tiger Woods vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni sem tvítugt ungstirni tókst honum að jafna met Sams Snead um helgina þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í 82. sinn á PGA-mótaröðinni á löngum og farsælum ferli. Þetta var fyrsta mót Tigers í tæpa tvo mánuði eftir að hann gekkst undir aðgerð á hné í fimmta sinn á ferlinum og tókst honum að halda aftur af heimamanninum Hideki Matsuyama á lokakaflanum. Tiger leiddi með þremur höggum fyrir lokahringinn og í 25. sinn á ferlinum tókst honum að breyta þriggja högga forskoti í sigur, til þessa hefur engum öðrum tekist að vinna mót þegar Tiger leiðir með þremur höggum eða meira fyrir lokahringinn. Tiger var ekki búinn að ná að fylgja eftir Masters-titlinum í vor og voru sjö mánuðir liðnir síðan hann kom í hús á 67 höggum eða minna þegar kom að mótinu í Japan. Tiger virtist oft þreytulegur og fór undir hnífinn í lok ágúst eftir að tímabilinu lauk á PGA-mótaröðinni til að leysa vandamál með vinstra hnéð.Tiger í Japan.vísir/gettyMótið í Japan var því frumraun hans á þessu tímabili og stóðst hann væntingar og gott betur en það. Tiger lék stöðugt og gott golf alla fjóra hringina þrátt fyrir að úrhellisrigning hafi sett strik í reikninginn og gert það að verkum að hann lék 26 holur á sunnudeginum og síðustu átta holurnar á mánudegi. Tiger var skiljanlega stoltur af afrekinu þegar hann var spurður að því hvað sigurinn í Japan þýddi. „Það er ótrúlegt að hafa náð þessu, þetta eru ansi mörg mót. Þetta var langt mót, fimm dagar og ég fann fyrir pressunni,“ sagði Tiger léttur, aðspurður út í 82. sigurinn eftir mótið. „Sam var ennþá að á sextugsaldri, ég er á fimmtugsaldri og það sem þetta snýst um er stöðugleiki til margra ára,“ sagði Tiger um Snead sem hann hitti fyrst sem fimm ára gutti. Það verður að teljast ansi líklegt miðað við spilamennsku síðasta árs að Tiger muni taka fram úr Snead og setja met sem verður ef til vill aldrei bætt. Tiger, sem er af flestum talinn einn besti kylfingur allra tíma, vantar eitt met til að sitja einn að krúnunni, með þremur risamótstitlum í viðbót jafnar hann met Jacks Nicklaus sem vann á sínum tíma átján risameistaratitla. T akist Tiger að jafna „Gullbjörninn“ getur enginn efast um að Tiger er einn besti kylfingur allra tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira