Horfði tignarlegur á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 10:45 Kim á leið upp Paektu á fáki sínum. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður hafa klifið fjallið Paektu á hvítum hesti, og það án húfu. Fjallið er það hæsta í Norður-Kóreu, 2.750 metrar, og þykir helgur staður. Fyrsti konungur Kóreuskagans er sagður hafa fæðst á fjallinu en faðir Kim á einnig að hafa fæðst þar, undir tvöföldum regnboga. Í frétt á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að æðstu meðlimir ríkisstjórnar hans hefðu verið með honum í för. Þar segir einnig að á toppi fjallsins hafi Kim átt tilfinningaþrungna stund þar sem hann hugsaði út í erfiða baráttu hans með því markmiði að byggja öflugt ríki sem standi jafn styrkum fótum og fjallið sjálft. Þar segir einnig að Kim hafi verið einstaklega tignarlegur þegar hann horfði á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina þar sem Norður-Kórea hefur náð velmegun á eigin verðleikum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.AP/KCNAÁ meðan Kim horfði tignarlega á sjóndeildarhringinn fylltust meðlimir ríkisstjórnarinnar gleði og voru sannfærðir um að brátt myndi Norður-Kórea vinna stórmerki í þágu byltingarinnar og valda heiminum undrun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.Samkvæmt BBC segja sérfræðingar að ferðalög sem þessi marki iðulega stórar yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Síðasta lína fréttar KCNA gefur til kynna að eitthvað sé til í þeim vangaveltum.Ekkert virðist ganga í viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir einræðisríkisins. Mögulegt þykir að Kim muni tilkynna að tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar muni hefjast að nýju. Kim hefur krafist þess að losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en hann tekur skref í að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Bandaríkin vilja hins vegar ekki létta á þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en Kim grípur til aðgerða. Hvítir hestar eru ákveðið áróðurstákn Kim-fjölskyldunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa fjölmiðlar einræðisríkisins sýnt Kim, systur hans og föður á baki hvítra hesta. Rekja má táknið aftur til Kim Il Sung, afa Kim, sem var sagður hafa barist gegn Japönum á hvítum hesti.Kim á toppi Paektu.AP/KCNA Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður hafa klifið fjallið Paektu á hvítum hesti, og það án húfu. Fjallið er það hæsta í Norður-Kóreu, 2.750 metrar, og þykir helgur staður. Fyrsti konungur Kóreuskagans er sagður hafa fæðst á fjallinu en faðir Kim á einnig að hafa fæðst þar, undir tvöföldum regnboga. Í frétt á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að æðstu meðlimir ríkisstjórnar hans hefðu verið með honum í för. Þar segir einnig að á toppi fjallsins hafi Kim átt tilfinningaþrungna stund þar sem hann hugsaði út í erfiða baráttu hans með því markmiði að byggja öflugt ríki sem standi jafn styrkum fótum og fjallið sjálft. Þar segir einnig að Kim hafi verið einstaklega tignarlegur þegar hann horfði á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina þar sem Norður-Kórea hefur náð velmegun á eigin verðleikum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.AP/KCNAÁ meðan Kim horfði tignarlega á sjóndeildarhringinn fylltust meðlimir ríkisstjórnarinnar gleði og voru sannfærðir um að brátt myndi Norður-Kórea vinna stórmerki í þágu byltingarinnar og valda heiminum undrun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.Samkvæmt BBC segja sérfræðingar að ferðalög sem þessi marki iðulega stórar yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Síðasta lína fréttar KCNA gefur til kynna að eitthvað sé til í þeim vangaveltum.Ekkert virðist ganga í viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir einræðisríkisins. Mögulegt þykir að Kim muni tilkynna að tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar muni hefjast að nýju. Kim hefur krafist þess að losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en hann tekur skref í að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Bandaríkin vilja hins vegar ekki létta á þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en Kim grípur til aðgerða. Hvítir hestar eru ákveðið áróðurstákn Kim-fjölskyldunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa fjölmiðlar einræðisríkisins sýnt Kim, systur hans og föður á baki hvítra hesta. Rekja má táknið aftur til Kim Il Sung, afa Kim, sem var sagður hafa barist gegn Japönum á hvítum hesti.Kim á toppi Paektu.AP/KCNA
Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira