Ólafur: Ef ég hefði hey-að hefði ég örugglega fengið villu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. október 2019 20:40 Ólafur skoraði 16 stig og tók 8 fráköst. vísir/bára Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur var stoltur af sínu liði en var óhress með ýmislegt hjá dómurum leiksins í Suðurnesjaslagnum í kvöld. Keflvíkingar höfðu betur í spennandi leik, 97-89. „Mjög sáttur með frammistöðuna hjá okkur í dag. Við erum bara flottir og nálægt því að vinna þá. Það vantaði einhver atriði í dag og þau féllu ekki með okkur, þess vegna unnu þeir,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leikinn. Grindvíkingar voru ósáttir með dómarana á löngum köflum og sérstaklega undir lokin. „Það skiptir svo sem engu máli hvað maður segir um þetta. Eggert (Aðalsteinsson) dæmir villu á Dag þar sem Dagur snýr bakinu í hann. Hörður Axel snýr höndunum að mér þannig að það er engin leið að Eggert geti séð þetta atvik. Hann flautar bara af því að hann segir „hey“ og það er of mikið." „Stuttu seinna fer ég upp og það er hakkað í höndina á mér og ég hef ekki lagt það í vana minn að „hey-a“. Ef ég hefði „hey-að“ þá hefði ég örugglega fengið villu. Einn dómarinn er auðvitað nýr og allt það, en ég held að hann hafi dæmt tvær villur hér í dag. Ég er ekki að kenna þeim um þetta en hann stendur undir körfunni þegar ég er hakkaður en hefur ekki pung í að dæma,“ sagði ósáttur Ólafur. Grindavík er með tvö töp eftir tvær umferðir en Ólafur lítur björtum augum á hlutina. „Það er margt sem við erum að bæta. Mér fannst við vera betri varnarlega en svo komu kaflar inn á milli, sérstaklega undir lokin, þá voru menn einhvern veginn úti um allt að reyna að ná boltanum. Þá komu auðveldar körfur fyrir þá.“ „Við töluðum um eftir síðasta leik að sýna agaðri sóknarleik, við þyrftum líka að vera agaðri í varnarleik. Nú erum við að spila bara á Íslendingum og mér finnst við vera að standa vel í þriggja útlendinga liði.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur var stoltur af sínu liði en var óhress með ýmislegt hjá dómurum leiksins í Suðurnesjaslagnum í kvöld. Keflvíkingar höfðu betur í spennandi leik, 97-89. „Mjög sáttur með frammistöðuna hjá okkur í dag. Við erum bara flottir og nálægt því að vinna þá. Það vantaði einhver atriði í dag og þau féllu ekki með okkur, þess vegna unnu þeir,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leikinn. Grindvíkingar voru ósáttir með dómarana á löngum köflum og sérstaklega undir lokin. „Það skiptir svo sem engu máli hvað maður segir um þetta. Eggert (Aðalsteinsson) dæmir villu á Dag þar sem Dagur snýr bakinu í hann. Hörður Axel snýr höndunum að mér þannig að það er engin leið að Eggert geti séð þetta atvik. Hann flautar bara af því að hann segir „hey“ og það er of mikið." „Stuttu seinna fer ég upp og það er hakkað í höndina á mér og ég hef ekki lagt það í vana minn að „hey-a“. Ef ég hefði „hey-að“ þá hefði ég örugglega fengið villu. Einn dómarinn er auðvitað nýr og allt það, en ég held að hann hafi dæmt tvær villur hér í dag. Ég er ekki að kenna þeim um þetta en hann stendur undir körfunni þegar ég er hakkaður en hefur ekki pung í að dæma,“ sagði ósáttur Ólafur. Grindavík er með tvö töp eftir tvær umferðir en Ólafur lítur björtum augum á hlutina. „Það er margt sem við erum að bæta. Mér fannst við vera betri varnarlega en svo komu kaflar inn á milli, sérstaklega undir lokin, þá voru menn einhvern veginn úti um allt að reyna að ná boltanum. Þá komu auðveldar körfur fyrir þá.“ „Við töluðum um eftir síðasta leik að sýna agaðri sóknarleik, við þyrftum líka að vera agaðri í varnarleik. Nú erum við að spila bara á Íslendingum og mér finnst við vera að standa vel í þriggja útlendinga liði.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira