Kepa nýtur samkeppninnar við De Gea - Hver byrjar í Osló? Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. október 2019 13:30 Hörð samkeppni vísir/getty Stjörnum prýtt lið Spánverja getur tryggt sig inn á lokamót EM 2020 í kvöld þegar þeir heimsækja lærisveina Lars Lagerback í norska landsliðinu í Osló. Spennandi verður að sjá hver mun verja mark Spánverja þar sem David De Gea, markvörður Man Utd, og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, hafa háð harða baráttu um markmannsstöðuna í spænska landsliðinu undanfarið. „Markmið mitt er að spila. Allir leikmennirnir í hópnum vilja vera í byrjunarliðinu og ég er fullur sjálfstrausts, tilbúinn að hjálpa liðinu. Ef ég verð einn af ellefu byrjunarliðsmönnum ætla ég að hjálpa liðinu að vinna leikinn og það verður ekki auðvelt gegn Norðmönnum,“ segir Kepa. De Gea var af mörgum talinn besti markvörður heims fyrir þar til að halla fór undan fæti hjá honum, bæði með Man Utd og spænska landsliðinu. Á sama tíma hefur Kepa verið að taka stórstígum framförum og hefur Robert Moreno, landsliðsþjálfari Spánar, notað þá báða í riðlakeppninni til þessa þar sem Kepa hefur byrjað fjóra leiki en De Gea tvo. „Það er alltaf jákvætt fyrir landsliðið ef það er samkeppni um stöður í byrjunarliðinu. Við höfum verið að skiptast á leikjum og ég verð að trúa á sjálfan mig.“ „Ég hugsa ekki um það sem er skrifað í blöðunum. Ég vill frekar láta verkin tala inn á vellinum,“ segir Kepa. Leikur Noregs og Spánar hefst klukkan 18:45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Spánverja getur tryggt sig inn á lokamót EM 2020 í kvöld þegar þeir heimsækja lærisveina Lars Lagerback í norska landsliðinu í Osló. Spennandi verður að sjá hver mun verja mark Spánverja þar sem David De Gea, markvörður Man Utd, og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, hafa háð harða baráttu um markmannsstöðuna í spænska landsliðinu undanfarið. „Markmið mitt er að spila. Allir leikmennirnir í hópnum vilja vera í byrjunarliðinu og ég er fullur sjálfstrausts, tilbúinn að hjálpa liðinu. Ef ég verð einn af ellefu byrjunarliðsmönnum ætla ég að hjálpa liðinu að vinna leikinn og það verður ekki auðvelt gegn Norðmönnum,“ segir Kepa. De Gea var af mörgum talinn besti markvörður heims fyrir þar til að halla fór undan fæti hjá honum, bæði með Man Utd og spænska landsliðinu. Á sama tíma hefur Kepa verið að taka stórstígum framförum og hefur Robert Moreno, landsliðsþjálfari Spánar, notað þá báða í riðlakeppninni til þessa þar sem Kepa hefur byrjað fjóra leiki en De Gea tvo. „Það er alltaf jákvætt fyrir landsliðið ef það er samkeppni um stöður í byrjunarliðinu. Við höfum verið að skiptast á leikjum og ég verð að trúa á sjálfan mig.“ „Ég hugsa ekki um það sem er skrifað í blöðunum. Ég vill frekar láta verkin tala inn á vellinum,“ segir Kepa. Leikur Noregs og Spánar hefst klukkan 18:45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira