Sex lið búin að tryggja sér farseðilinn á EM 2020 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2019 08:30 Teemu Pukki og félagar í Finnlandi eru komnir með annan fótinn á EM. Vísir/Getty Alls hafa sex lið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 eða EM allstaðar eins og mótið er gjarnan kallað. Þetta eru Belgía, Ítalía, Rússland, Pólland, Úkraína og Spánn. Af þessum sex liðum eru tvö þeirra enn með fullt hús stig A-riðill England er í kjörstöðu með 15 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að mæta Svartfjallalandi og Kósovó. Þeim dugir sigur gegn Svartfjallalandi en ef það klikkar þá dugir þeim að tapa ekki gegn Kósovó. Tékkar eru í 2. sæti með 12 stig. Þeir eiga efti rað mæta Kosovó og Búlgaríu. B-riðill Úkraína er komið á EM 2020. Liðið situr í 1. sæti riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki. Þeir eiga aðeins eftir að spila við Serbíu. Portúgal er í 2. sæti með 11 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að spila við Litháen og Lúxemborg. Þó Serbar séu aðeins stigi á eftir Portúgal þá er erfitt að sjá síðarnenda liðið tapa gegn Litháen eða Lúxemborg. Serbar eiga Lúxemborg og Úkraínu eftir.C-riðill Holland og Þýskaland sitja á toppnum með 15 stig eftir sex leiki. Þýskaland á efti rað spila við Norður-Írland og Hvíta-Rússland. Holland á eftir að spila við N-Írland og Eistland. N-Írland situr í 3. sæti riðilsins með 12 stig. D-riðill Írland og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 12 stig. Þá er Sviss í góðum málum með 11 stig í 3. sæti því Írar og Danir eiga eftir að mætast innbyrðis. Er það síðasti leikur Íra í riðlinum en Danmörk á líka eftir að mæta Georgíu. Sviss á eftir leiki gegn Georgíu og Gíbraltar.E-riðill Króatar sitja á toppi riðlsins með 14 stig. Þar á eftir koma Ungverjar með 12 stig og svo Slóvakar með 10 stig. Króatía mætir Slóvakíu í sínum síðasta leik í undankeppninni en Slóvakía á einnig eftir að spila við Aserbaídjan. Fari svo að Slóvakía vinni báða sína leiki þá enda þeir fyrir ofan Króatíu. Ungverjaland á aðeins eftir að mæta Wales sem situr í 4. sæti með 8 stig og heldur enn í vonina um að komast á EM 2020.F-riðill Spánvarjar tryggðu sér sæti á EM með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Svíum fyrr í kvöld. Þeir sitja á toppi riðilsins með 20 stig. Þeir eiga eftir að mæta Rúmeníu og Möltu. Svíþjóð er í 2. sæti með 15 stig en þeir eiga eiga eftir Færeyjar og Rúmeníu sem situr í 3. sæti riðilsins með 14 stig. Noregur á enn veika von að komast áfram en þeir eru í 4. sæti með 11 stig.G-riðill Pólland er komið á EM. Þeir eru með 19 stig eftir átta leiki. Þar á eftir kemur Austurríki með 16 stig og svo eru Norður-Makedónía, Slóvenía og Ísrael öll með 11 stig.H-riðill Í riðli okkar Íslendinga eru Tyrkir og Frakkar efstir með 19 stig og þar á eftir komum við Íslendingar með 15 stig. Takist okkur að sigra Tyrki á útivelli, sem og að vinna Móldavíu og Tyrkland tapar lokaleik sínum fyrir Andorra komumst við beint á EM. Ellegar bíður umspil strákanna okkar sem verður að teljast líklegasta niðurstaðan.I-riðill Topplið I-riðils eru bæði komin á EM. Belgía er með fullt hús stiga eftir átta umferðir og Rússar koma þar á eftir með 21 stig.J-riðill Ítalía er einnig með fullt hús stiga. Þar á eftir koma Finnar í 2. sæti með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig talsins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira
Alls hafa sex lið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 eða EM allstaðar eins og mótið er gjarnan kallað. Þetta eru Belgía, Ítalía, Rússland, Pólland, Úkraína og Spánn. Af þessum sex liðum eru tvö þeirra enn með fullt hús stig A-riðill England er í kjörstöðu með 15 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að mæta Svartfjallalandi og Kósovó. Þeim dugir sigur gegn Svartfjallalandi en ef það klikkar þá dugir þeim að tapa ekki gegn Kósovó. Tékkar eru í 2. sæti með 12 stig. Þeir eiga efti rað mæta Kosovó og Búlgaríu. B-riðill Úkraína er komið á EM 2020. Liðið situr í 1. sæti riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki. Þeir eiga aðeins eftir að spila við Serbíu. Portúgal er í 2. sæti með 11 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að spila við Litháen og Lúxemborg. Þó Serbar séu aðeins stigi á eftir Portúgal þá er erfitt að sjá síðarnenda liðið tapa gegn Litháen eða Lúxemborg. Serbar eiga Lúxemborg og Úkraínu eftir.C-riðill Holland og Þýskaland sitja á toppnum með 15 stig eftir sex leiki. Þýskaland á efti rað spila við Norður-Írland og Hvíta-Rússland. Holland á eftir að spila við N-Írland og Eistland. N-Írland situr í 3. sæti riðilsins með 12 stig. D-riðill Írland og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 12 stig. Þá er Sviss í góðum málum með 11 stig í 3. sæti því Írar og Danir eiga eftir að mætast innbyrðis. Er það síðasti leikur Íra í riðlinum en Danmörk á líka eftir að mæta Georgíu. Sviss á eftir leiki gegn Georgíu og Gíbraltar.E-riðill Króatar sitja á toppi riðlsins með 14 stig. Þar á eftir koma Ungverjar með 12 stig og svo Slóvakar með 10 stig. Króatía mætir Slóvakíu í sínum síðasta leik í undankeppninni en Slóvakía á einnig eftir að spila við Aserbaídjan. Fari svo að Slóvakía vinni báða sína leiki þá enda þeir fyrir ofan Króatíu. Ungverjaland á aðeins eftir að mæta Wales sem situr í 4. sæti með 8 stig og heldur enn í vonina um að komast á EM 2020.F-riðill Spánvarjar tryggðu sér sæti á EM með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Svíum fyrr í kvöld. Þeir sitja á toppi riðilsins með 20 stig. Þeir eiga eftir að mæta Rúmeníu og Möltu. Svíþjóð er í 2. sæti með 15 stig en þeir eiga eiga eftir Færeyjar og Rúmeníu sem situr í 3. sæti riðilsins með 14 stig. Noregur á enn veika von að komast áfram en þeir eru í 4. sæti með 11 stig.G-riðill Pólland er komið á EM. Þeir eru með 19 stig eftir átta leiki. Þar á eftir kemur Austurríki með 16 stig og svo eru Norður-Makedónía, Slóvenía og Ísrael öll með 11 stig.H-riðill Í riðli okkar Íslendinga eru Tyrkir og Frakkar efstir með 19 stig og þar á eftir komum við Íslendingar með 15 stig. Takist okkur að sigra Tyrki á útivelli, sem og að vinna Móldavíu og Tyrkland tapar lokaleik sínum fyrir Andorra komumst við beint á EM. Ellegar bíður umspil strákanna okkar sem verður að teljast líklegasta niðurstaðan.I-riðill Topplið I-riðils eru bæði komin á EM. Belgía er með fullt hús stiga eftir átta umferðir og Rússar koma þar á eftir með 21 stig.J-riðill Ítalía er einnig með fullt hús stiga. Þar á eftir koma Finnar í 2. sæti með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig talsins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira