Darri Freyr: Þetta bara datt okkar megin í dag Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 16. október 2019 22:48 Darri var sáttur með sigurinn. vísir/bára Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var brosandi í lok risaleiks milli KR og Vals í Vesturbænum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var jafn fram á lokasekúndurnar en Valur tók sigurinn að lokum, 74-76. Á lokamínútunni gátu úrslitin fallið á báða bóga en Darri hafði ekki allt of miklar áhyggjur. „Mér leið vel, treysti stelpunum til að klára svona aðstæður. Töluðum um það fyrir leikinn að hvernig sem að þetta færi af stað þá vildum við vera liðið sem væri að vinna á lokakaflanum,“ sagði Darri og Valur náði vissulega að klára leikinn á lokametrunum. „Þetta var leikur sem hefði getað farið á báða vegu. Við vorum taktískt mjög lélegar en náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með frekju og látum. Þetta bara datt okkar megin í dag,“ sagði hann. Hildur Björg Kjartansdóttir tók yfir í lokafjórðungnum og spilaði næstum því óaðfinnanlega á báðum endum vallarins. Hún stöðvaði Helenu á mikilvægum stundum á lokamínútunum en Darri var ekki að stressa sig á því. „Það getur engin slökkt á Helenu, en Hildur spilaði frábæra vörn, eins og við var að búast af atvinnumanni eins og Hildur er. Við vitum að hún er einn af okkar allra bestu leikmönnum, þannig að þetta kemur ekkert á óvart,“ sagði Darri og sparaði ekki hrósið í garð Hildar. Darri var strax byrjaður að velta fyrir sér hvernig liðið hans gæti takmarkað sterkt sóknarlið KR-inga og ætlaði sér að vinna næsta leik með öruggari hætti. „Við reynum kerfisbundið að draga úr því sem KR er að gera og finna betri lausnir sóknarlega okkar megin,“ sagði hann og vísaði þar í að Valur skoraði 103 stig að meðaltali í sínum fyrstu tveim leikjum en gat aðeins skorað 76 í þessum stórleik. Bæði lið voru að berjast í leiknum og það sést kannski best á því að margir leikmenn þurfti á einhverjum tímapunkti að yfirgefa leikinn í mislangan tíma vegna meiðsla. „Nærri því engin er heil eftir svona leik. Þetta var eiginlega algjört rugl á köflum,“ sagði Darri en dómarar leiksins áttu í fullu fangi með að dæma þennan leik. „Það voru bara allar að leggja sig fram og vilja ógeðslega mikið vinna,“ sagði Darri um keppnisskap liðanna í leiknum og bætti við að það væri geggjað að fá svona spennuleik í byrjun tímabilsins. „Ég ætla að ábyrgjast að við höfum ekki fengið svona leik áður í 3. umferð deildarinnar!“ sagði Darri og var strax farinn að pæla í næsta leik gegn þessu þrælsterka liði KR. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var brosandi í lok risaleiks milli KR og Vals í Vesturbænum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var jafn fram á lokasekúndurnar en Valur tók sigurinn að lokum, 74-76. Á lokamínútunni gátu úrslitin fallið á báða bóga en Darri hafði ekki allt of miklar áhyggjur. „Mér leið vel, treysti stelpunum til að klára svona aðstæður. Töluðum um það fyrir leikinn að hvernig sem að þetta færi af stað þá vildum við vera liðið sem væri að vinna á lokakaflanum,“ sagði Darri og Valur náði vissulega að klára leikinn á lokametrunum. „Þetta var leikur sem hefði getað farið á báða vegu. Við vorum taktískt mjög lélegar en náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með frekju og látum. Þetta bara datt okkar megin í dag,“ sagði hann. Hildur Björg Kjartansdóttir tók yfir í lokafjórðungnum og spilaði næstum því óaðfinnanlega á báðum endum vallarins. Hún stöðvaði Helenu á mikilvægum stundum á lokamínútunum en Darri var ekki að stressa sig á því. „Það getur engin slökkt á Helenu, en Hildur spilaði frábæra vörn, eins og við var að búast af atvinnumanni eins og Hildur er. Við vitum að hún er einn af okkar allra bestu leikmönnum, þannig að þetta kemur ekkert á óvart,“ sagði Darri og sparaði ekki hrósið í garð Hildar. Darri var strax byrjaður að velta fyrir sér hvernig liðið hans gæti takmarkað sterkt sóknarlið KR-inga og ætlaði sér að vinna næsta leik með öruggari hætti. „Við reynum kerfisbundið að draga úr því sem KR er að gera og finna betri lausnir sóknarlega okkar megin,“ sagði hann og vísaði þar í að Valur skoraði 103 stig að meðaltali í sínum fyrstu tveim leikjum en gat aðeins skorað 76 í þessum stórleik. Bæði lið voru að berjast í leiknum og það sést kannski best á því að margir leikmenn þurfti á einhverjum tímapunkti að yfirgefa leikinn í mislangan tíma vegna meiðsla. „Nærri því engin er heil eftir svona leik. Þetta var eiginlega algjört rugl á köflum,“ sagði Darri en dómarar leiksins áttu í fullu fangi með að dæma þennan leik. „Það voru bara allar að leggja sig fram og vilja ógeðslega mikið vinna,“ sagði Darri um keppnisskap liðanna í leiknum og bætti við að það væri geggjað að fá svona spennuleik í byrjun tímabilsins. „Ég ætla að ábyrgjast að við höfum ekki fengið svona leik áður í 3. umferð deildarinnar!“ sagði Darri og var strax farinn að pæla í næsta leik gegn þessu þrælsterka liði KR.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum